Inter steig stórt skref í átt að titlinum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Antonio Conte hoppar og fagnar með sínum mönnum.
Antonio Conte hoppar og fagnar með sínum mönnum. Giuseppe Cottini/Getty

Inter er með ellefu stiga forystu á toppi Seríu A eftir 1-0 sigur á Tórínó á heimavelli í dag.

Staðan var markalaus í hálfleik en varnarmaðurinn Matteo Darmian tryggði Inter sigurinn á 77. mínútu.

Inter er þar af leiðandi með 74 stig á toppnum en AC Milan er í öðru sætinu með 63 stig.

Inter hefur ekki orðið Ítalíumeistari í ellefu ár en eru nú komnir skrefi nær titlinum.

Átta umferðir eru eftir af Seríu A en Cagliari er í átjánda sætinu með 22 stig, fimm stigum frá öruggu sæti.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.