Fótbolti

Þjálfari Íslendingaliðs hættur vegna ásakana um rasisma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Henrik Pedersen sver af sér allir sakir um kynþáttafordóma.
Henrik Pedersen sver af sér allir sakir um kynþáttafordóma. getty/Joachim Sielski

Daninn Henrik Pedersen er hættur þjálfun norska úrvalsdeildarliðsins Strømsgodset vegna ásakana um rasisma.

Í fréttatilkynningu frá Strømsgodset kemur fram að ákvörðunin um að Pedersen stigi til hliðar hafi verið tekin til að lægja öldurnar í kringum félagið.

Pedersen heldur enn fram sakleysi sínu og kveðst ósáttur með hvernig málið hefur þróast. Hann hafi hins vegar samþykkt að hætta vegna allra þeirra sem elska Strømsgodset.

Pedersen er sakaður um að hafa látið rasísk og niðrandi ummæli um leikmenn og starfsfólk Strømsgodset falla.

TV 2 í Noregi greindi frá því að leikmenn Strømsgodset hefðu fundað og sent bréf til stjórnar félagsins þar sem þeir óskuðu eftir því að Pedersen yrði leystur undan störfum.

Pedersen tók við Strømsgodset sumarið 2019. Hann fékk Íslendinganna Ara Leifsson og Valdimar Þór Ingimundarson til félagsins.

Mál Pedersens er enn til skoðunar hjá Strømsgodset og félagið hefur leitað aðstoðar utanaðkomandi aðila við rannsóknina.

Áður en hann kom til Strømsgodset var hann þjálfari Køge í Danmörku og Eintracht Braunschweig í Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×