Hefðu ekki átt að setja upp tjald þar sem ný sprunga myndaðist Eiður Þór Árnason skrifar 9. apríl 2021 12:54 Magnús Tumi Guðmundsson áfellist engan fyrir að hafa ekki íhugað staðsetningu tjaldsins betur. Samsett Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið gott að staðsetja björgunarsveitartjald þar sem líkur voru á að ný sprunga ætti eftir að myndast. Greint hefur verið frá því að Björgunarsveitin Þorbjörn hafi á mánudag fært tjald sem komið hafi verið upp á svæðinu eftir að fyrsta nýja sprungan myndaðist í Fagradalsfjalli til viðbótar við upphaflega gíginn. Nýja sprungan kallaði ekki ótvírætt á þá aðgerð þar sem hún var um 200 metra frá tjaldinu en björgunarsveitin ákvað að færa tjaldið í varúðarskyni. Það var eins gott þar sem á miðnætti sama dag myndaðist enn önnur sprunga öllum að óvörum, sem lenti beint undir fyrri staðsetningu tjaldsins. Tjaldið var yfir kvikuganginum en vísindamenn höfðu sagt frá upphafi gossins að nýjar sprungur gætu myndast í sama kvikugangi í línu við upphaflega gosið. Hefur atvikið vakið upp spurningar um hvort ógætilega hafi verið farið þegar tjaldið var fyrst sett upp. Pældi ekki mikið í þessu Aðspurður um þetta á upplýsingafundi um eldgosið sagði Magnús Tumi að enginn hafi gert athugasemdir við staðsetninguna á sínum tíma. „Ég þekki það ekki vel en ég sá þetta þarna og það er bara þannig að það er auðvelt að vera vitur eftir á. Eftir á að hyggja var þetta ekki besti staðurinn en það gerði enginn athugasemdir við þetta vegna þess að fólk var kannski svolítið upptekinn af öðru.“ Hann sagði það fremur óalgengt að gos þróist með þessum hætti og algengara sé að gos séu öflugust í upphafi áður en svo dragi úr virkninni og það einangri sig. „Nú erum við að horfa á aðeins öðruvísi ferli. Það segir okkur að náttúran er að koma okkur á óvart. Eftir á að hyggja er ég alveg sammála því að þetta hefði ekki átt að vera svona en ég gerði ekki athugasemd við þetta fyrir fram og pældi ekki mikið í þessu þannig að mér dettur ekki í hug að gagnrýna aðra fyrir að hafa gert þetta,“ bætti Magnús Tumi við. Ólíklegt að gasmengun nái hættulegum styrk í byggð en ekki útilokað Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu Veðurstofu Íslands, sagði að lítil hætta sé á því að gasmengun fari langt yfir hættumörk í byggð líkt og gerðist í Holuhraunsgosinu þegar íbúar á Höfn í Hornafirði voru beðnir um að halda sig innandyra. Magnús Tumi benti jafnframt á að gosið í Fagradalsfjalli væri einungis um tvö til fimm prósent af stærð Holuhraunsgossins og gasframleiðsla því hlutfallslega minni. Elín sagði að í Holuhraunsgosinu hafi gas safnast upp nálægt stöðvunum og ferðast langa leið í eins konar poka þangað til hann fór yfir byggð. Litlar líkur séu á því að svo gerist núna. „Slíkar aðstæður gætu mögulega komið upp í Geldingadölum og þarna á svæðinu en það þyrfti að safnast upp talsvert gas og það þyrfti svo að fá að ferðast í rólegheitum að einhverjum nálægum bæjum. Auðvitað er munurinn hér að gosið er miklu minna en þar sem bæirnir eru miklu nær þá er alls ekki útilokað að þetta gerist.“ Meiri hreyfing á loftinu þegar hlýnar „Líkurnar á því eru litlar bæði vegna þess að þegar vindur nær sér á strik þá er hann mjög duglegur við að dreifa svona mengunarhólfum. Geldingadalir og þetta svæði er mjög lítið svo þessi poki sem myndi myndast væri aldrei það stór að hvöss vindátt myndi ekki tæta hann í sundur.“ Þar að auki hjálpi til að meiri hreyfing og blöndun sé á andrúmsloftinu á þessum árstíma og framundan sé tímabil þar sem búast megi við aukinni dreifingu á gosefnum sem þynnist í leiðinni út. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Grindavík Tengdar fréttir Möguleiki á að sprunga opnist á gönguleiðinni Möguleiki er á því að nýjar sprungur opnist vegna eldgossins í Fagradalsfjalli og gætu nýjar sprungur opnast bæði suður- og norður af þeim sprungum sem þegar hafa opnast. Eldfjallafræðingur segir fólk þurfa að vara sig við gosstöðvarnar en þar sé nú aukin hætta á gasmengun. 8. apríl 2021 21:03 Hraunbreiðurnar úr gosunum þremur ná nú saman „Það er ennþá gos,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, nú í morgunsárið en fátt annað sé að frétta af gosstöðvunum. 8. apríl 2021 06:20 „Það er þessi lína sem liggur til norðausturs sem er hættuleg“ Kristín Jónsdóttir eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur segir nýjan kafla að hefjast í eldgosinu í Geldingadölum, nú þegar nýjar sprungur hafa opnast. Hún telur ekki ólíklegt að sprunga opnist áfram í norðaustur og nær Keili. Fólk eigi ekki að vera á ferli á tiltekinni „línu“ til norðausturs sem kvikugangurinn teiknar upp. 7. apríl 2021 11:19 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Greint hefur verið frá því að Björgunarsveitin Þorbjörn hafi á mánudag fært tjald sem komið hafi verið upp á svæðinu eftir að fyrsta nýja sprungan myndaðist í Fagradalsfjalli til viðbótar við upphaflega gíginn. Nýja sprungan kallaði ekki ótvírætt á þá aðgerð þar sem hún var um 200 metra frá tjaldinu en björgunarsveitin ákvað að færa tjaldið í varúðarskyni. Það var eins gott þar sem á miðnætti sama dag myndaðist enn önnur sprunga öllum að óvörum, sem lenti beint undir fyrri staðsetningu tjaldsins. Tjaldið var yfir kvikuganginum en vísindamenn höfðu sagt frá upphafi gossins að nýjar sprungur gætu myndast í sama kvikugangi í línu við upphaflega gosið. Hefur atvikið vakið upp spurningar um hvort ógætilega hafi verið farið þegar tjaldið var fyrst sett upp. Pældi ekki mikið í þessu Aðspurður um þetta á upplýsingafundi um eldgosið sagði Magnús Tumi að enginn hafi gert athugasemdir við staðsetninguna á sínum tíma. „Ég þekki það ekki vel en ég sá þetta þarna og það er bara þannig að það er auðvelt að vera vitur eftir á. Eftir á að hyggja var þetta ekki besti staðurinn en það gerði enginn athugasemdir við þetta vegna þess að fólk var kannski svolítið upptekinn af öðru.“ Hann sagði það fremur óalgengt að gos þróist með þessum hætti og algengara sé að gos séu öflugust í upphafi áður en svo dragi úr virkninni og það einangri sig. „Nú erum við að horfa á aðeins öðruvísi ferli. Það segir okkur að náttúran er að koma okkur á óvart. Eftir á að hyggja er ég alveg sammála því að þetta hefði ekki átt að vera svona en ég gerði ekki athugasemd við þetta fyrir fram og pældi ekki mikið í þessu þannig að mér dettur ekki í hug að gagnrýna aðra fyrir að hafa gert þetta,“ bætti Magnús Tumi við. Ólíklegt að gasmengun nái hættulegum styrk í byggð en ekki útilokað Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu Veðurstofu Íslands, sagði að lítil hætta sé á því að gasmengun fari langt yfir hættumörk í byggð líkt og gerðist í Holuhraunsgosinu þegar íbúar á Höfn í Hornafirði voru beðnir um að halda sig innandyra. Magnús Tumi benti jafnframt á að gosið í Fagradalsfjalli væri einungis um tvö til fimm prósent af stærð Holuhraunsgossins og gasframleiðsla því hlutfallslega minni. Elín sagði að í Holuhraunsgosinu hafi gas safnast upp nálægt stöðvunum og ferðast langa leið í eins konar poka þangað til hann fór yfir byggð. Litlar líkur séu á því að svo gerist núna. „Slíkar aðstæður gætu mögulega komið upp í Geldingadölum og þarna á svæðinu en það þyrfti að safnast upp talsvert gas og það þyrfti svo að fá að ferðast í rólegheitum að einhverjum nálægum bæjum. Auðvitað er munurinn hér að gosið er miklu minna en þar sem bæirnir eru miklu nær þá er alls ekki útilokað að þetta gerist.“ Meiri hreyfing á loftinu þegar hlýnar „Líkurnar á því eru litlar bæði vegna þess að þegar vindur nær sér á strik þá er hann mjög duglegur við að dreifa svona mengunarhólfum. Geldingadalir og þetta svæði er mjög lítið svo þessi poki sem myndi myndast væri aldrei það stór að hvöss vindátt myndi ekki tæta hann í sundur.“ Þar að auki hjálpi til að meiri hreyfing og blöndun sé á andrúmsloftinu á þessum árstíma og framundan sé tímabil þar sem búast megi við aukinni dreifingu á gosefnum sem þynnist í leiðinni út.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Grindavík Tengdar fréttir Möguleiki á að sprunga opnist á gönguleiðinni Möguleiki er á því að nýjar sprungur opnist vegna eldgossins í Fagradalsfjalli og gætu nýjar sprungur opnast bæði suður- og norður af þeim sprungum sem þegar hafa opnast. Eldfjallafræðingur segir fólk þurfa að vara sig við gosstöðvarnar en þar sé nú aukin hætta á gasmengun. 8. apríl 2021 21:03 Hraunbreiðurnar úr gosunum þremur ná nú saman „Það er ennþá gos,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, nú í morgunsárið en fátt annað sé að frétta af gosstöðvunum. 8. apríl 2021 06:20 „Það er þessi lína sem liggur til norðausturs sem er hættuleg“ Kristín Jónsdóttir eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur segir nýjan kafla að hefjast í eldgosinu í Geldingadölum, nú þegar nýjar sprungur hafa opnast. Hún telur ekki ólíklegt að sprunga opnist áfram í norðaustur og nær Keili. Fólk eigi ekki að vera á ferli á tiltekinni „línu“ til norðausturs sem kvikugangurinn teiknar upp. 7. apríl 2021 11:19 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Möguleiki á að sprunga opnist á gönguleiðinni Möguleiki er á því að nýjar sprungur opnist vegna eldgossins í Fagradalsfjalli og gætu nýjar sprungur opnast bæði suður- og norður af þeim sprungum sem þegar hafa opnast. Eldfjallafræðingur segir fólk þurfa að vara sig við gosstöðvarnar en þar sé nú aukin hætta á gasmengun. 8. apríl 2021 21:03
Hraunbreiðurnar úr gosunum þremur ná nú saman „Það er ennþá gos,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, nú í morgunsárið en fátt annað sé að frétta af gosstöðvunum. 8. apríl 2021 06:20
„Það er þessi lína sem liggur til norðausturs sem er hættuleg“ Kristín Jónsdóttir eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur segir nýjan kafla að hefjast í eldgosinu í Geldingadölum, nú þegar nýjar sprungur hafa opnast. Hún telur ekki ólíklegt að sprunga opnist áfram í norðaustur og nær Keili. Fólk eigi ekki að vera á ferli á tiltekinni „línu“ til norðausturs sem kvikugangurinn teiknar upp. 7. apríl 2021 11:19