Innlent

Svona var upplýsingafundurinn um eldgosið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, fer yfir málin.
Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, fer yfir málin. Vísir/Vilhelm

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar klukkan 11 þar sem farið verður yfir stöðu mála varðandi eldgosið á Reykjanesskaga.

Ýmsar spurningar hafa komið upp varðandi gasmengun sem berst frá gosstöðinni, bæði í byggð og á staðnum. Einnig almennt um hvernig fólk ber sig að við eldgos, áhrif gosmengunar á heilsu fólks og hættur sem ber að varast.

Á fundinum voru aðilar sem vörpuðu ljósi á ýmislegt er varðar eldgosið. Þar voru Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn almannavarna, Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun, Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu Veðurstofu Íslands, Magnús Tumi jarðeðlisfræðingur frá HÍ og Gunnar Guðmundsson lungnalæknir.

Fréttin hefur verið uppfærð. Upptöku frá fundinum má sjá hér að ofan og textalýsingu að neðan.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×