Karen Kjartansdóttir hættir hjá Samfylkingunni Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2021 09:06 Karen tók við starfi framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar í september 2018. Aðsend Karen Kjartansdóttirhefur gengt starfi framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar undanfarin tvö og hálft ár en hefur nú sagt sig frá því. Hún segir hugmyndir sínar og formanns framkvæmdastjórnar of ólíkar til að geta starfað áfram fyrir flokkinn. Innan við sex mánuðir eru í kosningar til Alþingis. „Á síðasta landsfundi kusu flokksmenn nýjan formann framkvæmdastjórnar, það liggur í eðli starfseminnar að framkvæmdarstjóri og formaður framkvæmdastjórnar þurfi að eiga mjög náið samstarf. Fljótlega kom í ljós að hugmyndir okkar um samstarfið væru of ólíkar til að það gæti gengið. Ég tel því farsælast fyrir Samfylkinguna að leiðir skilji á þessum tímamótum og áður en kosningabarátta hefst af fullum krafti,“ segir í yfirlýsingu Karenar sem hún birtir á vettvangi Samfylkingarfólks á Facebook. Samkvæmt þessu er ástæða starfsloka Karenar ágreiningur við Kjartan Valgarðsson sem var nýverið kjörinn framkvæmdastjóri framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Karen vildi ekki tjá sig um málið við Vísi þegar eftir því var leitað. Sagði að hún væri bundin trúnaði vegna starfslokanna. Yfirlýsingin sem hún birti á Facebookvettvangi Samfylkingarinnar tali fyrir sig. Kjartan Valgarðsson. Í kveðjubréfi Karenar tekur hún það sérstaklega fram að hugmyndir hennar og Kjartans séu of ólíkar til að á vetur sé setjandi.Samfylkingin Þar óskar Karen Samfylkingarfólki til hamingju með öfluga framboðslista fyrir Alþingiskosningarnar í haust, en þeir liggi nú flestir fyrir. „Á sama tíma vil ég þakka öllu flokksfólki fyrir samfylgdina undanfarin tvö og hálft ár en ég hef óskað eftir starfslokum sem framkvæmdastjóri flokksins og hefur formaður flokksins fallist á þá ósk mína.“ Þá þakkar Karen Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar, Heiðu Björg Hilmisdóttur, varaformanni og Ingu Björk Bjarnadóttur, fyrrverandi formanni framkvæmdastjórnar, fyrir góð samskipti og ánægjulegt samstarf. „Samfylkingarfélögum óska ég velfarnaðar og flokknum velgengni í komandi kosningum.“ Eins og Vísir hefur greint frá hefur verið veruleg ólga innan Samfylkingarinnar meðal annars vegna fyrirkomulags um hvernig skipa skuli á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Gripið var til þess, að undirlagi Kjartans, að freista þess að lægja öldur með því að taka upp ritskoðun á Facebookvettvangi flokksins: „Upphafsinnlegg þarf samþykki stjórnenda áður en það birtist,“ segir í fyrstu grein reglna sem þar hafa verið teknar upp. Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Stjórnsýsla Alþingi Vistaskipti Tengdar fréttir Illska hlaupin í uppstillingarnefnd Samfylkingar Birgir Dýrfjörð hefur sagt sig frá uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar en veruleg ólga er innan Samfylkingarinnar í tengslum við uppstillingu á lista fyrir komandi Alþingiskosningar. 18. janúar 2021 10:48 Steinunn Ýr segir kvenfyrirlitningu grassera innan Samfylkingarinnar Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar lista. Logi Einarsson formaður hefur sigið inn í heitar umræður og reynt að lægja öldur. 24. janúar 2021 09:01 Sáttatillögu hafnað og Ágúst Ólafur ekki á lista Samfylkingar Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, mun ekki taka sæti á lista flokksins í næstu alþingiskosningum. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. 20. janúar 2021 13:32 Hættir við að gefa á sér kost eftir afgreiðslu uppstillinganefndar Samfylkingarinnar Nú ólgar allt og kraumar innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar í Suðurkjördæmi. Oddný G. Harðardóttir skipar efsta sæti á lista þar en allir þeir sem höfðu opinberlega gefið kost á sér hafa dregið sig til baka. 25. mars 2021 11:28 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
„Á síðasta landsfundi kusu flokksmenn nýjan formann framkvæmdastjórnar, það liggur í eðli starfseminnar að framkvæmdarstjóri og formaður framkvæmdastjórnar þurfi að eiga mjög náið samstarf. Fljótlega kom í ljós að hugmyndir okkar um samstarfið væru of ólíkar til að það gæti gengið. Ég tel því farsælast fyrir Samfylkinguna að leiðir skilji á þessum tímamótum og áður en kosningabarátta hefst af fullum krafti,“ segir í yfirlýsingu Karenar sem hún birtir á vettvangi Samfylkingarfólks á Facebook. Samkvæmt þessu er ástæða starfsloka Karenar ágreiningur við Kjartan Valgarðsson sem var nýverið kjörinn framkvæmdastjóri framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Karen vildi ekki tjá sig um málið við Vísi þegar eftir því var leitað. Sagði að hún væri bundin trúnaði vegna starfslokanna. Yfirlýsingin sem hún birti á Facebookvettvangi Samfylkingarinnar tali fyrir sig. Kjartan Valgarðsson. Í kveðjubréfi Karenar tekur hún það sérstaklega fram að hugmyndir hennar og Kjartans séu of ólíkar til að á vetur sé setjandi.Samfylkingin Þar óskar Karen Samfylkingarfólki til hamingju með öfluga framboðslista fyrir Alþingiskosningarnar í haust, en þeir liggi nú flestir fyrir. „Á sama tíma vil ég þakka öllu flokksfólki fyrir samfylgdina undanfarin tvö og hálft ár en ég hef óskað eftir starfslokum sem framkvæmdastjóri flokksins og hefur formaður flokksins fallist á þá ósk mína.“ Þá þakkar Karen Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar, Heiðu Björg Hilmisdóttur, varaformanni og Ingu Björk Bjarnadóttur, fyrrverandi formanni framkvæmdastjórnar, fyrir góð samskipti og ánægjulegt samstarf. „Samfylkingarfélögum óska ég velfarnaðar og flokknum velgengni í komandi kosningum.“ Eins og Vísir hefur greint frá hefur verið veruleg ólga innan Samfylkingarinnar meðal annars vegna fyrirkomulags um hvernig skipa skuli á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Gripið var til þess, að undirlagi Kjartans, að freista þess að lægja öldur með því að taka upp ritskoðun á Facebookvettvangi flokksins: „Upphafsinnlegg þarf samþykki stjórnenda áður en það birtist,“ segir í fyrstu grein reglna sem þar hafa verið teknar upp.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Stjórnsýsla Alþingi Vistaskipti Tengdar fréttir Illska hlaupin í uppstillingarnefnd Samfylkingar Birgir Dýrfjörð hefur sagt sig frá uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar en veruleg ólga er innan Samfylkingarinnar í tengslum við uppstillingu á lista fyrir komandi Alþingiskosningar. 18. janúar 2021 10:48 Steinunn Ýr segir kvenfyrirlitningu grassera innan Samfylkingarinnar Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar lista. Logi Einarsson formaður hefur sigið inn í heitar umræður og reynt að lægja öldur. 24. janúar 2021 09:01 Sáttatillögu hafnað og Ágúst Ólafur ekki á lista Samfylkingar Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, mun ekki taka sæti á lista flokksins í næstu alþingiskosningum. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. 20. janúar 2021 13:32 Hættir við að gefa á sér kost eftir afgreiðslu uppstillinganefndar Samfylkingarinnar Nú ólgar allt og kraumar innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar í Suðurkjördæmi. Oddný G. Harðardóttir skipar efsta sæti á lista þar en allir þeir sem höfðu opinberlega gefið kost á sér hafa dregið sig til baka. 25. mars 2021 11:28 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Illska hlaupin í uppstillingarnefnd Samfylkingar Birgir Dýrfjörð hefur sagt sig frá uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar en veruleg ólga er innan Samfylkingarinnar í tengslum við uppstillingu á lista fyrir komandi Alþingiskosningar. 18. janúar 2021 10:48
Steinunn Ýr segir kvenfyrirlitningu grassera innan Samfylkingarinnar Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar lista. Logi Einarsson formaður hefur sigið inn í heitar umræður og reynt að lægja öldur. 24. janúar 2021 09:01
Sáttatillögu hafnað og Ágúst Ólafur ekki á lista Samfylkingar Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, mun ekki taka sæti á lista flokksins í næstu alþingiskosningum. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. 20. janúar 2021 13:32
Hættir við að gefa á sér kost eftir afgreiðslu uppstillinganefndar Samfylkingarinnar Nú ólgar allt og kraumar innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar í Suðurkjördæmi. Oddný G. Harðardóttir skipar efsta sæti á lista þar en allir þeir sem höfðu opinberlega gefið kost á sér hafa dregið sig til baka. 25. mars 2021 11:28