Mikil ólga innan Samfylkingar vegna tillögu um efstu sæti á lista Jakob Bjarnar skrifar 11. febrúar 2021 22:38 Samkvæmt heimildum Vísis eru það eitthvað á þessa leið sem uppstillingarnefndin leggur upp með að efstu sæti í kjördæmum Reykjavíkur verði skipuð. Kristrún Frostadóttir og Helga Vala Helgadóttir munu að öllum líkindum skipa efstu sætin tvö en í öðru sæti á lista í sitthvoru kjördæminu ætlar uppstillingarnefnd að Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Jóhann Páll Jóhannsson fyrrverandi blaðamaður skipi. visir/vilhelm/Samfylkingin Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar. Eftir því sem Vísir kemst næst er uppstillingarnefnd nú að bera niðurstöður sínar undir þá einstaklinga sem býðst að skipa efsta sæti lista í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Svo verður kosið um það upplegg á fundi á laugardaginn. Í kvöld sagði Jóhanna Vigdís varaþingmaður Samfylkingarinnar sig úr flokknum. Af orðum hennar má ráða hvernig landið liggur. „Ég verð þó að viðurkenna að það eru mér vonbrigði að uppstillingarnefnd í Reykjavík kjósi að bjóða nýliðum, hæfu fólki sem sannarlega er meira en velkomið til starfa – og þó fyrr hefði verið - að skipa þrjú af fjórum efstu sætum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir kosningar til Alþingis næsta haust,“ skrifar Jóhanna. Samkvæmt heimildum Vísis var henni boðið að taka þriðja sæti á lista en hún skipaði annað sæti fyrir síðustu kosningar. „Þetta eru ekki bara harkaleg skilaboð til mín persónulega heldur ekki síður til annarra í grasrót Samfylkingarinnar - sem hafa lagt ómælda uppbyggingarvinnu af mörkum undanfarin ár. Sannarlega er ég seinþreytt til vandræða, en þegar mér ofbýður þá geri ég eins og góð kona sagði um árið; kýs með fótunum.“ Af þessu má ráða að efstu sæti á lista annars vegar skipa Helga Vala Helgadóttir og hins vegar Kristrún Mjöll Frostadóttir. Í öðru sæti annars Reykjavíkurkjördæmanna verður Jóhann Páll Jóhannsson og hinu líklega Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Hún var búin að segjast vilja fara í Kragann en það mun vera slík eftirspurn eftir henni meðal þeirra í Reykjavík, að þetta er það sem lagt hefur verið til. Þetta er þó ekki staðfest. Hvað varðar þrálátan orðróm um að Heiða Björk Hilmisdóttir borgarfulltrúi sækist eftir sæti sem gefur góða möguleika á sæti á þingi, mun það vera svo að hún hafi augastað á sæti á lista sem hugsanlega gæti þýtt varaþingmannssæti. Samkvæmt könnunum mælast inni tvö þingmannssæti í hvoru kjördæminu um sig. Innan Samfylkingar er það metið sem svo að 3. sætið sé baráttusæti. Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Greiða atkvæði um lista Samfylkingarinnar í Reykjavík á laugardag Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur lokið störfum og mun kynna tillögu sínar að framboðslistum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar á allsherjarfundi Samfylkingarfélaganna í Reykjavík á laugardag. Kjördæmisráð flokksins í borginni mun svo greiða atkvæði um tillöguna. 11. febrúar 2021 07:40 Varaformaðurinn sagður nú sækjast eftir sæti á lista Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfrulltrúi og varaformaður Samfylkingar, er sögð hafa látið þau boð berast til uppstillingarnefndar Samfylkingarinnar í Reykjavík að hún sé reiðubúin taka sæti á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar. 5. febrúar 2021 07:56 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Sjá meira
Í kvöld sagði Jóhanna Vigdís varaþingmaður Samfylkingarinnar sig úr flokknum. Af orðum hennar má ráða hvernig landið liggur. „Ég verð þó að viðurkenna að það eru mér vonbrigði að uppstillingarnefnd í Reykjavík kjósi að bjóða nýliðum, hæfu fólki sem sannarlega er meira en velkomið til starfa – og þó fyrr hefði verið - að skipa þrjú af fjórum efstu sætum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir kosningar til Alþingis næsta haust,“ skrifar Jóhanna. Samkvæmt heimildum Vísis var henni boðið að taka þriðja sæti á lista en hún skipaði annað sæti fyrir síðustu kosningar. „Þetta eru ekki bara harkaleg skilaboð til mín persónulega heldur ekki síður til annarra í grasrót Samfylkingarinnar - sem hafa lagt ómælda uppbyggingarvinnu af mörkum undanfarin ár. Sannarlega er ég seinþreytt til vandræða, en þegar mér ofbýður þá geri ég eins og góð kona sagði um árið; kýs með fótunum.“ Af þessu má ráða að efstu sæti á lista annars vegar skipa Helga Vala Helgadóttir og hins vegar Kristrún Mjöll Frostadóttir. Í öðru sæti annars Reykjavíkurkjördæmanna verður Jóhann Páll Jóhannsson og hinu líklega Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Hún var búin að segjast vilja fara í Kragann en það mun vera slík eftirspurn eftir henni meðal þeirra í Reykjavík, að þetta er það sem lagt hefur verið til. Þetta er þó ekki staðfest. Hvað varðar þrálátan orðróm um að Heiða Björk Hilmisdóttir borgarfulltrúi sækist eftir sæti sem gefur góða möguleika á sæti á þingi, mun það vera svo að hún hafi augastað á sæti á lista sem hugsanlega gæti þýtt varaþingmannssæti. Samkvæmt könnunum mælast inni tvö þingmannssæti í hvoru kjördæminu um sig. Innan Samfylkingar er það metið sem svo að 3. sætið sé baráttusæti.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Greiða atkvæði um lista Samfylkingarinnar í Reykjavík á laugardag Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur lokið störfum og mun kynna tillögu sínar að framboðslistum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar á allsherjarfundi Samfylkingarfélaganna í Reykjavík á laugardag. Kjördæmisráð flokksins í borginni mun svo greiða atkvæði um tillöguna. 11. febrúar 2021 07:40 Varaformaðurinn sagður nú sækjast eftir sæti á lista Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfrulltrúi og varaformaður Samfylkingar, er sögð hafa látið þau boð berast til uppstillingarnefndar Samfylkingarinnar í Reykjavík að hún sé reiðubúin taka sæti á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar. 5. febrúar 2021 07:56 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Sjá meira
Greiða atkvæði um lista Samfylkingarinnar í Reykjavík á laugardag Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur lokið störfum og mun kynna tillögu sínar að framboðslistum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar á allsherjarfundi Samfylkingarfélaganna í Reykjavík á laugardag. Kjördæmisráð flokksins í borginni mun svo greiða atkvæði um tillöguna. 11. febrúar 2021 07:40
Varaformaðurinn sagður nú sækjast eftir sæti á lista Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfrulltrúi og varaformaður Samfylkingar, er sögð hafa látið þau boð berast til uppstillingarnefndar Samfylkingarinnar í Reykjavík að hún sé reiðubúin taka sæti á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar. 5. febrúar 2021 07:56