Innlent

Hreindýrahjarðir á ferli við vegi á Austurlandi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Vegagerðin vekur athygli ökumanna á því að hreindýrahjarðir hafa sést á ferli víða við vegi á Austurlandi. Þeir eru beðnir um að sýna aðgát.
Vegagerðin vekur athygli ökumanna á því að hreindýrahjarðir hafa sést á ferli víða við vegi á Austurlandi. Þeir eru beðnir um að sýna aðgát. Vilhelm

Vegagerðin varar ökumenn við því að hreindýrahjarðir hafi sést víða við vegi á Austurlandi. Ábendingar hafa borist um að þær hafi sést í Fagradal, við álverið á Reyðarfirði, Við Djúpavog og í Lóni. Þá hafa þær einnig sést á Breiðamerkursandi. Vegfarendur eru vinsamlegast beðnir um að sýna aðgát. Vegagerðin vekur athygli á að vetrarfærð sé í öllum landshlutum.

Vegurinn um Breiðdalsheiði er ófær og þá er vegurinn um Öxi lokaður vegna fannfergis. Víða á Austfjörðum og á Suðausturlandi hafa gular viðvaranir verið í gildi vegna norðan hvassviðris. Hinar gulu munu renna út klukkan átta.

Suðurstrandavegur er þá opinn fyrir almenna bílaumferð og er opið að gosstöðvunum á milli 06.00 og 18.00. Vakin er athygli á því að bannað er að leggja í vegköntum og er fólki bent á bílastæði vestan við Ísólfsskála.

Í nótt var afar hvasst austast á landinu og stormur mældist þar á stöku stað. Nú í morgunsárið er útlit fyrir að dragi úr norðvestanáttinni. Að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings er útlit fyrir að í kvöld verði átta til fimmtán metrar á sekúndu á Austurlandi en í öðrum landshlutum verður fremur hæg breytileg átt. Léttskýjað og fremur kalt en von er á úrkomubakka að Vesturlandi upp úr hádegi með éljum vestan- og suðvestanlands.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.