Solskjær ekki sáttur þrátt fyrir góðan sigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. apríl 2021 22:01 Ole Gunnar Solskjær er ekki sáttur með að þrír af leikmönnum sínum séu á leið í leikbann. EPA-EFE/Oli Scarff Ole Gunnar Solskjær var ekki á allt sáttur með 2-0 sigur sinna manna í Manchester United gegn Granada í fyrri viðureign 8-liða úrslita Evrópudeildarinnar í kvöld. Man United nældi sér nefnilega í fimm gul spjöld og verða þrír leikmenn í banni í síðari leiknum. „Þetta var ekki fullkomið kvöld. Við fengum þrjú gul spjöld [Innskot blaðamanns: reyndar fimm en hver er að telja] og þrjú leikbönn. Að vinna 2-0 eru samt góð úrslit. Við vitum hversu erfitt það er að koma til Spánar. Við þurftum að spila vel til að ná í þessi úrslit,“ sagði Norðmaðurinn við BT Sport að leik loknum. „Þeir [Marcus Rashford og Bruno Fernandes] hafa báðir verið frábærir, eru svo mikilvægir fyrir okkur. Þetta var gott hlaup hjá Rashford, hann tók frábærlega við boltanum. Bruno er svo öruggur í vítunum þó svo að markvörðurinn hafi næstum farið það,“ sagði Ole um mörkin í kvöld. „Bruno fékk högg á andlitið. Að skora úr víti þó þú sjáir aðeins út um eitt auga er góður hæfileika að hafa,“ bætti hann við um mark Bruno. „Ég varð að passa upp á [Luke] Shaw og vonandi er í lagi með hann fyrir leikinn um helgina. Það er það sama með Rashford, hann hefur ekki jafnað sig af meiðslum og vonandi hefur þetta ekki versnað. Hann ætti að vera klár um helgina.“ „Þurfum að sýna sama hugarfar í næstu viku. Við viljum vinna alla leiki. Þetta er enn ungt lið sem er að læra. Við þurfum að bæta okkur leik frá leik. Fótbolti nær í skottið á þér ef þú hvílir þig.“ Liðin mætast að nýju eftir viku. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Fleiri fréttir Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ Sjá meira
Man United nældi sér nefnilega í fimm gul spjöld og verða þrír leikmenn í banni í síðari leiknum. „Þetta var ekki fullkomið kvöld. Við fengum þrjú gul spjöld [Innskot blaðamanns: reyndar fimm en hver er að telja] og þrjú leikbönn. Að vinna 2-0 eru samt góð úrslit. Við vitum hversu erfitt það er að koma til Spánar. Við þurftum að spila vel til að ná í þessi úrslit,“ sagði Norðmaðurinn við BT Sport að leik loknum. „Þeir [Marcus Rashford og Bruno Fernandes] hafa báðir verið frábærir, eru svo mikilvægir fyrir okkur. Þetta var gott hlaup hjá Rashford, hann tók frábærlega við boltanum. Bruno er svo öruggur í vítunum þó svo að markvörðurinn hafi næstum farið það,“ sagði Ole um mörkin í kvöld. „Bruno fékk högg á andlitið. Að skora úr víti þó þú sjáir aðeins út um eitt auga er góður hæfileika að hafa,“ bætti hann við um mark Bruno. „Ég varð að passa upp á [Luke] Shaw og vonandi er í lagi með hann fyrir leikinn um helgina. Það er það sama með Rashford, hann hefur ekki jafnað sig af meiðslum og vonandi hefur þetta ekki versnað. Hann ætti að vera klár um helgina.“ „Þurfum að sýna sama hugarfar í næstu viku. Við viljum vinna alla leiki. Þetta er enn ungt lið sem er að læra. Við þurfum að bæta okkur leik frá leik. Fótbolti nær í skottið á þér ef þú hvílir þig.“ Liðin mætast að nýju eftir viku. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Fleiri fréttir Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ Sjá meira