Bólusetning myndi draga úr álagi á foreldra langveikra barna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. apríl 2021 21:15 Guðrún Helga hefur áhyggjur af auknu álagi á foreldra langveikra barna. Þá þyngist róður félagsins stöðugt. Vísir/Sigurjón Foreldrar langveikra barna kalla eftir því að fá forgang í bólusetningar við kórónuveirunni. Sumir hafa þurft að vera í nær stöðugu verndarsóttkví á heimili sínu og segja velvild vinnuveitenda sinna að þolmörkum komna. Hátt í fimm hundruð fjölskyldur eru skráðar í stuðningsfélagið Einstök börn, sem er fyrir börn og ungmenni með sjaldgæfa sjúkdóma eða heilkenni. Þar af leiðandi hefur stór hópur foreldra barnanna þurft að vera frá vinnu í svokölluðu verndarsóttví. „Ítrekað eru þessir foreldrar búnir að vera heima í launalausum fríum. Sumir kláruðu sumarfríin sín í vetur og þar af leiðandi horfa fram á sumarið í sömu aðstæðum, að geta ekki tekið sumarfrí með börnunum sínum eða fjölskyldunni sinni vegna þess að sumarfrí og frítökuréttur er allur farinn,” segir Guðrún Helga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Einstakra barna. Þá hafi börn ekki getað sótt skóla og afþreyingarþjónusta sé nú af skornum skammti. „Við erum með stóran hóp foreldra sem er hreinlega að brenna út vegna skorts á þjónustu og umhverfi,” segir hún. Því hafi Einstök börn og fleiri stuðningsfélög kallað eftir því að þessi hópur fái bólusetningu við kórónuveirunni hið fyrsta. Það dragi úr álagi og veiti fólki ákveðna hugarró. „Það að við myndum bólusetja þessa foreldra sem eiga börn og eiga í hættu á að bera sjúkdómana til þeirra myndi kannski róa aðeins aðstæður og gefa fólki smá svigrúm. Vegna þess að mikið af þessum fjölskyldum eru í verndarsóttkvíum og hafa verið það ítrekað síðustu tólf mánuðina, sem er líka þungbært.” Engin svör hafi hins vegar fengist. „Við sýnum því fullan skilning að það er ekki hægt að bólusetja börn því það er enn verið að rannsaka hvaða áhrif það hefur á þau. En þá köllum við eftir því að það sé bólusetning á þessa foreldra,” segir Guðrún. Hún segir álagið á félagið sjálft einnig hafa aukist gríðarlega, og nefnir í því samhengi að símtalafjöldinn hafi fjórfaldast á síðustu mánuðum. „Við höfum ekki verið á fjárlögum ríkisins þannig að við höfum verið að kalla eftir því að samfélagið hjálpi okkur. Því við getum ekki annað þessum þunga endalaust án þess að fá aðstoð frá samfélaginu.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Hátt í fimm hundruð fjölskyldur eru skráðar í stuðningsfélagið Einstök börn, sem er fyrir börn og ungmenni með sjaldgæfa sjúkdóma eða heilkenni. Þar af leiðandi hefur stór hópur foreldra barnanna þurft að vera frá vinnu í svokölluðu verndarsóttví. „Ítrekað eru þessir foreldrar búnir að vera heima í launalausum fríum. Sumir kláruðu sumarfríin sín í vetur og þar af leiðandi horfa fram á sumarið í sömu aðstæðum, að geta ekki tekið sumarfrí með börnunum sínum eða fjölskyldunni sinni vegna þess að sumarfrí og frítökuréttur er allur farinn,” segir Guðrún Helga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Einstakra barna. Þá hafi börn ekki getað sótt skóla og afþreyingarþjónusta sé nú af skornum skammti. „Við erum með stóran hóp foreldra sem er hreinlega að brenna út vegna skorts á þjónustu og umhverfi,” segir hún. Því hafi Einstök börn og fleiri stuðningsfélög kallað eftir því að þessi hópur fái bólusetningu við kórónuveirunni hið fyrsta. Það dragi úr álagi og veiti fólki ákveðna hugarró. „Það að við myndum bólusetja þessa foreldra sem eiga börn og eiga í hættu á að bera sjúkdómana til þeirra myndi kannski róa aðeins aðstæður og gefa fólki smá svigrúm. Vegna þess að mikið af þessum fjölskyldum eru í verndarsóttkvíum og hafa verið það ítrekað síðustu tólf mánuðina, sem er líka þungbært.” Engin svör hafi hins vegar fengist. „Við sýnum því fullan skilning að það er ekki hægt að bólusetja börn því það er enn verið að rannsaka hvaða áhrif það hefur á þau. En þá köllum við eftir því að það sé bólusetning á þessa foreldra,” segir Guðrún. Hún segir álagið á félagið sjálft einnig hafa aukist gríðarlega, og nefnir í því samhengi að símtalafjöldinn hafi fjórfaldast á síðustu mánuðum. „Við höfum ekki verið á fjárlögum ríkisins þannig að við höfum verið að kalla eftir því að samfélagið hjálpi okkur. Því við getum ekki annað þessum þunga endalaust án þess að fá aðstoð frá samfélaginu.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira