Bólusetning myndi draga úr álagi á foreldra langveikra barna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. apríl 2021 21:15 Guðrún Helga hefur áhyggjur af auknu álagi á foreldra langveikra barna. Þá þyngist róður félagsins stöðugt. Vísir/Sigurjón Foreldrar langveikra barna kalla eftir því að fá forgang í bólusetningar við kórónuveirunni. Sumir hafa þurft að vera í nær stöðugu verndarsóttkví á heimili sínu og segja velvild vinnuveitenda sinna að þolmörkum komna. Hátt í fimm hundruð fjölskyldur eru skráðar í stuðningsfélagið Einstök börn, sem er fyrir börn og ungmenni með sjaldgæfa sjúkdóma eða heilkenni. Þar af leiðandi hefur stór hópur foreldra barnanna þurft að vera frá vinnu í svokölluðu verndarsóttví. „Ítrekað eru þessir foreldrar búnir að vera heima í launalausum fríum. Sumir kláruðu sumarfríin sín í vetur og þar af leiðandi horfa fram á sumarið í sömu aðstæðum, að geta ekki tekið sumarfrí með börnunum sínum eða fjölskyldunni sinni vegna þess að sumarfrí og frítökuréttur er allur farinn,” segir Guðrún Helga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Einstakra barna. Þá hafi börn ekki getað sótt skóla og afþreyingarþjónusta sé nú af skornum skammti. „Við erum með stóran hóp foreldra sem er hreinlega að brenna út vegna skorts á þjónustu og umhverfi,” segir hún. Því hafi Einstök börn og fleiri stuðningsfélög kallað eftir því að þessi hópur fái bólusetningu við kórónuveirunni hið fyrsta. Það dragi úr álagi og veiti fólki ákveðna hugarró. „Það að við myndum bólusetja þessa foreldra sem eiga börn og eiga í hættu á að bera sjúkdómana til þeirra myndi kannski róa aðeins aðstæður og gefa fólki smá svigrúm. Vegna þess að mikið af þessum fjölskyldum eru í verndarsóttkvíum og hafa verið það ítrekað síðustu tólf mánuðina, sem er líka þungbært.” Engin svör hafi hins vegar fengist. „Við sýnum því fullan skilning að það er ekki hægt að bólusetja börn því það er enn verið að rannsaka hvaða áhrif það hefur á þau. En þá köllum við eftir því að það sé bólusetning á þessa foreldra,” segir Guðrún. Hún segir álagið á félagið sjálft einnig hafa aukist gríðarlega, og nefnir í því samhengi að símtalafjöldinn hafi fjórfaldast á síðustu mánuðum. „Við höfum ekki verið á fjárlögum ríkisins þannig að við höfum verið að kalla eftir því að samfélagið hjálpi okkur. Því við getum ekki annað þessum þunga endalaust án þess að fá aðstoð frá samfélaginu.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
Hátt í fimm hundruð fjölskyldur eru skráðar í stuðningsfélagið Einstök börn, sem er fyrir börn og ungmenni með sjaldgæfa sjúkdóma eða heilkenni. Þar af leiðandi hefur stór hópur foreldra barnanna þurft að vera frá vinnu í svokölluðu verndarsóttví. „Ítrekað eru þessir foreldrar búnir að vera heima í launalausum fríum. Sumir kláruðu sumarfríin sín í vetur og þar af leiðandi horfa fram á sumarið í sömu aðstæðum, að geta ekki tekið sumarfrí með börnunum sínum eða fjölskyldunni sinni vegna þess að sumarfrí og frítökuréttur er allur farinn,” segir Guðrún Helga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Einstakra barna. Þá hafi börn ekki getað sótt skóla og afþreyingarþjónusta sé nú af skornum skammti. „Við erum með stóran hóp foreldra sem er hreinlega að brenna út vegna skorts á þjónustu og umhverfi,” segir hún. Því hafi Einstök börn og fleiri stuðningsfélög kallað eftir því að þessi hópur fái bólusetningu við kórónuveirunni hið fyrsta. Það dragi úr álagi og veiti fólki ákveðna hugarró. „Það að við myndum bólusetja þessa foreldra sem eiga börn og eiga í hættu á að bera sjúkdómana til þeirra myndi kannski róa aðeins aðstæður og gefa fólki smá svigrúm. Vegna þess að mikið af þessum fjölskyldum eru í verndarsóttkvíum og hafa verið það ítrekað síðustu tólf mánuðina, sem er líka þungbært.” Engin svör hafi hins vegar fengist. „Við sýnum því fullan skilning að það er ekki hægt að bólusetja börn því það er enn verið að rannsaka hvaða áhrif það hefur á þau. En þá köllum við eftir því að það sé bólusetning á þessa foreldra,” segir Guðrún. Hún segir álagið á félagið sjálft einnig hafa aukist gríðarlega, og nefnir í því samhengi að símtalafjöldinn hafi fjórfaldast á síðustu mánuðum. „Við höfum ekki verið á fjárlögum ríkisins þannig að við höfum verið að kalla eftir því að samfélagið hjálpi okkur. Því við getum ekki annað þessum þunga endalaust án þess að fá aðstoð frá samfélaginu.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira