Hefur skilað tillögum um breyttar aðgerðir en telur þær ekki verða jafn áhrifaríkar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. apríl 2021 11:18 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Almannavarnir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum um breyttar aðgerðir á landamærunum eftir að Landsréttur vísaði niðurstöðu héraðsdóms um ólögmæti sóttvarnahúsaskyldu frá í gær. Mikilvægt sé að auka eftirlit með fólki sem fari í heimasóttkví við komuna til landsins. Þetta kom fram á upplýsingafundi um Covid-19 faraldurinn rétt í þessu. Þórólfur útlistaði ekki hvað felst í tillögunum en sagði þær ekki mundu verða eins áhrifaríkar og að skylda fólk frá hááættusvæðum í sóttvarnarhús. Þó vonaðist hann til þess að þær myndu skila tilætluðum árangri. Hann sagði tillögurnar ekki útiloka að stjórnvöld leituðu áfram leiða til breytinga á sóttvarnarlögum. Þegar hann svaraði spurningum blaðamanna viðurkenndi Þórólfur að það væru vonbrigði að lagastoð fyrir umræddri reglugerð hefði ekki verið fyrir hendi. Hann sagði sóttvarnaaðgerðir þó alls ekki í uppnámi en ef fleiri brestir yrðu á þá gæti farið svo. Fram kom á fundinum að frá því að reglur voru hertar 25. mars síðastliðinn hafa 79 greinst innanlands, 57 í sóttkví og 22 utan sóttkvíar. Í öllum tilvikum reyndist um breska afbrigðið að ræða. Segir mikilvægt að auka eftirlit Þórólfur hefur sjaldan tjáð sig um innihald minnisblaða sinna með beinum hætti áður en heilbrigðisráðherra hefur tekið þau til skoðunar. Hann var spurður að því á fundinum hvaða möguleikar væru fyrir hendi varðandi aðgerðir á landamærum sem stendur. „Það er bara mjög margt hægt að gera,“ sagði Þórólfur. „Það er til dæmis hægt að skerpa á reglum um sóttkví í heimahúsi og skýra það betur hvaða skilyrði húsnæðið þarf að uppfylla og hvaða skyldur fólk í sóttkví þarf að uppfylla. Og hugsanlega setja þá í sóttvarnahús sem ekki geta uppfyllt þetta.“ Þá væri hægt að auka eftirlit með fólki sem er í heimasóttkví á einhvern máta. „Það er hægt að skerpa á eftirliti á landamærunum og fylgja betur eftir í hvernig húsnæði fólk er að fara.“ Þórólfur sagði ekki ljóst hvernig eftirlit yrði aukið með fólki í sóttkví. Til þess þyrfti aukinn mannafla og allt að vera innan þeirra marka sem lög og reglugerðir leyfi. En mikilvægt væri að eftirlit yrði aukið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Þetta kom fram á upplýsingafundi um Covid-19 faraldurinn rétt í þessu. Þórólfur útlistaði ekki hvað felst í tillögunum en sagði þær ekki mundu verða eins áhrifaríkar og að skylda fólk frá hááættusvæðum í sóttvarnarhús. Þó vonaðist hann til þess að þær myndu skila tilætluðum árangri. Hann sagði tillögurnar ekki útiloka að stjórnvöld leituðu áfram leiða til breytinga á sóttvarnarlögum. Þegar hann svaraði spurningum blaðamanna viðurkenndi Þórólfur að það væru vonbrigði að lagastoð fyrir umræddri reglugerð hefði ekki verið fyrir hendi. Hann sagði sóttvarnaaðgerðir þó alls ekki í uppnámi en ef fleiri brestir yrðu á þá gæti farið svo. Fram kom á fundinum að frá því að reglur voru hertar 25. mars síðastliðinn hafa 79 greinst innanlands, 57 í sóttkví og 22 utan sóttkvíar. Í öllum tilvikum reyndist um breska afbrigðið að ræða. Segir mikilvægt að auka eftirlit Þórólfur hefur sjaldan tjáð sig um innihald minnisblaða sinna með beinum hætti áður en heilbrigðisráðherra hefur tekið þau til skoðunar. Hann var spurður að því á fundinum hvaða möguleikar væru fyrir hendi varðandi aðgerðir á landamærum sem stendur. „Það er bara mjög margt hægt að gera,“ sagði Þórólfur. „Það er til dæmis hægt að skerpa á reglum um sóttkví í heimahúsi og skýra það betur hvaða skilyrði húsnæðið þarf að uppfylla og hvaða skyldur fólk í sóttkví þarf að uppfylla. Og hugsanlega setja þá í sóttvarnahús sem ekki geta uppfyllt þetta.“ Þá væri hægt að auka eftirlit með fólki sem er í heimasóttkví á einhvern máta. „Það er hægt að skerpa á eftirliti á landamærunum og fylgja betur eftir í hvernig húsnæði fólk er að fara.“ Þórólfur sagði ekki ljóst hvernig eftirlit yrði aukið með fólki í sóttkví. Til þess þyrfti aukinn mannafla og allt að vera innan þeirra marka sem lög og reglugerðir leyfi. En mikilvægt væri að eftirlit yrði aukið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira