Innlent

Innan við tíu prósent far­þega á­kváðu að fara á sótt­kvíar­hótelið

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Frá Keflavíkurflugvelli í dag.
Frá Keflavíkurflugvelli í dag. vísir/egill

Aðeins fjórtán af 170 farþegum sem komu með flugi til landsins í dag ákváðu að fara á sóttkvíarhótelið í Þórunnartúni. Sumir farþeganna vissu ekki hvar þeir ætluðu að vera í sóttkví á meðan aðrir voru bólusettir og hér í þeim tilgangi að sjá eldgosið.

Tvær farþegaflugvélar hafa lent á Keflavíkurflugvelli það sem af er degi, frá Amsterdam í Hollandi og Kaupmannahöfn í Danmörku.

„Gærdagurinn og dagurinn í dag hafa gengið upp og ofan. Þetta er mjög snúin staða að vinna úr eftir niðurstöðu héraðsdóms,“ segir Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli en héraðsdómur úrskurðaði í gær að óheimilt væri að skikka fólk til dvalar á sóttkvíarhótelinu. Landsréttur vísaði kæru sóttvarnalæknis á úrskurðinum frá í dag og hann stendur því.

Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli.vísir/Egill

„Staðan er líka þannig í dag að upprunalönd og þjóðerni skipta ekki máli og þessi listi landlæknis um dökkrauð lönd er ekki sýnilegur og verður ekki uppfærður á meðan staðan er svona óviss,“ segir Sigurgeir.

Nú geti fólk sem uppfylli kröfur um sóttkví farið heim til sín, í sumarbústað, í láns íbúð eða á hótelherbergi. Aðeins fjórtán af 170 farþegum sem hafa komið til landsins það sem af er degi ákváðu að fara á sóttkvíarhótelið.

Þeir farþegar sem fréttastofa ræddi við á Keflavíkurflugvelli í dag voru sumir hverjir óvissir um hvaða reglur gilda í dag og vissu þar af leiðandi ekki hvert þeir ætluðu í sóttkví. 

Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtöl við ferðamenn sem sumir voru mættir til landsins í þeim eina tilgangi að sjá eldgodið á meðan aðrir voru hingað komnir vegna vinnu. 

„Það er áskorun að vinna núna í gær og dag þegar óvissan er svona mikil,“ segir Sigurgeir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.