Fótbolti

Úti­lokar ekki að Norð­menn snið­gangi HM í Katar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Norðmenn mótmæltu kröftuglega fyrir landsleikina í síðasta mánuði.
Norðmenn mótmæltu kröftuglega fyrir landsleikina í síðasta mánuði. Burak Akbulut/Getty

Ståle Solbakken, þjálfari norska landsliðsins í fótbolta, útilokar ekki að Norðmenn sniðgangi HM í Katar 2022 en segir að það sé síðasta verkfærið sem verði tekið upp úr kassanum, verði það notað.

Ståle var í viðtali í þættinum Lippert á TV 2 þar sem hann ræddi um mótið sem fer framundan á næsta ári en Norðmenn hafa nú þegar þó ekki tryggt sér sæti á mótinu. Undankeppnin er í gangi.

„Ég held að allir séu sammála því, bæði í norska og danska knattspyrnusambandinu að sniðganga mótið er síðasta lækningin sem við getum notað því ég held að það muni ekki koma neinum til góða,“ sagði Ståle.

Sniðgangi eitthvað lið mótið gæti það átt yfir höfði sér lengra bann frá mótum FIFA og við það átti Ståle. Hann segir að hann vonast til þess að umræðan og gagnrýnin á verkferlanna í Katar fái menn til þess að hugsa.

„Kannski er þetta barnalegt en við erum með boltann núna sem við reynum að nota til að breyta þessu. Það er ekki að ástæðulausu að það eru fleiri lönd sem eru byrjuð að mótmæla gagnvart Katar núna.“

„Það er út af það styttist í mótið og því það er mikilvægt að breyta þessu. Ef við stöndum saman eru það miklir möguleikar að snjóboltinn haldi áfram að rúlla og verði stór og kraftmikill. Við erum öll með ábyrgðina að það gerist,“ sagði Ståle.

HM í Katar fer fram 21. nóvember til 18. desember á næsta ári.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.