Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Landsréttur vísaði síðdegis frá kæru sóttvarnarlæknis vegna skyldudvalar farþega á sóttkvíahótelum. Skyldudvölin er því áfram ólögmæt. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30.

Þá segjum við frá því að innan við tíu prósent farþega sem komu til landsins með flugi í dag ákvað að fara á sóttkvíarhótelið. Sumir þeirra eru mættir til að skoða eldgosið.

Við segjum jafnframt frá því að hópsmit kom upp í vinnuhóp á Suðurlandi í gær og talið er að það megi rekja til einstaklings með mótefni sem smitaðist aftur af veirunni. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar telur að allir sem komi hingað til lands eigi að fara í sóttkví.

Við verðum í beinni frá Fagradalsfjalli þar sem þriðja sprungan hefur opnast. Segjum frá hnífstungu í miðbænum í gærkvöldi og fjöllum um bólusetningar með bóluefni AstraZeneca.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×