Fótbolti

Leik­menn Ís­lendinga­liðs krefjast þess að stjórinn verði rekinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Henrik Pedersen er hann stýrði Eintracht Braunschweig.
Henrik Pedersen er hann stýrði Eintracht Braunschweig. TF-Images/Getty Images

Samkvæmt heimildum TV 2 í Noregi krefjast nokkrir leikmenn Strømsgodset að danska þjálfaranum Henrik Pedersen verði tafarlaust sagt upp störfum.

Það hefur verið mikill stormur í kringum Strømsgodset að undanförnu eftir að sögusagnir um refsiverða framkomu hans bárust um helgina.

Pedersen er sagður hafa verið með rasísk ummæli um leikmenn og starfsfólk félagsins sem og hann er sagður hafa látið fleiri niðrandi ummæli falla.

TV 2 greindi frá því að leikmennirnir hittust í fyrrakvöld þar sem þeir skrifuðu bréf til stjórnarinnar að þeir óskuðu eftir því að stjórinn yrði látinn fara.

Mikkel Maigaard, sem lék með ÍBV hér á landi við góðan orðstír, er fyrirliði Strømsgodset en hann er sagður hafa skrifað til stjórnarinnar að ekkert saknæmt hafi átt sér stað.

„Það verður vonlaust að snúa aftur. Það er ekki eining innan leikmannannahópsins og það hjálpar ekki þegar stjórinn kemur og talar um að hann hafi stuðnings allra,“ sagði þó annar nafnlaus leikmaður liðsins í samtali við TV 2.

Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimundarson eru á mála hjá Strømsgodset en Henrik hefur verið þjálfari liðsins síðan sumarið 2019.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.