Fótbolti

Ísland fellur um sex sæti á heimslistanum og ekki verið neðar í átta ár

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslendingar halda áfram að falla niður styrkleikalista FIFA.
Íslendingar halda áfram að falla niður styrkleikalista FIFA. epa/Friedemann Vogel

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fellur niður um sex sæti á nýjum styrkleikalista FIFA. Ísland er nú í 52. sæti listans.

Í síðustu landsleikjahrinu tapaði Ísland fyrir Þýskalandi og Armeníu en vann Liechtenstein í undankeppni HM 2022. Fyrir leikinn gegn Liechtensteinum höfðu Íslendingar tapað sjö leikjum í röð.

Ísland hefur ekki verið neðar á styrkleikalistanum síðan 2013, eða í átta ár.

Staða sex efstu liða á listanum er óbreytt. Belgía er enn á toppi hans, heimsmeistarar Frakklands í 2. sæti og Brasilía í því þriðja.

Eftir þrjá sigra í síðustu landsleikjahrinu fer Danmörk upp um tvö sæti og í 10. sæti listans. Svíþjóð fer einnig upp um tvö sæti og er í 18. sæti. Noregur er í 42. sæti og Finnland tíu sætum neðar.

Listann má sjá með því að smella hér.

Efstu tíu liðin á styrkleikalistanum

  1. Belgía
  2. Frakkland
  3. Brasilía
  4. England
  5. Portúgal
  6. Spánn
  7. Ítalía (+3)
  8. Argentína (-1)
  9. Úrúgvæ (-1)
  10. Danmörk (+2)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×