Innlent

Hafa áður komið við sögu lögreglu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu.
Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Arnar

Þeir sem lögregla hefur rætt við í tengslum við rannsókn á andláti manns í Kópavogi um helgina hafa áður komið við sögu hjá lögreglu, að sögn yfirlögregluþjóns. Einn er í gæsluvarðhaldi vegna málsins en fleiri hafa ekki verið handteknir.

Grunur leikur á að bíl hafi verið ekið á manninn sem lést, íslenskan karlmann fæddan árið 1990. Tilkynnt var um málið að morgni föstudagsins langa en þá hafði kærasta mannsins komið að honum í sárum sínum á bílaplani fyrir utan heimili þeirra.

Þrír Rúmenar voru handteknir á laugardag en tveimur sleppt. Sá þriðji var úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag. Samkvæmt upplýsingum frá verjanda hans í morgun hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort úrskurðinum verði áfrýjað til Landsréttar.

Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu segir að málið hafi alltaf verið rannsakað með tilliti til þess að einhver hafi átt hlut að andláti mannsins. Lögregla telji að svo sé. 

Verið sé að skoða hvort, og þá hvernig, maðurinn sem nú er í gæsluvarðhaldi hafi átt þátt í andlátinu. Margeir vill ekki staðfesta hvort maðurinn sé grunaður um að hafa ekið bílnum sem grunur er á að hafi verið notaður.

Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins um helgina að lögregla rannsaki nú hvort einhver hafi orðið vitni að atvikinu. „Já, við höfum verið að ræða við fólk,“ segir Margeir, inntur eftir því hvort rætt hafi verið við vitni. Einnig sé verið að skoða hvort til séu upptökur af atvikinu úr örygismyndavélum.

Inntur eftir því hvort sá sem er í gæsluvarðhaldi eigi að baki sakaferil kveðst Margeir ekki ætla að tíunda neitt um það. „Þeir sem við höfum rætt við hafa komið við sögu hjá lögreglu,“ segir hann. Þá séu þeir sem handteknir hafa verið á aldur við hinn látna, um þrítugt.


Tengdar fréttir

Sam­skipta­gögn úr síma hins látna leiddu til hand­töku mannanna

Símasamskipti sem lögregla fann í síma mannsins sem lést í Kórahverfi í Kópavogi um helgina leiddu til þess að þrír Rúmenar voru handteknir vegna málsins. Tveimur þeirra hefur nú verið sleppt en sá þriðji sætir gæsluvarðhaldi. Meðal þess sem lögregla rannsakar nú er hvort einhver vitni hafi orðið að atvikinu.

Sak­borningur segist niður­brotinn og að um sé að ræða slys

Maðurinn sem sætir gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsóknina á andláti manns sem lést í Kópavogi um helgina segir að um slys hafi verið að ræða. Að sögn verjanda mannsins er hann niðurbrotinn vegna málsins að því er Rúv greinir frá.

Einn úrskurðaður í gæsluvarðhald

Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald í tengslum við alvarlega líkamsárás við Vindakór í Kópavogi á föstudag, sem leiddi til andláts íslensks karlmanns um þrítugt.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.