Innlent

Sam­skipta­gögn úr síma hins látna leiddu til hand­töku mannanna

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
MARGEIR

Símasamskipti sem lögregla fann í síma mannsins sem lést í Kórahverfi í Kópavogi um helgina leiddu til þess að þrír Rúmenar voru handteknir vegna málsins. Tveimur þeirra hefur nú verið sleppt en sá þriðji sætir gæsluvarðhaldi. Meðal þess sem lögregla rannsakar nú er hvort einhver vitni hafi orðið að atvikinu.

Rúv greinir frá þessu þar sem haft er eftir Margeiri Sveinssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni að samskipti í síma hins látna hafi verið skoðuð sem leiddi til þess að mennirnir voru handteknir. Hann vill þó ekki gefa upp í samtali við Rúv hvort andlátið sé rannsakað sem manndráp en til rannsóknar sé hvernig maðurinn hlaut þá áverka sem hann var með.

Margeir vill í samtali við Rúv ekki heldur fara nánar út í símasamskiptin en segir ljóst að mennirnr hafi eitthvað þekkst.

Hinn látni, íslenskur karlmaður fæddur árið 1990, lést af sárum sínum í gær en grunur leikur á að bíl hafi verið ekið á hann.

Lögreglu barst tilkynnig um málið rétt fyrir klukkan níu að morgni föstudagsins langa. Þá hafði kærasta mannsins komið að honum í sárum sínum á bílaplani fyrir utan heimili þeirra við Vindakór í Kópavogi. Málsatvik voru í fyrstu nokkuð óljós en þrír rúmenskir karlmenn voru handteknir í tengslum við máliðí gær, og tveimur sleppt í framhaldinu.

Maðurinn hlaut talsverða höfuðáverka en rannsókn lögreglu miðar meðal annars að því hvernig hann hlaut áverkana. Grunur leikur á að bíl hafi verið ekið á manninn, eða að hann hafi dregist eftir bifreiðinni. Fyrir dómi í morgun sagði hinn grunaði að um hafi verið að ræða slys. Hann var úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.