Innlent

Til­komu­miklar myndir af nýju sprungunum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Það er tilkomumikil sjón að horfa ofan í nýju sprungurnar.
Það er tilkomumikil sjón að horfa ofan í nýju sprungurnar. Vísir/Vilhelm

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, er við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga, þar sem hraun flæðir nú ofan í Meradali úr sprungum sem opnuðust í dag.

Um er að ræða mikið sjónarspil, eins og meðfylgjandi myndir bera með sér.

Fyrstu tilkynningar um nýju sprungurnar bárust í hádeginu í dag.Vísir/Vilhelm
Mikill hraði er á nýja hrauninu sem rennur niður hlíðar.Vísir/Vilhelm
Nýju sprungurnar eru rétt ofan við gígana sem gosið hafa síðustu vikur.Vísir/Vilhelm
Sprungurnar eru samtals um 100 til 200 metra langar, samkvæmt Veðurstofunni.Vísir/Vilhelm
Fjölmiðlar og viðbragðsaðilar hafa fylgst með gosinu í dag. Vísir var í beinni útsendingu frá gosstöðvum fyrir skemmstu.Vísir/Vilhelm
Nokkur kraftur er í nýju sprungunum.Vísir/Vilhelm
Haldi gos áfram í nýju sprungunum gæti hraun úr þeim runnið niður í Geldingadali.Vísir/Vilhelm
Sérfræðingar segja svæðið orðið mun hættulegra en það var. Hraunið geti breytt um stefnu og fólk orðið innlyksa.Vísir/Vilhelm
„Gömlu, góðu“ gígarnir í Geldingadölum minna enn á sig.Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir

Sjáðu nýju sprunguna úr lofti

Ný sprunga hefur nú opnast um hálfan kílómetra norðaustur af gosstöðvunum í Geldingadölum. Sprungan er um tvö hundruð metra löng og rennur hraunið niður í Merardali.

Rýming gengið vel þó fólk hafi „að­eins maldað í móinn“

Rýming viðbragðsaðila í og við Geldingadali hefur gengið vel, að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns á Suðurnesjum. Nokkur hundruð manns hafi verið á svæðinu þega ný sprunga opnaðist skammt frá upphaflegu gossvæði í hádeginu.

Horfðu á sprunguna opnast og glæringarnar koma upp

Þetta var vissulega óvænt en skemmtilegt, segir Kristján Kristjánsson, sem horfði á nýju sprunguna í Geldingadölum opnast í hádeginu í dag. Hann var nýkominn á gosstöðvarnar með tíu ára gömlu barnabarni sínu þegar sprungan opnaðist.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.