Innlent

Horfðu á sprunguna opnast og glæringarnar koma upp

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Kristján var steinsnar frá sprungunni þegar hún opnaðist. 
Kristján var steinsnar frá sprungunni þegar hún opnaðist. 

Þetta var vissulega óvænt en skemmtilegt, segir Kristján Kristjánsson, sem horfði á nýju sprunguna í Geldingadölum opnast í hádeginu í dag. Hann var nýkominn á gosstöðvarnar með tíu ára gömlu barnabarni sínu þegar sprungan opnaðist.

„Nei, nei. Mér brá ekki neitt,“ segir Kristján aðspurður. „Það kom svona smá dynkur þarna á undan en ekkert alvarlegt,“ segir hann spurður út í aðdragandann.

Hann segir að þetta hafi verið fyrsta ferð þeirra beggja að gosstöðvunum, en þeir voru á leiðinni niður af fjallinu þegar fréttastofa náði tali af þeim.

„Það kom svona dynkur og svo sáum við glæringarnar koma upp. Og svo byrjaði þetta bara allt saman,“ segir Kristján. „Við byrjuðum á að reyna að taka mynd af þessu en forðuðum okkur svo. Hann hafði líka bara gaman að þessu. Þetta var upplifun en auðvitað meiri upplifun fyrir þá yngri.“

Kristján segist ekki hafa orðið var við aðra svo nálægt sprungunni, þeir hafi aðeins verið tveir þarna. Björgunarsveitarfólk hafi svo komið á móti þeim og svæðið rýmt.

Kristján náði þessu stutta myndbroti af sprungunni, andartaki eftir að hún opnaðist. 


Tengdar fréttir

Sama kvikan en að koma upp á nýjum stað

„Það er greinilega kominn leki af rásinni sem hefur fóðrað gamla staðinn og kvikan er að koma upp á nýjum stað. Þetta er sama kvikuæðin,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um nýju sprunguna sem myndaðist í Geldingadölum í hádeginu. Útlit er fyrir að dregið hafi úr fyrra gosinu.

Klárt mál að fólk gæti verið í hættu

Sigurður Bergmann, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum og vettvangsstjóri, segir alla krafta viðbragðsaðila nú fara í að koma fólki af gossvæðinu eftir að ný sprunga opnaðist. Öryggisins vegna þurfi að loka svæðinu þar sem fólk gæti verið í hættu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.