Innlent

Sama kvikan en að koma upp á nýjum stað

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur.
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur.

„Það er greinilega kominn leki af rásinni sem hefur fóðrað gamla staðinn og kvikan er að koma upp á nýjum stað. Þetta er sama kvikuæðin,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um nýju sprunguna sem myndaðist í Geldingadölum í hádeginu. Útlit er fyrir að dregið hafi úr fyrra gosinu.

Sprungan er talin vera um fimm hundruð metra löng en áfram er verið að reyna að ná utan um stöðuna.

„Þetta er greinilega byrjun á nýjum kafla í þessari kaflaskiptu framhaldssögu sem hefur verið í gangi núna síðustu fimmtán mánuðina,“ segir hann og vísar þar til hinna miklu jarðhræringa sem hafa verið á Reykjanesskaganum. „Þetta var vissulega einn af þeim möguleikum sem var reiknað með að gæti gerst. Kannski ekki sá líklegasti en með í spilinu,“ bætir Páll við.

„Þetta litla gos sem er búið að vera í gangi er frekar máttlítið gos. Allur aðdragandinn að því var í engu samræmi við þetta litla gos. Þannig að það var greinilega eitthvað miklu, miklu meira í spilunum og þetta er bara einn kaflinn í viðbót í þessum söguþræði.“

Þannig að kaflarnir gætu orðið fleiri?

„Það er næstum því öruggt. Þeir verða fleiri og sennilega lengi í gangi. Þetta er þegar búið að standa í rúmlega fimmtán mánuði og ekkert sem bendir til þess að þetta sé neitt að hætta.“


Tengdar fréttir

Klárt mál að fólk gæti verið í hættu

Sigurður Bergmann, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum og vettvangsstjóri, segir alla krafta viðbragðsaðila nú fara í að koma fólki af gossvæðinu eftir að ný sprunga opnaðist. Öryggisins vegna þurfi að loka svæðinu þar sem fólk gæti verið í hættu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.