Von á niðurstöðu í málinu í dag: Mótfallinn lokuðu þinghaldi enda mál sem á „erindi til þjóðarinnar“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. apríl 2021 12:36 Jón Magnússon, lögmaður. VÍSIR Jón Magnússon, lögmaður var mjög mótfallinn lokuðu þinghaldi í máli um sóttkvíarhótel. Hann telur málefnið eiga erindi til þjóðarinnar og segir það mikilvægt innlegg í lýðræðislega umræðu. Málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli þeirra sem látið hafa reyna á lögmæti þess að vera skikkaðir til að sæta sóttkví á sóttvarnarhóteli lauk í gær. Þinghald var lokað í málinu vegna persóuupplýsinga þegar þrjár kröfur gesta hótelsins voru teknar fyrir. Jón Magnússon, lögmaður tveggja gesta var mótfallinn lokuðu þinghaldi. „Ég taldi að þarna væri um málefni að ræða sem ætti erindi til þjóðarinnar. Fólk ætti að fá að fylgjast með og geta áttað sig á þeim röksemdum sem væru færð fram bæði af hálfu sóttvarnalæknis og þeirra aðila sem kæra þessa niðurstöðu. Mér finnst þetta mjög mikilvægt innlegg í lýðræðislega umræðu í þjóðfélaginu í jafn mikilvægu máli og ég var algjörlega mótfallinn að loka þinghaldinu,“ sagði Jón Magnússon, lögmaður. Jón segir ámælisvert hversu langan tíma málið hefur tekið. Var eitthvað sem kom þér á óvart? „Nei ekki annað en það fyrst og fremst hvað embætti sóttvarnalæknis virtist vera algjörlega óviðbúið að slíkt mál kæmi upp. Það kom mér verulega á óvart. Það tekur embættið tæpa tvo sólarhringa að ganga frá málum í því horfi sem hefði átt að gera strax frá því að fólkið lýsti því yfir að það sætti sig ekki við þessa niðurstöðu,“ sagði Jón. „En það er ekki fyrr en lögmenn aðila fara að gera skurk í málinu sem einhver hreyfing verður á. Fólk er bjargarlaust og fær engar upplýsingar varðandi kærumöguleika eða annað og þetta er mjög ámælisvert.“ Hann segir líðan umbjóðenda sinna eftir atvikum. „Fólki í sjálfu sér líður ekkert illa það er hins vegar frelsissvipt og hefur ekki möguleika til þess að gera hluti. Það getur ekki notið útivistar, það fær ekki ferskt loft. Það eru ekki opnaðir gluggar á herbergjunum.“ Þá segir hann sérstaklega ámælisvert að fólk fái ekki fara út undir bert loft. „Þarna eru um að ræða þær aðstæður að fólk fær ekki að fara út undir bert loft sem er brot á þeim reglum sem gilda varaðandi fólk sem er í nauðungarvistun. Það á rétt á því samkvæmt mannréttindalögum,“ sagði Jón. Lárentsínus Kristjánsson, dómari í málinu sagðist í samtali við fréttastofu vonast til að kveða upp úrskurð í málinu seinna í dag. Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir mæðgurnar beittar ólögmætri nauðungarvistun Lögmaður konu sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni segir að um ólögmæta nauðungarvistun sé að ræða og hún geri kröfu um að fá að vera í sóttkví á heimili sínu. 3. apríl 2021 23:06 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Sjá meira
Málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli þeirra sem látið hafa reyna á lögmæti þess að vera skikkaðir til að sæta sóttkví á sóttvarnarhóteli lauk í gær. Þinghald var lokað í málinu vegna persóuupplýsinga þegar þrjár kröfur gesta hótelsins voru teknar fyrir. Jón Magnússon, lögmaður tveggja gesta var mótfallinn lokuðu þinghaldi. „Ég taldi að þarna væri um málefni að ræða sem ætti erindi til þjóðarinnar. Fólk ætti að fá að fylgjast með og geta áttað sig á þeim röksemdum sem væru færð fram bæði af hálfu sóttvarnalæknis og þeirra aðila sem kæra þessa niðurstöðu. Mér finnst þetta mjög mikilvægt innlegg í lýðræðislega umræðu í þjóðfélaginu í jafn mikilvægu máli og ég var algjörlega mótfallinn að loka þinghaldinu,“ sagði Jón Magnússon, lögmaður. Jón segir ámælisvert hversu langan tíma málið hefur tekið. Var eitthvað sem kom þér á óvart? „Nei ekki annað en það fyrst og fremst hvað embætti sóttvarnalæknis virtist vera algjörlega óviðbúið að slíkt mál kæmi upp. Það kom mér verulega á óvart. Það tekur embættið tæpa tvo sólarhringa að ganga frá málum í því horfi sem hefði átt að gera strax frá því að fólkið lýsti því yfir að það sætti sig ekki við þessa niðurstöðu,“ sagði Jón. „En það er ekki fyrr en lögmenn aðila fara að gera skurk í málinu sem einhver hreyfing verður á. Fólk er bjargarlaust og fær engar upplýsingar varðandi kærumöguleika eða annað og þetta er mjög ámælisvert.“ Hann segir líðan umbjóðenda sinna eftir atvikum. „Fólki í sjálfu sér líður ekkert illa það er hins vegar frelsissvipt og hefur ekki möguleika til þess að gera hluti. Það getur ekki notið útivistar, það fær ekki ferskt loft. Það eru ekki opnaðir gluggar á herbergjunum.“ Þá segir hann sérstaklega ámælisvert að fólk fái ekki fara út undir bert loft. „Þarna eru um að ræða þær aðstæður að fólk fær ekki að fara út undir bert loft sem er brot á þeim reglum sem gilda varaðandi fólk sem er í nauðungarvistun. Það á rétt á því samkvæmt mannréttindalögum,“ sagði Jón. Lárentsínus Kristjánsson, dómari í málinu sagðist í samtali við fréttastofu vonast til að kveða upp úrskurð í málinu seinna í dag.
Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir mæðgurnar beittar ólögmætri nauðungarvistun Lögmaður konu sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni segir að um ólögmæta nauðungarvistun sé að ræða og hún geri kröfu um að fá að vera í sóttkví á heimili sínu. 3. apríl 2021 23:06 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Sjá meira
Segir mæðgurnar beittar ólögmætri nauðungarvistun Lögmaður konu sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni segir að um ólögmæta nauðungarvistun sé að ræða og hún geri kröfu um að fá að vera í sóttkví á heimili sínu. 3. apríl 2021 23:06