Innlent

Tveir af fjórum sem greindust voru utan sóttkvíar

Sylvía Hall skrifar
Sýnataka vegna Covid 19 hjá Heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu
Sýnataka vegna Covid 19 hjá Heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu

Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra voru í sóttkví við greiningu, en tveir utan sóttkvíar og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar í tengslum við þau smit. Þá greindist einn á landamærunum. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 

Annar þeirra sem greindist utan sóttkvíar var eintaklingur á leið erlendis. Sá fór í PCR-próf sem reyndist jákvætt.

Rakningarteymi almannavarna vinnur nú að því að rekja ferðir þeirra sem greindust utan sóttkvíar. Samkvæmt tilkynningu almannavarna er ekki búist við því að margir bætist við í fjölda þeirra sem eru í sóttkví í ljósi þess að samkomubann miðast við tíu manns.

Fréttin hefur verið uppfærð. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.