Fótbolti

Víta­spyrnu­dómar og rauð spjöld kostuðu hann fimm­tán mánaða fangelsi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Alex Gottschalk/Getty

Serbneski dómarinn Srbjan Odradovic hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi og í tíu ár bann frá fótbolta eftir leik Spartak Subotica og Radnicki Nis árið 2018

Fyrir þremur árum síðan vann Spartak Subotica 2-0 sigur á Radnicki Nis. Sigurinn tryggði Spartak þriðja sætið í serbíu sem gaf félaginu sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Í leiknum sjálfum fékk Radnicki tvö rauð spjöld og tvær vítaspyrnur dæmdar á sig og það er nánast allt sem bendir til þess að dómari leiksins hafi haft óhreint mjöl í pokahorninu.

Erlendir fjölmiðlar á borð við Goal og AS skrifa nú að dómarinn hafi verið dæmdur í fangelsi fyrir spillingu en eitt af atvikunum úr leiknum má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×