Fyrrum þjálfari Dana: Hjulmand á að fá heiðurinn Anton Ingi Leifsson skrifar 2. apríl 2021 15:00 Hjulmand fagnar eftir 4-0 sigurinn á Austurríki. Christian Hofer/Getty Images Åge Hareide, fyrrum þjálfari danska landsliðsins í fótbolta, segir að Kasper Hjulmand, núverandi þjálfari liðsins, eigi að fá allan heiðurinn á gengi liðsins um þessar mundir. Hinn norski Hareide þjálfaði danska liðið frá 2016 til 2020 og átti að stýra liðinu á EM 2020 en eftir því var frestað um eitt ár, þá var ákveðið að hann myndi hætta og Kasper Hjulmand tók við liðinu. Danska liðið fór á kostum í marsglugganum. Liðið vann alla þrjá leiki sína með markatölunni 14-0 og það gleður hinn norska, sem nú stýrir Rosenborg. „Þetta er dálítið gaman fyrir mig því þetta er nánast sömu leikmenn og ég notaði. Þetta gerir það enn áhugaverðara fyrir mig að fylgjast með,“ sagði Hareide í samtali við VG og hélt áfram. „Hjulmand hefur bætt liðið og fengið leikmenn eins og Andreas Skov Olsen inn. Þeir eru beittari fram á við og hvernig þeir pressa virkar mjög vel. Það er afleiðing af því að þeir hafa spilað marga leiki saman.“ „Þegar ég byrjaði þá var aðeins skipt út frá Moten Olsen. Ég hélt svipuðum kjarna í fjögur ár og ég held að það hafi verið mjög mikilvægt fyrir landsliðið.“ Hareide segir að hann taki engan heiður af gengi liðsins, þrátt fyrir að byggt upp þetta lið sem Hjulmand hefur svo gengið á lagið með. „Hjulmand verður að fá mikið hrós fyrir það sem hann hefur gert með liðið. Ég setti saman lið og Hjulmand hefur svo haldið áfram að byggja á því. Það er hann sem á að fá heiðurinn,“ sagði Hareide sem sagði að danska liðið ætti að stefna hátt á EM í sumar. „Ég sagði að við vildum ná í undanúrslit. Við sáum að þetta gæti orðið gott mót. Þeir ættu að stefna á það og svo getur allt gerst.“ Under Morten Olsen var det til sidst ikke sjovt at se landsholdet, og vi vandt ikke.Under Åge Hareide var det ikke sjovt at se landsholdet, men vi vandt.Under Kasper Hjulmand er det sjovt at se landsholdet, og vi vinder.— Jonas Schwartz (@JonasSchwartz75) March 31, 2021 Danski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sjá meira
Hinn norski Hareide þjálfaði danska liðið frá 2016 til 2020 og átti að stýra liðinu á EM 2020 en eftir því var frestað um eitt ár, þá var ákveðið að hann myndi hætta og Kasper Hjulmand tók við liðinu. Danska liðið fór á kostum í marsglugganum. Liðið vann alla þrjá leiki sína með markatölunni 14-0 og það gleður hinn norska, sem nú stýrir Rosenborg. „Þetta er dálítið gaman fyrir mig því þetta er nánast sömu leikmenn og ég notaði. Þetta gerir það enn áhugaverðara fyrir mig að fylgjast með,“ sagði Hareide í samtali við VG og hélt áfram. „Hjulmand hefur bætt liðið og fengið leikmenn eins og Andreas Skov Olsen inn. Þeir eru beittari fram á við og hvernig þeir pressa virkar mjög vel. Það er afleiðing af því að þeir hafa spilað marga leiki saman.“ „Þegar ég byrjaði þá var aðeins skipt út frá Moten Olsen. Ég hélt svipuðum kjarna í fjögur ár og ég held að það hafi verið mjög mikilvægt fyrir landsliðið.“ Hareide segir að hann taki engan heiður af gengi liðsins, þrátt fyrir að byggt upp þetta lið sem Hjulmand hefur svo gengið á lagið með. „Hjulmand verður að fá mikið hrós fyrir það sem hann hefur gert með liðið. Ég setti saman lið og Hjulmand hefur svo haldið áfram að byggja á því. Það er hann sem á að fá heiðurinn,“ sagði Hareide sem sagði að danska liðið ætti að stefna hátt á EM í sumar. „Ég sagði að við vildum ná í undanúrslit. Við sáum að þetta gæti orðið gott mót. Þeir ættu að stefna á það og svo getur allt gerst.“ Under Morten Olsen var det til sidst ikke sjovt at se landsholdet, og vi vandt ikke.Under Åge Hareide var det ikke sjovt at se landsholdet, men vi vandt.Under Kasper Hjulmand er det sjovt at se landsholdet, og vi vinder.— Jonas Schwartz (@JonasSchwartz75) March 31, 2021
Danski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sjá meira