Fótbolti

Festist í lyftu og missti af liðsrútunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Luis Enrique léttur fyrir leikinn í gær, þrátt fyrir að hafa mætt vel seint.
Luis Enrique léttur fyrir leikinn í gær, þrátt fyrir að hafa mætt vel seint. Mateo Villalba/Getty

Þegar liðsrúta Spánverja kom á völlinn í Sevilla í gær fyrir leikinn gegn Kósóvó í undankeppni HM í Katar 2022 var enginn Luis Enrique með í rútunni.

Spænski landsliðsþjálfarinn festist nefnilega í lyftunni á hóteli liðsins og komst ekki í rútuna áður en hún fór í stað í átt að Estadio de La Cartuja.

Enrique, ásamt sex öðrum úr þjálfarateyminu, festust í lyftunni á hóteli spænska liðsins og þeir komu fyrst á leikvanginn í Sevilla klukkutíma á eftir liðinu.

Enrique komst þó á hliðarlínuna áður en flautað var til leiks en þetta virðist ekki hafa haft áhrif á spænska liðið enda er það afar reynslumikið.

Þeir unnu 3-1 sigur á Kósóvó. Daniel Olmo skoraði fyrsta markið á 34. mínútu og tveimur mínútum síðar þá tvöfaldaði Ferran Torres forystuna.

Besar Halimi minnkaði muninn fyrir Kósóvó í síðari hálfleik en Gerard Moreno skoraði þriðja mark Spánar.

Þeir spænsku eru því með sjö stig eftir fyrstu þrjá leikina sína í riðlinum. Sigrar gegn Kósóvó og Georgíu og jafntefli gegn Grikklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×