Mögulegt byrjunarlið gegn Liechtenstein: Arnar með yngri fætur til taks Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2021 12:15 Jón Dagur Þorsteinsson gæti fengið tækifæri gegn Liechtenstein í kvöld eftir að hafa spilað vel á EM U21-landsliða. Getty/Peter Zador Ungir leikmenn gætu fengið að láta ljós sitt skína í dag í þriðja leik íslenska karlalandsliðsins í fótbolta undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar. Sex leikmenn voru í byrjunarliðinu bæði gegn Þýskalandi og Armeníu en leikurinn við Liechtenstein í kvöld verður þriðji leikur Íslands á aðeins sjö dögum. Eftir innkomu fjögurra leikmanna úr U21-landsliðinu í A-landsliðshópinn er möguleiki á því fyrir Arnar að yngja byrjunarlið sitt verulega frá því í 2-0 tapinu gegn Armeníu. Meðalaldurinn í byrjunarliðinu þar var 30,5 ár. Mögulegt er að hinn átján ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson komi inn í byrjunarliðið og líklegt verður að teljast að Jón Dagur Þorsteinsson, sem leikið hefur vel á EM U21, fái tækifæri í leiknum. Byrjunarlið Íslands í kvöld gæti litið svona út: Ísland (4-3-3) Mark: Rúnar Alex Rúnarsson Vörn: Alfons Sampsted, Hólmar Örn Eyjólfsson, Sverrir Ingi Ingason, Hörður Björgvin Magnússon. Miðja: Guðlaugur Victor Pálsson, Aron Einar Gunnarsson, Arnór Sigurðsson. Sókn: Jóhann Berg Guðmundsson, Hólmbert Aron Friðjónsson, Jón Dagur Þorsteinsson. Um er að ræða þriðja leikinn í undankeppni HM á aðeins sjö dögum. Þreyta gæti því farið að segja til sín hjá leikmönnum. Fjórir hafa spilað allar 180 mínúturnar, í töpunum gegn Þýskalandi og Armeníu. Þetta eru markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson, miðvarðaparið Kári Árnason og Sverrir Ingi Ingason, og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Arnar þjálfari sagði á blaðamannafundi í gær að meta þyrfti stöðuna á mönnum eftir æfingu til að sjá hvaða fætur væru nægilega ferskir til að byrja leikinn í kvöld. Birkir Bjarnason og Jón Daði Böðvarsson hafa til viðbótar við hina fjóru fyrrnefndu verið í byrjunarliðinu í báðum leikjanna til þessa. Tveir meiddir og einn í banni Fimm leikmenn hafa helst úr lestinni frá upprunalega landsliðshópnum sem Arnar valdi, þann 17. mars. Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson meiddust í Armeníu á sunnudaginn, og Albert Guðmundsson fékk sitt annað gula spjald í keppninni og er því í banni. Gylfi Þór Sigurðsson og Björn Bergmann Sigurðarson drógu sig úr hópnum áður en hann kom fyrst saman í Þýskalandi í byrjun síðustu viku. Ísak Bergmann Jóhannesson er mættur til Liechtenstein frá Ungverjalandi, og Lars Lagerbäck er kominn aftur til móts við íslenska liðið eftir að hafa sleppt förinni til Armeníu vegna kórónuveirufaraldursins.@footballiceland Rúnar Már Sigurjónsson lék ekki gegn Armeníu eftir höfuðhögg sem hann fékk gegn Þýskalandi en er enn í hópnum. Inn í hópinn eru komnir fjórir leikmenn úr U21-landsliðinu sem er á EM. Þetta eru miðjumennirnir Willum Þór Willumsson og Ísak Bergmann Jóhannesson, kantmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson og framherjinn Sveinn Aron Guðjohnsen. Alls eru því sex leikmenn í hópnum sem gjaldgengir voru á EM (fæddir 1998 eða síðar), því þar eru fyrir Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson. Jón Daði fann sig ekki gegn Þýskalandi og Armeníu og Hólmbert Aron Friðjónsson gæti fengið tækifæri í fremstu víglínu í kvöld. Hann hefur skorað tvö mörk í fimm landsleikjum og skoraði síðast þegar hann byrjaði í keppnisleik, gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í fyrra. HM 2022 í Katar Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
Eftir innkomu fjögurra leikmanna úr U21-landsliðinu í A-landsliðshópinn er möguleiki á því fyrir Arnar að yngja byrjunarlið sitt verulega frá því í 2-0 tapinu gegn Armeníu. Meðalaldurinn í byrjunarliðinu þar var 30,5 ár. Mögulegt er að hinn átján ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson komi inn í byrjunarliðið og líklegt verður að teljast að Jón Dagur Þorsteinsson, sem leikið hefur vel á EM U21, fái tækifæri í leiknum. Byrjunarlið Íslands í kvöld gæti litið svona út: Ísland (4-3-3) Mark: Rúnar Alex Rúnarsson Vörn: Alfons Sampsted, Hólmar Örn Eyjólfsson, Sverrir Ingi Ingason, Hörður Björgvin Magnússon. Miðja: Guðlaugur Victor Pálsson, Aron Einar Gunnarsson, Arnór Sigurðsson. Sókn: Jóhann Berg Guðmundsson, Hólmbert Aron Friðjónsson, Jón Dagur Þorsteinsson. Um er að ræða þriðja leikinn í undankeppni HM á aðeins sjö dögum. Þreyta gæti því farið að segja til sín hjá leikmönnum. Fjórir hafa spilað allar 180 mínúturnar, í töpunum gegn Þýskalandi og Armeníu. Þetta eru markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson, miðvarðaparið Kári Árnason og Sverrir Ingi Ingason, og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Arnar þjálfari sagði á blaðamannafundi í gær að meta þyrfti stöðuna á mönnum eftir æfingu til að sjá hvaða fætur væru nægilega ferskir til að byrja leikinn í kvöld. Birkir Bjarnason og Jón Daði Böðvarsson hafa til viðbótar við hina fjóru fyrrnefndu verið í byrjunarliðinu í báðum leikjanna til þessa. Tveir meiddir og einn í banni Fimm leikmenn hafa helst úr lestinni frá upprunalega landsliðshópnum sem Arnar valdi, þann 17. mars. Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson meiddust í Armeníu á sunnudaginn, og Albert Guðmundsson fékk sitt annað gula spjald í keppninni og er því í banni. Gylfi Þór Sigurðsson og Björn Bergmann Sigurðarson drógu sig úr hópnum áður en hann kom fyrst saman í Þýskalandi í byrjun síðustu viku. Ísak Bergmann Jóhannesson er mættur til Liechtenstein frá Ungverjalandi, og Lars Lagerbäck er kominn aftur til móts við íslenska liðið eftir að hafa sleppt förinni til Armeníu vegna kórónuveirufaraldursins.@footballiceland Rúnar Már Sigurjónsson lék ekki gegn Armeníu eftir höfuðhögg sem hann fékk gegn Þýskalandi en er enn í hópnum. Inn í hópinn eru komnir fjórir leikmenn úr U21-landsliðinu sem er á EM. Þetta eru miðjumennirnir Willum Þór Willumsson og Ísak Bergmann Jóhannesson, kantmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson og framherjinn Sveinn Aron Guðjohnsen. Alls eru því sex leikmenn í hópnum sem gjaldgengir voru á EM (fæddir 1998 eða síðar), því þar eru fyrir Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson. Jón Daði fann sig ekki gegn Þýskalandi og Armeníu og Hólmbert Aron Friðjónsson gæti fengið tækifæri í fremstu víglínu í kvöld. Hann hefur skorað tvö mörk í fimm landsleikjum og skoraði síðast þegar hann byrjaði í keppnisleik, gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í fyrra.
Ísland (4-3-3) Mark: Rúnar Alex Rúnarsson Vörn: Alfons Sampsted, Hólmar Örn Eyjólfsson, Sverrir Ingi Ingason, Hörður Björgvin Magnússon. Miðja: Guðlaugur Victor Pálsson, Aron Einar Gunnarsson, Arnór Sigurðsson. Sókn: Jóhann Berg Guðmundsson, Hólmbert Aron Friðjónsson, Jón Dagur Þorsteinsson.
HM 2022 í Katar Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira