Mögulegt byrjunarlið gegn Liechtenstein: Arnar með yngri fætur til taks Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2021 12:15 Jón Dagur Þorsteinsson gæti fengið tækifæri gegn Liechtenstein í kvöld eftir að hafa spilað vel á EM U21-landsliða. Getty/Peter Zador Ungir leikmenn gætu fengið að láta ljós sitt skína í dag í þriðja leik íslenska karlalandsliðsins í fótbolta undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar. Sex leikmenn voru í byrjunarliðinu bæði gegn Þýskalandi og Armeníu en leikurinn við Liechtenstein í kvöld verður þriðji leikur Íslands á aðeins sjö dögum. Eftir innkomu fjögurra leikmanna úr U21-landsliðinu í A-landsliðshópinn er möguleiki á því fyrir Arnar að yngja byrjunarlið sitt verulega frá því í 2-0 tapinu gegn Armeníu. Meðalaldurinn í byrjunarliðinu þar var 30,5 ár. Mögulegt er að hinn átján ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson komi inn í byrjunarliðið og líklegt verður að teljast að Jón Dagur Þorsteinsson, sem leikið hefur vel á EM U21, fái tækifæri í leiknum. Byrjunarlið Íslands í kvöld gæti litið svona út: Ísland (4-3-3) Mark: Rúnar Alex Rúnarsson Vörn: Alfons Sampsted, Hólmar Örn Eyjólfsson, Sverrir Ingi Ingason, Hörður Björgvin Magnússon. Miðja: Guðlaugur Victor Pálsson, Aron Einar Gunnarsson, Arnór Sigurðsson. Sókn: Jóhann Berg Guðmundsson, Hólmbert Aron Friðjónsson, Jón Dagur Þorsteinsson. Um er að ræða þriðja leikinn í undankeppni HM á aðeins sjö dögum. Þreyta gæti því farið að segja til sín hjá leikmönnum. Fjórir hafa spilað allar 180 mínúturnar, í töpunum gegn Þýskalandi og Armeníu. Þetta eru markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson, miðvarðaparið Kári Árnason og Sverrir Ingi Ingason, og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Arnar þjálfari sagði á blaðamannafundi í gær að meta þyrfti stöðuna á mönnum eftir æfingu til að sjá hvaða fætur væru nægilega ferskir til að byrja leikinn í kvöld. Birkir Bjarnason og Jón Daði Böðvarsson hafa til viðbótar við hina fjóru fyrrnefndu verið í byrjunarliðinu í báðum leikjanna til þessa. Tveir meiddir og einn í banni Fimm leikmenn hafa helst úr lestinni frá upprunalega landsliðshópnum sem Arnar valdi, þann 17. mars. Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson meiddust í Armeníu á sunnudaginn, og Albert Guðmundsson fékk sitt annað gula spjald í keppninni og er því í banni. Gylfi Þór Sigurðsson og Björn Bergmann Sigurðarson drógu sig úr hópnum áður en hann kom fyrst saman í Þýskalandi í byrjun síðustu viku. Ísak Bergmann Jóhannesson er mættur til Liechtenstein frá Ungverjalandi, og Lars Lagerbäck er kominn aftur til móts við íslenska liðið eftir að hafa sleppt förinni til Armeníu vegna kórónuveirufaraldursins.@footballiceland Rúnar Már Sigurjónsson lék ekki gegn Armeníu eftir höfuðhögg sem hann fékk gegn Þýskalandi en er enn í hópnum. Inn í hópinn eru komnir fjórir leikmenn úr U21-landsliðinu sem er á EM. Þetta eru miðjumennirnir Willum Þór Willumsson og Ísak Bergmann Jóhannesson, kantmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson og framherjinn Sveinn Aron Guðjohnsen. Alls eru því sex leikmenn í hópnum sem gjaldgengir voru á EM (fæddir 1998 eða síðar), því þar eru fyrir Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson. Jón Daði fann sig ekki gegn Þýskalandi og Armeníu og Hólmbert Aron Friðjónsson gæti fengið tækifæri í fremstu víglínu í kvöld. Hann hefur skorað tvö mörk í fimm landsleikjum og skoraði síðast þegar hann byrjaði í keppnisleik, gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í fyrra. HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Sjá meira
Eftir innkomu fjögurra leikmanna úr U21-landsliðinu í A-landsliðshópinn er möguleiki á því fyrir Arnar að yngja byrjunarlið sitt verulega frá því í 2-0 tapinu gegn Armeníu. Meðalaldurinn í byrjunarliðinu þar var 30,5 ár. Mögulegt er að hinn átján ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson komi inn í byrjunarliðið og líklegt verður að teljast að Jón Dagur Þorsteinsson, sem leikið hefur vel á EM U21, fái tækifæri í leiknum. Byrjunarlið Íslands í kvöld gæti litið svona út: Ísland (4-3-3) Mark: Rúnar Alex Rúnarsson Vörn: Alfons Sampsted, Hólmar Örn Eyjólfsson, Sverrir Ingi Ingason, Hörður Björgvin Magnússon. Miðja: Guðlaugur Victor Pálsson, Aron Einar Gunnarsson, Arnór Sigurðsson. Sókn: Jóhann Berg Guðmundsson, Hólmbert Aron Friðjónsson, Jón Dagur Þorsteinsson. Um er að ræða þriðja leikinn í undankeppni HM á aðeins sjö dögum. Þreyta gæti því farið að segja til sín hjá leikmönnum. Fjórir hafa spilað allar 180 mínúturnar, í töpunum gegn Þýskalandi og Armeníu. Þetta eru markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson, miðvarðaparið Kári Árnason og Sverrir Ingi Ingason, og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Arnar þjálfari sagði á blaðamannafundi í gær að meta þyrfti stöðuna á mönnum eftir æfingu til að sjá hvaða fætur væru nægilega ferskir til að byrja leikinn í kvöld. Birkir Bjarnason og Jón Daði Böðvarsson hafa til viðbótar við hina fjóru fyrrnefndu verið í byrjunarliðinu í báðum leikjanna til þessa. Tveir meiddir og einn í banni Fimm leikmenn hafa helst úr lestinni frá upprunalega landsliðshópnum sem Arnar valdi, þann 17. mars. Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson meiddust í Armeníu á sunnudaginn, og Albert Guðmundsson fékk sitt annað gula spjald í keppninni og er því í banni. Gylfi Þór Sigurðsson og Björn Bergmann Sigurðarson drógu sig úr hópnum áður en hann kom fyrst saman í Þýskalandi í byrjun síðustu viku. Ísak Bergmann Jóhannesson er mættur til Liechtenstein frá Ungverjalandi, og Lars Lagerbäck er kominn aftur til móts við íslenska liðið eftir að hafa sleppt förinni til Armeníu vegna kórónuveirufaraldursins.@footballiceland Rúnar Már Sigurjónsson lék ekki gegn Armeníu eftir höfuðhögg sem hann fékk gegn Þýskalandi en er enn í hópnum. Inn í hópinn eru komnir fjórir leikmenn úr U21-landsliðinu sem er á EM. Þetta eru miðjumennirnir Willum Þór Willumsson og Ísak Bergmann Jóhannesson, kantmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson og framherjinn Sveinn Aron Guðjohnsen. Alls eru því sex leikmenn í hópnum sem gjaldgengir voru á EM (fæddir 1998 eða síðar), því þar eru fyrir Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson. Jón Daði fann sig ekki gegn Þýskalandi og Armeníu og Hólmbert Aron Friðjónsson gæti fengið tækifæri í fremstu víglínu í kvöld. Hann hefur skorað tvö mörk í fimm landsleikjum og skoraði síðast þegar hann byrjaði í keppnisleik, gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í fyrra.
Ísland (4-3-3) Mark: Rúnar Alex Rúnarsson Vörn: Alfons Sampsted, Hólmar Örn Eyjólfsson, Sverrir Ingi Ingason, Hörður Björgvin Magnússon. Miðja: Guðlaugur Victor Pálsson, Aron Einar Gunnarsson, Arnór Sigurðsson. Sókn: Jóhann Berg Guðmundsson, Hólmbert Aron Friðjónsson, Jón Dagur Þorsteinsson.
HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Sjá meira