Getur unnið fyrsta sigurinn á sama stað og hann fékk skell í síðasta landsleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2021 13:01 Arnar Þór Viðarsson sem A-landsliðsþjálfari og sem leik leikmaður A-landsliðsins. Samsett/Getty Arnar Þór Viðarsson er mættur aftur til Vaduz í Liechtenstein þar sem landsleikjaferill hans endaði með vandræðalegu tapi fyrir rúmum fjórán árum. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur spilað tvo leiki undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar og tapað þeim báðum án þess að skora. Liðið verður að vinna leikinn á móti Liechtenstein í kvöld ætli það að gera eitthvað í þessari undankeppni. Örlögin haga því þannig að fyrsti sigur Arnars Þórs sem landsliðsþjálfari gæti komið í hús á sama leikvangi og hann spilaði síðasta A-landsleiksleik 17. október 2007. Báðir leikirnir eru meira að segja á miðvikudegi. Svartur dagur í sögu íslenskrar knattspyrnu Arnar á hins vegar ekki góðar minningar frá leiknum á Rheinpark Stadion fyrir rúmum fjórtán árum síðan. Íslenska liðið tapaði leiknum 3-0 og þetta er einn svartasti dagurinn í sögu íslenska landsliðsins. Mario Frick kom Liechtenstein í 1-0 á 28. mínútu og Thomas Beck bætti síðan við tveimur mörkum á 80. og 82. mínútu. Svona var forsíða DV daginn eftir leikinn.Tímarit.is Beck skoraði 40 prósent landsliðsmarka ferilsins á þessum tveimur mínútum. Arnar og félagar horfðu upp á Liechtenstein fagna einum stærsta sigri í sögu þeirra landsliðs. Þetta var hans 52. landsleikur og Arnar lék allan leikinn á miðju íslenska liðsins. Í framlínunni var aðstoðarmaður hans í dag, Eiður Smári Guðjohnsen, sem þá var fyrirliði íslenska liðsins. Eiður Smári átti eftir að spila í landsliðinu í níu ár í viðbót en jafnaldri hans Arnar Þór Viðarsson endaði þarna landsliðsferilinn 29 ára gamall. Ólafur valdi aldrei Arnar Þór Eyjólfur Sverrisson stýrði íslenska liðinu þarna í síðasta sinn og Arnar Þór var ekki valinn í liðið þegar Ólafur Jóhannesson tók við landsliðinu. Arnar Þór lék sem atvinnumaður í belgísku deildinni til vorsins 2013 en síðustu fimm tímabilin voru með Cercle Brugge. Martin Stocklasa, þjálfari Liechtenstein í dag, lék einnig þennan leik en hann var í vörn liðsins sem hélt marki sínu hreinu. Þetta var hans 71. landsleikur en þeir urðu alls 113 talsins. Stocklasa tók við landsliði Liechtenstein af Helga Kolviðssyni fyrir þessa undankeppni eftir að hafa eins og Arnar, þjálfað áður 21 árs landslið þjóðarinnar. HM 2022 í Katar Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur spilað tvo leiki undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar og tapað þeim báðum án þess að skora. Liðið verður að vinna leikinn á móti Liechtenstein í kvöld ætli það að gera eitthvað í þessari undankeppni. Örlögin haga því þannig að fyrsti sigur Arnars Þórs sem landsliðsþjálfari gæti komið í hús á sama leikvangi og hann spilaði síðasta A-landsleiksleik 17. október 2007. Báðir leikirnir eru meira að segja á miðvikudegi. Svartur dagur í sögu íslenskrar knattspyrnu Arnar á hins vegar ekki góðar minningar frá leiknum á Rheinpark Stadion fyrir rúmum fjórtán árum síðan. Íslenska liðið tapaði leiknum 3-0 og þetta er einn svartasti dagurinn í sögu íslenska landsliðsins. Mario Frick kom Liechtenstein í 1-0 á 28. mínútu og Thomas Beck bætti síðan við tveimur mörkum á 80. og 82. mínútu. Svona var forsíða DV daginn eftir leikinn.Tímarit.is Beck skoraði 40 prósent landsliðsmarka ferilsins á þessum tveimur mínútum. Arnar og félagar horfðu upp á Liechtenstein fagna einum stærsta sigri í sögu þeirra landsliðs. Þetta var hans 52. landsleikur og Arnar lék allan leikinn á miðju íslenska liðsins. Í framlínunni var aðstoðarmaður hans í dag, Eiður Smári Guðjohnsen, sem þá var fyrirliði íslenska liðsins. Eiður Smári átti eftir að spila í landsliðinu í níu ár í viðbót en jafnaldri hans Arnar Þór Viðarsson endaði þarna landsliðsferilinn 29 ára gamall. Ólafur valdi aldrei Arnar Þór Eyjólfur Sverrisson stýrði íslenska liðinu þarna í síðasta sinn og Arnar Þór var ekki valinn í liðið þegar Ólafur Jóhannesson tók við landsliðinu. Arnar Þór lék sem atvinnumaður í belgísku deildinni til vorsins 2013 en síðustu fimm tímabilin voru með Cercle Brugge. Martin Stocklasa, þjálfari Liechtenstein í dag, lék einnig þennan leik en hann var í vörn liðsins sem hélt marki sínu hreinu. Þetta var hans 71. landsleikur en þeir urðu alls 113 talsins. Stocklasa tók við landsliði Liechtenstein af Helga Kolviðssyni fyrir þessa undankeppni eftir að hafa eins og Arnar, þjálfað áður 21 árs landslið þjóðarinnar.
HM 2022 í Katar Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Sjá meira