Getur unnið fyrsta sigurinn á sama stað og hann fékk skell í síðasta landsleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2021 13:01 Arnar Þór Viðarsson sem A-landsliðsþjálfari og sem leik leikmaður A-landsliðsins. Samsett/Getty Arnar Þór Viðarsson er mættur aftur til Vaduz í Liechtenstein þar sem landsleikjaferill hans endaði með vandræðalegu tapi fyrir rúmum fjórán árum. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur spilað tvo leiki undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar og tapað þeim báðum án þess að skora. Liðið verður að vinna leikinn á móti Liechtenstein í kvöld ætli það að gera eitthvað í þessari undankeppni. Örlögin haga því þannig að fyrsti sigur Arnars Þórs sem landsliðsþjálfari gæti komið í hús á sama leikvangi og hann spilaði síðasta A-landsleiksleik 17. október 2007. Báðir leikirnir eru meira að segja á miðvikudegi. Svartur dagur í sögu íslenskrar knattspyrnu Arnar á hins vegar ekki góðar minningar frá leiknum á Rheinpark Stadion fyrir rúmum fjórtán árum síðan. Íslenska liðið tapaði leiknum 3-0 og þetta er einn svartasti dagurinn í sögu íslenska landsliðsins. Mario Frick kom Liechtenstein í 1-0 á 28. mínútu og Thomas Beck bætti síðan við tveimur mörkum á 80. og 82. mínútu. Svona var forsíða DV daginn eftir leikinn.Tímarit.is Beck skoraði 40 prósent landsliðsmarka ferilsins á þessum tveimur mínútum. Arnar og félagar horfðu upp á Liechtenstein fagna einum stærsta sigri í sögu þeirra landsliðs. Þetta var hans 52. landsleikur og Arnar lék allan leikinn á miðju íslenska liðsins. Í framlínunni var aðstoðarmaður hans í dag, Eiður Smári Guðjohnsen, sem þá var fyrirliði íslenska liðsins. Eiður Smári átti eftir að spila í landsliðinu í níu ár í viðbót en jafnaldri hans Arnar Þór Viðarsson endaði þarna landsliðsferilinn 29 ára gamall. Ólafur valdi aldrei Arnar Þór Eyjólfur Sverrisson stýrði íslenska liðinu þarna í síðasta sinn og Arnar Þór var ekki valinn í liðið þegar Ólafur Jóhannesson tók við landsliðinu. Arnar Þór lék sem atvinnumaður í belgísku deildinni til vorsins 2013 en síðustu fimm tímabilin voru með Cercle Brugge. Martin Stocklasa, þjálfari Liechtenstein í dag, lék einnig þennan leik en hann var í vörn liðsins sem hélt marki sínu hreinu. Þetta var hans 71. landsleikur en þeir urðu alls 113 talsins. Stocklasa tók við landsliði Liechtenstein af Helga Kolviðssyni fyrir þessa undankeppni eftir að hafa eins og Arnar, þjálfað áður 21 árs landslið þjóðarinnar. HM 2022 í Katar Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur spilað tvo leiki undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar og tapað þeim báðum án þess að skora. Liðið verður að vinna leikinn á móti Liechtenstein í kvöld ætli það að gera eitthvað í þessari undankeppni. Örlögin haga því þannig að fyrsti sigur Arnars Þórs sem landsliðsþjálfari gæti komið í hús á sama leikvangi og hann spilaði síðasta A-landsleiksleik 17. október 2007. Báðir leikirnir eru meira að segja á miðvikudegi. Svartur dagur í sögu íslenskrar knattspyrnu Arnar á hins vegar ekki góðar minningar frá leiknum á Rheinpark Stadion fyrir rúmum fjórtán árum síðan. Íslenska liðið tapaði leiknum 3-0 og þetta er einn svartasti dagurinn í sögu íslenska landsliðsins. Mario Frick kom Liechtenstein í 1-0 á 28. mínútu og Thomas Beck bætti síðan við tveimur mörkum á 80. og 82. mínútu. Svona var forsíða DV daginn eftir leikinn.Tímarit.is Beck skoraði 40 prósent landsliðsmarka ferilsins á þessum tveimur mínútum. Arnar og félagar horfðu upp á Liechtenstein fagna einum stærsta sigri í sögu þeirra landsliðs. Þetta var hans 52. landsleikur og Arnar lék allan leikinn á miðju íslenska liðsins. Í framlínunni var aðstoðarmaður hans í dag, Eiður Smári Guðjohnsen, sem þá var fyrirliði íslenska liðsins. Eiður Smári átti eftir að spila í landsliðinu í níu ár í viðbót en jafnaldri hans Arnar Þór Viðarsson endaði þarna landsliðsferilinn 29 ára gamall. Ólafur valdi aldrei Arnar Þór Eyjólfur Sverrisson stýrði íslenska liðinu þarna í síðasta sinn og Arnar Þór var ekki valinn í liðið þegar Ólafur Jóhannesson tók við landsliðinu. Arnar Þór lék sem atvinnumaður í belgísku deildinni til vorsins 2013 en síðustu fimm tímabilin voru með Cercle Brugge. Martin Stocklasa, þjálfari Liechtenstein í dag, lék einnig þennan leik en hann var í vörn liðsins sem hélt marki sínu hreinu. Þetta var hans 71. landsleikur en þeir urðu alls 113 talsins. Stocklasa tók við landsliði Liechtenstein af Helga Kolviðssyni fyrir þessa undankeppni eftir að hafa eins og Arnar, þjálfað áður 21 árs landslið þjóðarinnar.
HM 2022 í Katar Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira