Innlent

Réðst á öryggisvörð sem benti á grímu­skyldu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Konan kom inn í Vínbúðina í Austurstræti án grímu.
Konan kom inn í Vínbúðina í Austurstræti án grímu. Vísir/Kolbeinn Tumi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning skömmu fyrir klukkan sex í gærkvöldi um líkamsárás í Vínbúðinni í miðbæ Reykjavíkur.

Að því er segir í dagbók lögreglu hafði öryggisvörður í versluninni bent konu sem þar kom inn að grímunotkun væri skylda. Konan neitaði að setja upp grímu og réðst svo á öryggisvörðinn.

Hún hrinti honum, klóraði hann í andlitið og potaði í augað á honum. Konan hljóp síðan af vettvangi.

Í dagbók lögreglu kemur fram að atvikið hafi náðst á upptöku og þekkti lögregla konuna af fyrri afskiptum. Málið er í rannsókn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.