Holland skoraði sjö, Tyrkland henti frá sér sigrinum og Portúgal lenti óvænt undir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. mars 2021 21:00 Gíbraltar fékk á sig sjö mörk þrátt fyrir stífan varnarleik í kvöld. ANP Sport/Getty Images Öllum leikjum dagsins í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu er nú lokið. Allt stefndi í að Tyrkland yrði með fullt hús stiga að loknum þremur leikjum en allt kom fyrir ekki. Holland skoraði sjö og Evrópumeistarar Portúgal lentu undir í Lúxemborg. Í A-riðli tók Lúxemborg á móti Evrópumeisturunum. Það voru ótrúlegt en satt heimamenn sem komust yfir þegar hálftími var liðinn af leiknum þökk sé marki Gerson Rodrigues. Diogo Jota jafnaði hins vegar metin fyrir Portúgal í þann mund er fyrri hálfleik lauk og staðan því 1-1 er liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo að sjálfsögðu Cristiano Ronaldo sem skoraði annað mark Portúgals. Landsliðsmark númer 103 á ferlinum. Joao Palhinha gulltryggði svo sigur gestanna með þriðja markinu á 80. mínútu. Undir lok leiks lék Maxime Chanot reka sig út af í liði Lúxemborg og heimamenn því tíu inn á vellinum er flautað var til leiksloka. 415 minutes played since his last international goal.Cristiano Ronaldo ends his longest goal drought for Portugal since June 2012 pic.twitter.com/4NcwmRvGBm— B/R Football (@brfootball) March 30, 2021 Lokatölur 3-1 og Portúgal á topp riðilsins með sjö stig að loknum þremur leikjum líkt og Serbía. Portúgal ætti hins vegar að vera með fullt hús stiga ef draugamark liðsins gegn Serbíu hefði staðið. Í G-riðli vann Holland öruggan 7-0 útisigur á Gíbraltar. Alexander Sørloth skoraði eina mark leiksins er Noregur vann 1-0 útisigur á Svartfjallalandi. Í Tyrklandi stefndi allt í að heimamenn yrðu með fullt hús stiga að loknum þremur leikjum en þeir voru 3-1 yfir þegar rúmur hálftími lifði leiks. Lettland kom hins vegar öllum á óvart og skoraði tvívegis áður en leik lauk, lokatölur því 3-3 í Tyrklandi. Tyrkland er á toppi riðilsins með sjö stig en þar á eftir koma Holland, Svartfjallaland og Noregur með sex stig hvert. Lettland er svo með eitt stig en Gíbraltar er enn án stiga. Í H-riðli vann Króatía 3-0 sigur á Möltu og Slóvakía vann 2-1 sigur á Rússlandi. Króatar og Rússar eru á toppi riðilsins með sex stig, þar á eftir kemur Slóvakía með fimm og Kýpur fjögur. Slóvenía er svo með þrjú stig en Malta skrapar botninn með eitt stig. World Cup qualifying results: Belgium 8-0 Belarus Croatia 3-0 Malta Gibraltar 0-7 Netherlands Luxembourg 1-3 Portugal Montenegro 0-1 Norway Slovalia 2-1 Russia Turkey 3-3 Latvia Wales 1-0 Czech Republic pic.twitter.com/kEkAtWHEeQ— Goal (@goal) March 30, 2021 Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Daniel James hetja Wales | Belgía skoraði átta Tveir leikir fóru fram í E-riðli í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu í kvöld. Wales vann mikilvægan 1-0 sigur á Tékklandi þökk sé marki Daniel James. Þá vann Belgía einstaklega þægilegan 8-0 sigur á Hvíta-Rússlandi. 30. mars 2021 20:35 Mitrovic hetja Serbíu og Kýpur með óvæntan sigur Óvæntum úrslitum í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu virðist hvergi nærri lokið. Kýpur vann 1-0 sigur á Slóveníu nú rétt í þessu og þá reyndist Aleksandar Mitrović hetja Serbíu í Aserbaísjan er gestirnir unnu 2-1 sigur. 30. mars 2021 17:56 Dómarinn baðst afsökunar á því að hafa ekki dæmt mark Ronaldo gilt Hollenskur dómari hefur beðið Cristiano Ronaldo og portúgalska landsliðið afsökunar eftir að hafa gert mistök í leik i undankeppni HM. 30. mars 2021 17:30 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Í A-riðli tók Lúxemborg á móti Evrópumeisturunum. Það voru ótrúlegt en satt heimamenn sem komust yfir þegar hálftími var liðinn af leiknum þökk sé marki Gerson Rodrigues. Diogo Jota jafnaði hins vegar metin fyrir Portúgal í þann mund er fyrri hálfleik lauk og staðan því 1-1 er liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo að sjálfsögðu Cristiano Ronaldo sem skoraði annað mark Portúgals. Landsliðsmark númer 103 á ferlinum. Joao Palhinha gulltryggði svo sigur gestanna með þriðja markinu á 80. mínútu. Undir lok leiks lék Maxime Chanot reka sig út af í liði Lúxemborg og heimamenn því tíu inn á vellinum er flautað var til leiksloka. 415 minutes played since his last international goal.Cristiano Ronaldo ends his longest goal drought for Portugal since June 2012 pic.twitter.com/4NcwmRvGBm— B/R Football (@brfootball) March 30, 2021 Lokatölur 3-1 og Portúgal á topp riðilsins með sjö stig að loknum þremur leikjum líkt og Serbía. Portúgal ætti hins vegar að vera með fullt hús stiga ef draugamark liðsins gegn Serbíu hefði staðið. Í G-riðli vann Holland öruggan 7-0 útisigur á Gíbraltar. Alexander Sørloth skoraði eina mark leiksins er Noregur vann 1-0 útisigur á Svartfjallalandi. Í Tyrklandi stefndi allt í að heimamenn yrðu með fullt hús stiga að loknum þremur leikjum en þeir voru 3-1 yfir þegar rúmur hálftími lifði leiks. Lettland kom hins vegar öllum á óvart og skoraði tvívegis áður en leik lauk, lokatölur því 3-3 í Tyrklandi. Tyrkland er á toppi riðilsins með sjö stig en þar á eftir koma Holland, Svartfjallaland og Noregur með sex stig hvert. Lettland er svo með eitt stig en Gíbraltar er enn án stiga. Í H-riðli vann Króatía 3-0 sigur á Möltu og Slóvakía vann 2-1 sigur á Rússlandi. Króatar og Rússar eru á toppi riðilsins með sex stig, þar á eftir kemur Slóvakía með fimm og Kýpur fjögur. Slóvenía er svo með þrjú stig en Malta skrapar botninn með eitt stig. World Cup qualifying results: Belgium 8-0 Belarus Croatia 3-0 Malta Gibraltar 0-7 Netherlands Luxembourg 1-3 Portugal Montenegro 0-1 Norway Slovalia 2-1 Russia Turkey 3-3 Latvia Wales 1-0 Czech Republic pic.twitter.com/kEkAtWHEeQ— Goal (@goal) March 30, 2021
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Daniel James hetja Wales | Belgía skoraði átta Tveir leikir fóru fram í E-riðli í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu í kvöld. Wales vann mikilvægan 1-0 sigur á Tékklandi þökk sé marki Daniel James. Þá vann Belgía einstaklega þægilegan 8-0 sigur á Hvíta-Rússlandi. 30. mars 2021 20:35 Mitrovic hetja Serbíu og Kýpur með óvæntan sigur Óvæntum úrslitum í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu virðist hvergi nærri lokið. Kýpur vann 1-0 sigur á Slóveníu nú rétt í þessu og þá reyndist Aleksandar Mitrović hetja Serbíu í Aserbaísjan er gestirnir unnu 2-1 sigur. 30. mars 2021 17:56 Dómarinn baðst afsökunar á því að hafa ekki dæmt mark Ronaldo gilt Hollenskur dómari hefur beðið Cristiano Ronaldo og portúgalska landsliðið afsökunar eftir að hafa gert mistök í leik i undankeppni HM. 30. mars 2021 17:30 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Daniel James hetja Wales | Belgía skoraði átta Tveir leikir fóru fram í E-riðli í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu í kvöld. Wales vann mikilvægan 1-0 sigur á Tékklandi þökk sé marki Daniel James. Þá vann Belgía einstaklega þægilegan 8-0 sigur á Hvíta-Rússlandi. 30. mars 2021 20:35
Mitrovic hetja Serbíu og Kýpur með óvæntan sigur Óvæntum úrslitum í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu virðist hvergi nærri lokið. Kýpur vann 1-0 sigur á Slóveníu nú rétt í þessu og þá reyndist Aleksandar Mitrović hetja Serbíu í Aserbaísjan er gestirnir unnu 2-1 sigur. 30. mars 2021 17:56
Dómarinn baðst afsökunar á því að hafa ekki dæmt mark Ronaldo gilt Hollenskur dómari hefur beðið Cristiano Ronaldo og portúgalska landsliðið afsökunar eftir að hafa gert mistök í leik i undankeppni HM. 30. mars 2021 17:30