Hættu snarlega við öll páskaplön Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. mars 2021 21:15 Hugrún R. Hjaltadóttir og Guðrún Halla Benjamínsdóttir höfðu báðar skipulagt ferðalag yfir páskana. Þegar samkomutakmarkanir voru hertar hættu þær snarlega við. Samsett Landsmenn aflýstu margir páskafrísplönum strax og samkomutakmarkanir voru hertar í síðustu viku. Allt stefnir nú í rólega páska heima við, líkt og í fyrra. Hert samkomubann tók gildi 25. mars. Hótelstjórar sem fréttastofa hefur rætt við í dag segja að strax þá, þegar skíðasvæðum var lokað og viðburðum aflýst, hafi afbókanir tekið að hrannast inn. Áður hafði jafnvel verið fullbókað á hótelunum yfir páskana. „Það var mjög mikið afbókað. Við vorum með fullt hótel fyrir það. En nú er nóg laust. Það datt eiginlega allt niður,“ segir Kristján Þór Kristjánsson hjá Hótel Ísafirði í samtali við fréttastofu. „Það spilar inn í að Aldrei fór ég suður var aflýst og svo datt skíðasvæðið niður líka. Þetta var náttúrulega skellur.“ Hótel Ísafjörður.Vísir/Samúel Engin ferðalög og minna áfengi Þá virðast Íslendingar ætla að gæta meira hófs í áfengiskaupum í ár en í fyrra. Í gær, mánudaginn fyrir páska, seldust um tíu þúsund færri áfengislítrar hjá Vínbúðunum en sama dag fyrir ári síðan. Landsmenn virðast því ætla að ganga hægar um gleðinnar dyr um páskana en áætlað var. Næstum allir sem fréttastofa ræddi við fyrir utan Bónus í Skeifunni í dag höfðu aflýst páskaplönum. Hugrún R. Hjaltadóttir kvaðst ekki hafa skipulagt neitt um páskana. „Við ætluðum að fara fjölskyldan til Akureyrar og vera þar, og vonandi komast á skíði, en það varð auðvitað ekkert úr því.“ Hið sama var uppi á teningnum hjá Þórunni Baldvinsdóttur. „Plönin breyttust aðeins. Við ætluðum að fara norður, til Akureyrar, en enduðum á að vera bara heima.“ Hlýðum Víði og verum heima var viðkvæðið. „Planið var að fara heim til Ísafjarðar en í ljósi aðstæðna þá sló ég því á frest og var bara í Reykjavík,“ sagði Aron Guðmundsson. Og ákvaðstu þetta um leið og samkomutakmarkanir voru hertar þarna um daginn? „Já, um leið og fólk var beðið um að halda sig heima þá bara hlýðir maður því. Hlýðir Víði.“ Guðrún Halla Benjamínsdóttir ætlaði í sumarbústað yfir páskana en mun halda sig heima. „Við eigum að vera heima,“ sagði hún ákveðin. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Páskar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Sjá meira
Hert samkomubann tók gildi 25. mars. Hótelstjórar sem fréttastofa hefur rætt við í dag segja að strax þá, þegar skíðasvæðum var lokað og viðburðum aflýst, hafi afbókanir tekið að hrannast inn. Áður hafði jafnvel verið fullbókað á hótelunum yfir páskana. „Það var mjög mikið afbókað. Við vorum með fullt hótel fyrir það. En nú er nóg laust. Það datt eiginlega allt niður,“ segir Kristján Þór Kristjánsson hjá Hótel Ísafirði í samtali við fréttastofu. „Það spilar inn í að Aldrei fór ég suður var aflýst og svo datt skíðasvæðið niður líka. Þetta var náttúrulega skellur.“ Hótel Ísafjörður.Vísir/Samúel Engin ferðalög og minna áfengi Þá virðast Íslendingar ætla að gæta meira hófs í áfengiskaupum í ár en í fyrra. Í gær, mánudaginn fyrir páska, seldust um tíu þúsund færri áfengislítrar hjá Vínbúðunum en sama dag fyrir ári síðan. Landsmenn virðast því ætla að ganga hægar um gleðinnar dyr um páskana en áætlað var. Næstum allir sem fréttastofa ræddi við fyrir utan Bónus í Skeifunni í dag höfðu aflýst páskaplönum. Hugrún R. Hjaltadóttir kvaðst ekki hafa skipulagt neitt um páskana. „Við ætluðum að fara fjölskyldan til Akureyrar og vera þar, og vonandi komast á skíði, en það varð auðvitað ekkert úr því.“ Hið sama var uppi á teningnum hjá Þórunni Baldvinsdóttur. „Plönin breyttust aðeins. Við ætluðum að fara norður, til Akureyrar, en enduðum á að vera bara heima.“ Hlýðum Víði og verum heima var viðkvæðið. „Planið var að fara heim til Ísafjarðar en í ljósi aðstæðna þá sló ég því á frest og var bara í Reykjavík,“ sagði Aron Guðmundsson. Og ákvaðstu þetta um leið og samkomutakmarkanir voru hertar þarna um daginn? „Já, um leið og fólk var beðið um að halda sig heima þá bara hlýðir maður því. Hlýðir Víði.“ Guðrún Halla Benjamínsdóttir ætlaði í sumarbústað yfir páskana en mun halda sig heima. „Við eigum að vera heima,“ sagði hún ákveðin.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Páskar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Sjá meira