Gummi hress og bjartsýnn: Vorum lélegir en fáum tækifæri strax á morgun Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2021 14:16 Jón Daði Böðvarsson og félagar í íslenska landsliðinu áttu ekki sinn besta dag á sunnudaginn í Armeníu. EPA-EFE/VAHRAM BAGHDASARYAN „Við áttum ofboðslega vondan dag,“ sagði Guðmundur Benediktsson um leik Íslands við Armeníu á sunnudaginn. Hann vildi ekki gera of mikið úr 2-0 tapinu og segir íslenska liðið hafa gott tækifæri til þess á morgun að fara úr þessu landsliðsverkefni með ágætis bragð í munninum. Gummi, Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson ræddu um íslenska landsliðið, hasarinn í kringum það og frammistöðuna gegn Armeníu, í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. „Ef að maður lítur á úrslitin þá er engin katastrófa að tapa 3-0 á móti Þýskalandi á útivelli. Það sem að er pirrandi er að leikurinn var bara búinn eftir sex mínútur,“ sagði Gummi. Hann vill ekki oftúlka úrslit á borð við þau sem urðu niðurstaðan í Armeníu: „Ég ætla bara að vera þannig gæi, hress og bjartsýnn, að líta á þennan leik sem einn af þeim sem kemur alltaf í riðlinum, þar sem þetta er bara ekki „þinn dagur“ hjá neinum leikmanni. Hlutirnir bara ganga ekki upp og við vorum bara lélegir. Við vorum lélegir í þessum leik en fáum tækifæri strax á morgun til að fara út úr þessu landsleikjahléi með ágætis bragð í munninum. Við gætum ekki fengið betri útileik til þess en gegn Liechtenstein. Ég ætla ekki að kafa of mikið í þennan Armeníuleik. Fyrir mér var þetta bara „einn af þessum leikjum“,“ sagði Gummi. Mest sláandi hve lélegt gamla bandið var án söngvarans Kjartan spurði Gumma og Henry út í nýtt leikskipulag íslenska liðsins, í fyrstu leikjunum undir stjórn Arnars, og hvernig þeim litist á það: „Miðað við þennan leik, bara alls ekki vel. Arnar sagðist hafa valið þá ellefu leikmenn sem hann teldi geta búið til bestu liðsheildina til að ná úrslitum. Hann valdi vitlaust því leikurinn var hörmulegur. Þetta var katastrófa. Okkur vantaði Gylfa Þór Sigurðsson, að sjálfsögðu, en Armena vantaði líka sinn Gylfa og sinn næstbesta leikmann. Það sem að er mest sláandi fyrir mig er hve lélegt gamla bandið var án söngvarans. Það var enginn tilbúinn að hoppa inn, gat tekið keflið og búið eitthvað til. Þetta var ótrúleg ládeyða, rosalega hugmyndasnautt.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. HM 2022 í Katar Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Juventus-parið hætt saman Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Gummi, Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson ræddu um íslenska landsliðið, hasarinn í kringum það og frammistöðuna gegn Armeníu, í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. „Ef að maður lítur á úrslitin þá er engin katastrófa að tapa 3-0 á móti Þýskalandi á útivelli. Það sem að er pirrandi er að leikurinn var bara búinn eftir sex mínútur,“ sagði Gummi. Hann vill ekki oftúlka úrslit á borð við þau sem urðu niðurstaðan í Armeníu: „Ég ætla bara að vera þannig gæi, hress og bjartsýnn, að líta á þennan leik sem einn af þeim sem kemur alltaf í riðlinum, þar sem þetta er bara ekki „þinn dagur“ hjá neinum leikmanni. Hlutirnir bara ganga ekki upp og við vorum bara lélegir. Við vorum lélegir í þessum leik en fáum tækifæri strax á morgun til að fara út úr þessu landsleikjahléi með ágætis bragð í munninum. Við gætum ekki fengið betri útileik til þess en gegn Liechtenstein. Ég ætla ekki að kafa of mikið í þennan Armeníuleik. Fyrir mér var þetta bara „einn af þessum leikjum“,“ sagði Gummi. Mest sláandi hve lélegt gamla bandið var án söngvarans Kjartan spurði Gumma og Henry út í nýtt leikskipulag íslenska liðsins, í fyrstu leikjunum undir stjórn Arnars, og hvernig þeim litist á það: „Miðað við þennan leik, bara alls ekki vel. Arnar sagðist hafa valið þá ellefu leikmenn sem hann teldi geta búið til bestu liðsheildina til að ná úrslitum. Hann valdi vitlaust því leikurinn var hörmulegur. Þetta var katastrófa. Okkur vantaði Gylfa Þór Sigurðsson, að sjálfsögðu, en Armena vantaði líka sinn Gylfa og sinn næstbesta leikmann. Það sem að er mest sláandi fyrir mig er hve lélegt gamla bandið var án söngvarans. Það var enginn tilbúinn að hoppa inn, gat tekið keflið og búið eitthvað til. Þetta var ótrúleg ládeyða, rosalega hugmyndasnautt.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
HM 2022 í Katar Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Juventus-parið hætt saman Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira