Gummi hress og bjartsýnn: Vorum lélegir en fáum tækifæri strax á morgun Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2021 14:16 Jón Daði Böðvarsson og félagar í íslenska landsliðinu áttu ekki sinn besta dag á sunnudaginn í Armeníu. EPA-EFE/VAHRAM BAGHDASARYAN „Við áttum ofboðslega vondan dag,“ sagði Guðmundur Benediktsson um leik Íslands við Armeníu á sunnudaginn. Hann vildi ekki gera of mikið úr 2-0 tapinu og segir íslenska liðið hafa gott tækifæri til þess á morgun að fara úr þessu landsliðsverkefni með ágætis bragð í munninum. Gummi, Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson ræddu um íslenska landsliðið, hasarinn í kringum það og frammistöðuna gegn Armeníu, í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. „Ef að maður lítur á úrslitin þá er engin katastrófa að tapa 3-0 á móti Þýskalandi á útivelli. Það sem að er pirrandi er að leikurinn var bara búinn eftir sex mínútur,“ sagði Gummi. Hann vill ekki oftúlka úrslit á borð við þau sem urðu niðurstaðan í Armeníu: „Ég ætla bara að vera þannig gæi, hress og bjartsýnn, að líta á þennan leik sem einn af þeim sem kemur alltaf í riðlinum, þar sem þetta er bara ekki „þinn dagur“ hjá neinum leikmanni. Hlutirnir bara ganga ekki upp og við vorum bara lélegir. Við vorum lélegir í þessum leik en fáum tækifæri strax á morgun til að fara út úr þessu landsleikjahléi með ágætis bragð í munninum. Við gætum ekki fengið betri útileik til þess en gegn Liechtenstein. Ég ætla ekki að kafa of mikið í þennan Armeníuleik. Fyrir mér var þetta bara „einn af þessum leikjum“,“ sagði Gummi. Mest sláandi hve lélegt gamla bandið var án söngvarans Kjartan spurði Gumma og Henry út í nýtt leikskipulag íslenska liðsins, í fyrstu leikjunum undir stjórn Arnars, og hvernig þeim litist á það: „Miðað við þennan leik, bara alls ekki vel. Arnar sagðist hafa valið þá ellefu leikmenn sem hann teldi geta búið til bestu liðsheildina til að ná úrslitum. Hann valdi vitlaust því leikurinn var hörmulegur. Þetta var katastrófa. Okkur vantaði Gylfa Þór Sigurðsson, að sjálfsögðu, en Armena vantaði líka sinn Gylfa og sinn næstbesta leikmann. Það sem að er mest sláandi fyrir mig er hve lélegt gamla bandið var án söngvarans. Það var enginn tilbúinn að hoppa inn, gat tekið keflið og búið eitthvað til. Þetta var ótrúleg ládeyða, rosalega hugmyndasnautt.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. HM 2022 í Katar Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Gummi, Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson ræddu um íslenska landsliðið, hasarinn í kringum það og frammistöðuna gegn Armeníu, í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. „Ef að maður lítur á úrslitin þá er engin katastrófa að tapa 3-0 á móti Þýskalandi á útivelli. Það sem að er pirrandi er að leikurinn var bara búinn eftir sex mínútur,“ sagði Gummi. Hann vill ekki oftúlka úrslit á borð við þau sem urðu niðurstaðan í Armeníu: „Ég ætla bara að vera þannig gæi, hress og bjartsýnn, að líta á þennan leik sem einn af þeim sem kemur alltaf í riðlinum, þar sem þetta er bara ekki „þinn dagur“ hjá neinum leikmanni. Hlutirnir bara ganga ekki upp og við vorum bara lélegir. Við vorum lélegir í þessum leik en fáum tækifæri strax á morgun til að fara út úr þessu landsleikjahléi með ágætis bragð í munninum. Við gætum ekki fengið betri útileik til þess en gegn Liechtenstein. Ég ætla ekki að kafa of mikið í þennan Armeníuleik. Fyrir mér var þetta bara „einn af þessum leikjum“,“ sagði Gummi. Mest sláandi hve lélegt gamla bandið var án söngvarans Kjartan spurði Gumma og Henry út í nýtt leikskipulag íslenska liðsins, í fyrstu leikjunum undir stjórn Arnars, og hvernig þeim litist á það: „Miðað við þennan leik, bara alls ekki vel. Arnar sagðist hafa valið þá ellefu leikmenn sem hann teldi geta búið til bestu liðsheildina til að ná úrslitum. Hann valdi vitlaust því leikurinn var hörmulegur. Þetta var katastrófa. Okkur vantaði Gylfa Þór Sigurðsson, að sjálfsögðu, en Armena vantaði líka sinn Gylfa og sinn næstbesta leikmann. Það sem að er mest sláandi fyrir mig er hve lélegt gamla bandið var án söngvarans. Það var enginn tilbúinn að hoppa inn, gat tekið keflið og búið eitthvað til. Þetta var ótrúleg ládeyða, rosalega hugmyndasnautt.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
HM 2022 í Katar Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira