Innlent

Þyrla kölluð að gos­stöðvunum vegna konu sem slasaðist

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Þyrlan sést hér koma á vettvang.
Þyrlan sést hér koma á vettvang. Vísir/Sunna

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út að Geldingadölum vegna slasaðrar konu við gosstöðvarnar.

Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörg, í samtali við Vísi.

Þyrlan lenti á Reykjavíkurflugvelli um tuttugu mínútur yfir átta. Konan sem var flutt hafði runnið til og slasað sig á hendi. Að sögn Davíðs voru meiðslin ekki alvarleg en ákveðið hafi verið að kalla til þyrlusveitar til þess að auðvelda flutninga, sem annars færu fram fótgangandi eða á bíl yfir hrjóstrugt landsvæði milli gossvæðisins og næsta vegar.

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 20:26.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×