Vissum fyrir mót að þetta gæti gerst Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2021 16:30 Kolbeinn Þórðarson var í byrjunarliði Íslands í fyrsta leiknum á EM þar sem íslenska liðið mátti þola skell gegn Rússum, 4-1. EPA-EFE/Tamas Vasvari Kolbeinn Þórðarson segir að strákarnir í U21-landsliðsinu ætli ekki að láta það á sig fá að hafa misst fjóra lykilleikmenn út fyrir leikinn við Frakkland á miðvikudaginn. Ísland á afar veika von um að komast upp úr sínum riðli, eftir að hafa tapað 4-1 gegn Rússlandi og 2-0 gegn Danmörku. Aðeins með fjögurra marka sigri á Frökkum kemst Ísland áfram, svo fremi að Danmörk vinni Rússland. „Við ætlum bara að hugsa um okkar leik og koma þeim hlutum fram sem við viljum sjá,“ sagði Kolbeinn um leikinn við Frakka. „Við viljum sýna almennilega frammistöðu og sjá hverju það skilar okkur,“ sagði Kolbeinn. Þeir Sveinn Aron Guðjohnsen, Ísak Bergmann Jóhannesson, Willum Þór Willumsson og fyrirliðinn Jón Dagur Þorsteinsson hafa allir verið kallaðir inn í A-landsliðið og eru farnir frá Györ í Ungverjalandi, þar sem Ísland spilar á EM. Fjórmenningarnir verða í landsliðshópnum sem mætir Liechtenstein á miðvikudag en missa af leik U21-liðsins við Frakka sama dag. Fyrst og fremst gott tækifæri fyrir þá „Við vissum fyrir mót að þetta gæti gerst,“ sagði Kolbeinn á blaðamannafundi í dag. „Við vissum að það yrðu færslur á milli liða og vorum undirbúnir fyrir þetta. Þetta er fyrst og fremst gott tækifæri fyrir þá, að fara í A-landsliðið, og jafnframt tækifæri fyrir aðra að fylla upp í stöðurnar sem þeir skilja eftir sig,“ sagði Kolbeinn, sem þvertók fyrir að leikmönnum liði á einhvern hátt eins og EM væri lokið og að leikurinn við Frakka skipti engu máli. Gefur okkur öllum viðurkenningu sem nýtist Kolbeinn spilar með Lommel í belgísku B-deildinni. Þessi 21 árs gamli, fyrrverandi Bliki segir að það að spila í lokakeppni EM hafi góð áhrif á atvinnumannsferilinn, jafnvel þó að úrslitin hafi ekki verið eins og best verður á kosið: „Þetta er stórt svið og fyrst og fremst heiður að spila fyrir landsliðið á svona stóru sviði. Ég er mjög stoltur af því. Ég held að þetta gefi öllum sem hér spila ákveðna viðurkenningu sem muni nýtast,“ sagði Kolbeinn. EM U21 í fótbolta 2021 Tengdar fréttir „Allt of auðvelt“ Danska U21 árs landsliðið er komið skrefi nær því að vinna riðilinn á EM í Ungverjalandi eftir 2-0 sigurinn á Íslandi í dag. 29. mars 2021 07:01 Rifust eins og hundur og köttur Jón Dagur Þorsteinsson hefur verið frískasti leikmaður U21 árs landsliðsins knattspyrnu í fyrstu tveimur leikjunum á EM í Ungverjalandi. 28. mars 2021 23:00 Davíð Snorri: Stoltur af liðinu Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs karla, kvaðst stoltur af liði sínu eftir 0-2 tap gegn Danmörku í lokakeppni EM sem fram fer í Ungverjalandi þessa dagana. 28. mars 2021 15:16 Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-2 | Danir refsuðu á meðan Íslendingar nýttu ekki færin Ísland mætir Danmörku í Ungverjalandi í dag, í öðrum leik sínum á EM U21-landsliða. Danir eru með sjálfstraust eftir 1-0 sigur gegn Frökkum en Ísland tapaði 4-1 gegn Rússum. 28. mars 2021 14:50 Umfjöllun: Ísland - Rússland 1-4 | Niðurlæging í Györ Íslenska U-21 árs landslið fékk enga draumabyrjun á Evrópumótinu í Györ í Ungverjalandi því liðið tapaði 4-1 gegn Rússlandi í fyrsta leik. 25. mars 2021 18:50 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Sjá meira
Ísland á afar veika von um að komast upp úr sínum riðli, eftir að hafa tapað 4-1 gegn Rússlandi og 2-0 gegn Danmörku. Aðeins með fjögurra marka sigri á Frökkum kemst Ísland áfram, svo fremi að Danmörk vinni Rússland. „Við ætlum bara að hugsa um okkar leik og koma þeim hlutum fram sem við viljum sjá,“ sagði Kolbeinn um leikinn við Frakka. „Við viljum sýna almennilega frammistöðu og sjá hverju það skilar okkur,“ sagði Kolbeinn. Þeir Sveinn Aron Guðjohnsen, Ísak Bergmann Jóhannesson, Willum Þór Willumsson og fyrirliðinn Jón Dagur Þorsteinsson hafa allir verið kallaðir inn í A-landsliðið og eru farnir frá Györ í Ungverjalandi, þar sem Ísland spilar á EM. Fjórmenningarnir verða í landsliðshópnum sem mætir Liechtenstein á miðvikudag en missa af leik U21-liðsins við Frakka sama dag. Fyrst og fremst gott tækifæri fyrir þá „Við vissum fyrir mót að þetta gæti gerst,“ sagði Kolbeinn á blaðamannafundi í dag. „Við vissum að það yrðu færslur á milli liða og vorum undirbúnir fyrir þetta. Þetta er fyrst og fremst gott tækifæri fyrir þá, að fara í A-landsliðið, og jafnframt tækifæri fyrir aðra að fylla upp í stöðurnar sem þeir skilja eftir sig,“ sagði Kolbeinn, sem þvertók fyrir að leikmönnum liði á einhvern hátt eins og EM væri lokið og að leikurinn við Frakka skipti engu máli. Gefur okkur öllum viðurkenningu sem nýtist Kolbeinn spilar með Lommel í belgísku B-deildinni. Þessi 21 árs gamli, fyrrverandi Bliki segir að það að spila í lokakeppni EM hafi góð áhrif á atvinnumannsferilinn, jafnvel þó að úrslitin hafi ekki verið eins og best verður á kosið: „Þetta er stórt svið og fyrst og fremst heiður að spila fyrir landsliðið á svona stóru sviði. Ég er mjög stoltur af því. Ég held að þetta gefi öllum sem hér spila ákveðna viðurkenningu sem muni nýtast,“ sagði Kolbeinn.
EM U21 í fótbolta 2021 Tengdar fréttir „Allt of auðvelt“ Danska U21 árs landsliðið er komið skrefi nær því að vinna riðilinn á EM í Ungverjalandi eftir 2-0 sigurinn á Íslandi í dag. 29. mars 2021 07:01 Rifust eins og hundur og köttur Jón Dagur Þorsteinsson hefur verið frískasti leikmaður U21 árs landsliðsins knattspyrnu í fyrstu tveimur leikjunum á EM í Ungverjalandi. 28. mars 2021 23:00 Davíð Snorri: Stoltur af liðinu Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs karla, kvaðst stoltur af liði sínu eftir 0-2 tap gegn Danmörku í lokakeppni EM sem fram fer í Ungverjalandi þessa dagana. 28. mars 2021 15:16 Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-2 | Danir refsuðu á meðan Íslendingar nýttu ekki færin Ísland mætir Danmörku í Ungverjalandi í dag, í öðrum leik sínum á EM U21-landsliða. Danir eru með sjálfstraust eftir 1-0 sigur gegn Frökkum en Ísland tapaði 4-1 gegn Rússum. 28. mars 2021 14:50 Umfjöllun: Ísland - Rússland 1-4 | Niðurlæging í Györ Íslenska U-21 árs landslið fékk enga draumabyrjun á Evrópumótinu í Györ í Ungverjalandi því liðið tapaði 4-1 gegn Rússlandi í fyrsta leik. 25. mars 2021 18:50 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Sjá meira
„Allt of auðvelt“ Danska U21 árs landsliðið er komið skrefi nær því að vinna riðilinn á EM í Ungverjalandi eftir 2-0 sigurinn á Íslandi í dag. 29. mars 2021 07:01
Rifust eins og hundur og köttur Jón Dagur Þorsteinsson hefur verið frískasti leikmaður U21 árs landsliðsins knattspyrnu í fyrstu tveimur leikjunum á EM í Ungverjalandi. 28. mars 2021 23:00
Davíð Snorri: Stoltur af liðinu Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs karla, kvaðst stoltur af liði sínu eftir 0-2 tap gegn Danmörku í lokakeppni EM sem fram fer í Ungverjalandi þessa dagana. 28. mars 2021 15:16
Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-2 | Danir refsuðu á meðan Íslendingar nýttu ekki færin Ísland mætir Danmörku í Ungverjalandi í dag, í öðrum leik sínum á EM U21-landsliða. Danir eru með sjálfstraust eftir 1-0 sigur gegn Frökkum en Ísland tapaði 4-1 gegn Rússum. 28. mars 2021 14:50
Umfjöllun: Ísland - Rússland 1-4 | Niðurlæging í Györ Íslenska U-21 árs landslið fékk enga draumabyrjun á Evrópumótinu í Györ í Ungverjalandi því liðið tapaði 4-1 gegn Rússlandi í fyrsta leik. 25. mars 2021 18:50