Óhugnanlega margir miðað við faraldurinn og fólk beðið um að huga að smitvörnum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. mars 2021 11:59 Bílastæði við gosstöðvarnar fylltust í gær og umferð var stýrt inn á svæðið. Notast verður við sama fyrirkomulag í dag. Vísir/Vilhelm Fljúgandi hálka er á gönguleiðum við Geldingardali og lögregla biður fólk um að vera vel útbúið með hálkubrodda. Koma þurfti nokkrum til aðstoðar í gær sem ýmist duttu eða tognuðu á leiðinni. Björgunarsveitarmaður segir óhugnalega marga á svæðinu með tilliti til faraldursins og biður fólk um að huga að smitvörnum. Opnað var fyrir umferð um Suðurstrandaveg að gosstöðvunum klukkan tíu í morgun. Veginum var lokað í gærkvöldi og Geldingardalir rýmdir af öryggisástæðum en talin var þörf á því að hvíla björgunarlið. Í gærdag var veginum jafnframt lokað tímabundið þegar bílastæðið sem tekur um fimm til sjö hundruð bíla fylltist og Gunnar Schram, hjá lögreglunni á Suðurnesjum, býst við að það verði líka gert í dag til að stýra umferð á svæðið. Hleypt verður inn eftir því sem stæði losna. „Við erum búin að vera læra á hverjum degi hvernig megi bæta umferðarskipulagið. Þetta er svo gríðarlegur fjöldi sem streymir þarna að á hverjum degi. Þúsundir manna á þessi bílastæði sem voru sett þarna með samþykki landareigenda. Þau höfðu mikil jákvæð áhrif í gær og við munum halda þessu skipulagi áfram í dag,“ segir Gunnar. Þúsundir lögðu leið sína í Geldingardali í gær til þess að berja eldgosið augum.vísir/Vilhelm Koma þurfti nokkrum til aðstoðar í gær. „Þetta gekk í heildina vel en við erum alltaf með einhver tilvik af gönguhnjaski. Fólk er að snúa sig og togna og kannski aðeins að detta og við þurftum að hjálpa eða aðstoða allnokkra.“ Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur gosið haldið sínu striki og litlar breytingar urðu á gosstöðvunum í nótt. Gönguleiðir er flughálar á köflum. Útlit er fyrir norðanátt og strekking í dag og leggur mengun þá til suðurs og suðvesturs frá gosinu. Steinar Þór Kristinsson, hjá björgunarsveitinni Þorbirni, biður fólk um að vera vel útbúið og með hálkubrodda með sér. „Það eru flestir sem eru mjög vel búnir og klárir í þesar aðstæður en því miður er óþægilega stór hópur sem er ekki með allt á hreinu og gerir sér kannski ekki grein fyrir að það er að fara inn í fjalllendi og í aðrar aðstæður en í byggð,“ segir Steinar. Fjölmenni var á leiðinni upp og niður í brekkunni með kaðlinum í gær.Vísir/Tinni Hann fór sjálfur að gosinu í gær og segir gríðarlegan fjölda hafa verið á svæðinu. „Ef maður hugsar út í covid ástandið að þá var þetta alveg óhugnanlega mikið,“ segir hann. „Í brekkunni var mikil nálægð á fólki og fólk mætti hafa í huga að vera með grímur á sér, þessar covid-grímur. Og vera með spritt með sér til þess að spritta áður en það fer í kaðalinn. Það er mjög erfitt í rauninni að hugsa um smitvarnir þarna en ef fólk getur sprittað sig fyrir og eftir kaðalinn myndi það hjálpa eitthvað,“ segir Steinar. Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Opnað var fyrir umferð um Suðurstrandaveg að gosstöðvunum klukkan tíu í morgun. Veginum var lokað í gærkvöldi og Geldingardalir rýmdir af öryggisástæðum en talin var þörf á því að hvíla björgunarlið. Í gærdag var veginum jafnframt lokað tímabundið þegar bílastæðið sem tekur um fimm til sjö hundruð bíla fylltist og Gunnar Schram, hjá lögreglunni á Suðurnesjum, býst við að það verði líka gert í dag til að stýra umferð á svæðið. Hleypt verður inn eftir því sem stæði losna. „Við erum búin að vera læra á hverjum degi hvernig megi bæta umferðarskipulagið. Þetta er svo gríðarlegur fjöldi sem streymir þarna að á hverjum degi. Þúsundir manna á þessi bílastæði sem voru sett þarna með samþykki landareigenda. Þau höfðu mikil jákvæð áhrif í gær og við munum halda þessu skipulagi áfram í dag,“ segir Gunnar. Þúsundir lögðu leið sína í Geldingardali í gær til þess að berja eldgosið augum.vísir/Vilhelm Koma þurfti nokkrum til aðstoðar í gær. „Þetta gekk í heildina vel en við erum alltaf með einhver tilvik af gönguhnjaski. Fólk er að snúa sig og togna og kannski aðeins að detta og við þurftum að hjálpa eða aðstoða allnokkra.“ Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur gosið haldið sínu striki og litlar breytingar urðu á gosstöðvunum í nótt. Gönguleiðir er flughálar á köflum. Útlit er fyrir norðanátt og strekking í dag og leggur mengun þá til suðurs og suðvesturs frá gosinu. Steinar Þór Kristinsson, hjá björgunarsveitinni Þorbirni, biður fólk um að vera vel útbúið og með hálkubrodda með sér. „Það eru flestir sem eru mjög vel búnir og klárir í þesar aðstæður en því miður er óþægilega stór hópur sem er ekki með allt á hreinu og gerir sér kannski ekki grein fyrir að það er að fara inn í fjalllendi og í aðrar aðstæður en í byggð,“ segir Steinar. Fjölmenni var á leiðinni upp og niður í brekkunni með kaðlinum í gær.Vísir/Tinni Hann fór sjálfur að gosinu í gær og segir gríðarlegan fjölda hafa verið á svæðinu. „Ef maður hugsar út í covid ástandið að þá var þetta alveg óhugnanlega mikið,“ segir hann. „Í brekkunni var mikil nálægð á fólki og fólk mætti hafa í huga að vera með grímur á sér, þessar covid-grímur. Og vera með spritt með sér til þess að spritta áður en það fer í kaðalinn. Það er mjög erfitt í rauninni að hugsa um smitvarnir þarna en ef fólk getur sprittað sig fyrir og eftir kaðalinn myndi það hjálpa eitthvað,“ segir Steinar.
Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira