Viðar blæs á fullyrðingar Arnars: „Ég átti allavega aldrei að vera valinn“ Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2021 11:25 Viðar Örn Kjartansson skoraði í síðasta landsleik sem hann spilaði, á Parken í nóvember. Arnar Þór Viðarsson valdi aðra leikmenn á hans kostnað í yfirstandandi landsliðsverkefni. EPA „Þetta er komið gott,“ segir Viðar Örn Kjartansson sem segist ekki hafa mikinn áhuga sem stendur á því að snúa aftur í íslenska landsliðið í fótbolta. Hann segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfara ljúga því að ekki hafi verið hægt að velja Viðar í landsliðið fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM. Arnar sagði meðal annars við RÚV í dag að norska félagið Vålerenga hefði ekki viljað hleypa Viðari í landsleikina við Þýskaland, Armeníu og Liechtenstein. Því hefði aldrei verið í boði að velja Viðar í landsliðshópinn. „Nei, þetta er ekki rétt. Ég var í sambandi við Vålerenga allan tímann á meðan þetta var að gerast,“ sagði Viðar í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason í dag. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Viðar um ummæli Arnars Vålerenga hafði samkvæmt reglum FIFA rétt á að meina Viðari að fara í landsleiki en á það reyndi aldrei. Norska félagið leyfði til að mynda kanadíska landsliðsmanninum Sam Adekugbe að fara í landsleiki vestur yfir haf. „Þú velur fyrst 35-40 manna landsliðshóp eða eitthvað slíkt og Vålerenga fékk senda spurningu um hvort ég væri „available“. Það áttu að koma einhverjar nýjar reglur um sóttkví í Noregi og annað og þeir sögðu bara: „látið okkur vita þegar þið veljið endanlega hópinn og við tölum svo saman“. Þeir hleyptu meðal annars leikmanni til að spila með kanadíska landsliðinu, og svo var leikmaður sem átti að vera í norska landsliðinu en komst ekki út af meiðslum. Það er því mjög ólíklegt að þeir hefðu bannað bara mér að fara. Svo var ég að spyrja íþróttastjórann sem sagði mér að þeir [starfsmenn Vålerenga] hefðu ekkert heyrt meira frá þeim [starfsmönnum KSÍ],“ sagði Viðar. „Voðalega þreytt umræða og skrýtin“ Af hverju var þá Arnar að koma með þessar fullyrðingar núna, eftir að hafa hingað til útskýrt fjarveru Viðars með því að hann teldi aðra leikmenn henta betur? „Ég veit það ekki. Mér finnst þetta orðin voðalega þreytt umræða og skrýtin, og leiðinlegt að horfa á hvernig þetta er á hverjum degi. Þetta er bara alls ekki rétt og ég skil ekki af hverju það er. Hvort að þetta sé einhver misskilningur hjá þeim en ég efa það því að svörin eru búin að vera önnur. Þetta er orðin löng umræða en þetta atriði er að minnsta kosti ekki rétt,“ sagði Viðar. Ríkharð sagði fólk hreinlega velta fyrir sér hvort að um eitthvað persónulegt væri að ræða á milli hans og landsliðsþjálfaranna, fyrst Viðar væri ekki í landsliðshópnum. Hvað vill hann segja um það? Hugsa að þetta sé „end of story“ „Ég veit það ekki. Ég trúi því nú ekki. Þeir hljóta að velja þá sem þeir telja besta fyrir hópinn. Ég átti allavega aldrei að vera valinn, það er alveg klárt,“ sagði Viðar. En er Viðar klár í slaginn ef hann verður valinn í næsta landsliðsverkefni? „Ég á eftir að hugsa út í það.“ Áhuginn hafi vissulega minnkað: „Það er svolítið mikið þannig. Ég hugsa að þetta sé „end of story“. Ég er ekki valinn í hópinn og ég reikna ekki með að vera valinn í framtíðinni. Þetta er komið gott.“ Viðtalið við Viðar má sjá hér að ofan. HM 2022 í Katar Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Sjá meira
Arnar sagði meðal annars við RÚV í dag að norska félagið Vålerenga hefði ekki viljað hleypa Viðari í landsleikina við Þýskaland, Armeníu og Liechtenstein. Því hefði aldrei verið í boði að velja Viðar í landsliðshópinn. „Nei, þetta er ekki rétt. Ég var í sambandi við Vålerenga allan tímann á meðan þetta var að gerast,“ sagði Viðar í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason í dag. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Viðar um ummæli Arnars Vålerenga hafði samkvæmt reglum FIFA rétt á að meina Viðari að fara í landsleiki en á það reyndi aldrei. Norska félagið leyfði til að mynda kanadíska landsliðsmanninum Sam Adekugbe að fara í landsleiki vestur yfir haf. „Þú velur fyrst 35-40 manna landsliðshóp eða eitthvað slíkt og Vålerenga fékk senda spurningu um hvort ég væri „available“. Það áttu að koma einhverjar nýjar reglur um sóttkví í Noregi og annað og þeir sögðu bara: „látið okkur vita þegar þið veljið endanlega hópinn og við tölum svo saman“. Þeir hleyptu meðal annars leikmanni til að spila með kanadíska landsliðinu, og svo var leikmaður sem átti að vera í norska landsliðinu en komst ekki út af meiðslum. Það er því mjög ólíklegt að þeir hefðu bannað bara mér að fara. Svo var ég að spyrja íþróttastjórann sem sagði mér að þeir [starfsmenn Vålerenga] hefðu ekkert heyrt meira frá þeim [starfsmönnum KSÍ],“ sagði Viðar. „Voðalega þreytt umræða og skrýtin“ Af hverju var þá Arnar að koma með þessar fullyrðingar núna, eftir að hafa hingað til útskýrt fjarveru Viðars með því að hann teldi aðra leikmenn henta betur? „Ég veit það ekki. Mér finnst þetta orðin voðalega þreytt umræða og skrýtin, og leiðinlegt að horfa á hvernig þetta er á hverjum degi. Þetta er bara alls ekki rétt og ég skil ekki af hverju það er. Hvort að þetta sé einhver misskilningur hjá þeim en ég efa það því að svörin eru búin að vera önnur. Þetta er orðin löng umræða en þetta atriði er að minnsta kosti ekki rétt,“ sagði Viðar. Ríkharð sagði fólk hreinlega velta fyrir sér hvort að um eitthvað persónulegt væri að ræða á milli hans og landsliðsþjálfaranna, fyrst Viðar væri ekki í landsliðshópnum. Hvað vill hann segja um það? Hugsa að þetta sé „end of story“ „Ég veit það ekki. Ég trúi því nú ekki. Þeir hljóta að velja þá sem þeir telja besta fyrir hópinn. Ég átti allavega aldrei að vera valinn, það er alveg klárt,“ sagði Viðar. En er Viðar klár í slaginn ef hann verður valinn í næsta landsliðsverkefni? „Ég á eftir að hugsa út í það.“ Áhuginn hafi vissulega minnkað: „Það er svolítið mikið þannig. Ég hugsa að þetta sé „end of story“. Ég er ekki valinn í hópinn og ég reikna ekki með að vera valinn í framtíðinni. Þetta er komið gott.“ Viðtalið við Viðar má sjá hér að ofan.
HM 2022 í Katar Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Sjá meira