Ísland niður fyrir Finnland eftir ein óvæntustu úrslitin Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2021 17:01 Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hafa hæst náð að koma Íslandi í 18. sæti heimslistans, á HM-árinu 2018. Nú er Ísland 36 sætum neðar. EPA-EFE/VAHRAM BAGHDASARYAN Tap Íslands gegn Armeníu í gær telst til einna af óvæntustu úrslitum 2. umferðar í undankeppni HM karla í fótbolta í Evrópu. Ísland, sem var í 46. sæti á síðasta styrkleikalista FIFA, tapaði 2-0 gegn Armeníu sem er í 99. sæti listans. Samkvæmt hollenska fyrirtækinu Gracenote, sem heldur utan um alls konar íþróttatölfræði, var útisigur Lúxemborg gegn Írlandi sá óvæntasti í 2. umferð. Sigur Tyrklands gegn Noregi, 3-0, í leik sem reyndar fór fram á Spáni vegna kórónuveirufaraldursins, þótti einnig mjög óvæntur. Tap Íslands var svo í 3. sæti yfir óvæntustu úrslitin. - Most surprising results on matchday 2 of UEFA 2022 World Cup qualifying according to our World Football Ranking1. Ireland 0-1 Luxembourg2. Norway 0-3 Turkey3. Armenia 2-0 Iceland4. Slovakia 2-2 Malta5. Kosovo 0-3 Sweden#WCQ2022 #wcqualifiers— Gracenote Live (@GracenoteLive) March 29, 2021 Eftir 3-0 tapið gegn Þýskalandi og 2-0 tapið gegn Armeníu fer Ísland niður um átta sæti á styrkleikalista FIFA. Ísland er sem stendur í 54. sæti og þar með næstneðst af Norðurlandaþjóðum en Færeyjar eru neðar. Ísland er í 30. sæti af Evrópuþjóðum og í 54. sæti heimslistans, miðað við nýjustu úrslit. Ísland tapar 25,4 stigum og fer niður um átta sæti eftir töpin gegn Þýskalandi og Armeníufootball-ranking.com Ísland mætir Liechtenstein á miðvikudag í síðasta leik sínum áður en nýr heimslisti verður birtur en mun lítið geta lagað stöðu sína. Liechtenstein er þriðja neðsta Evrópuþjóðin á heimslistanum og sigur myndi því aðeins færa Íslandi örfá stig á listanum. Jafntefli gegn svo slöku liði myndi þýða fleiri mínusstig en tapið á móti Þýskalandi hafði í för með sér, og tap myndi skila Íslandi niður í 58. sæti heimslistans eða þar um bil. HM 2022 í Katar Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Ísland, sem var í 46. sæti á síðasta styrkleikalista FIFA, tapaði 2-0 gegn Armeníu sem er í 99. sæti listans. Samkvæmt hollenska fyrirtækinu Gracenote, sem heldur utan um alls konar íþróttatölfræði, var útisigur Lúxemborg gegn Írlandi sá óvæntasti í 2. umferð. Sigur Tyrklands gegn Noregi, 3-0, í leik sem reyndar fór fram á Spáni vegna kórónuveirufaraldursins, þótti einnig mjög óvæntur. Tap Íslands var svo í 3. sæti yfir óvæntustu úrslitin. - Most surprising results on matchday 2 of UEFA 2022 World Cup qualifying according to our World Football Ranking1. Ireland 0-1 Luxembourg2. Norway 0-3 Turkey3. Armenia 2-0 Iceland4. Slovakia 2-2 Malta5. Kosovo 0-3 Sweden#WCQ2022 #wcqualifiers— Gracenote Live (@GracenoteLive) March 29, 2021 Eftir 3-0 tapið gegn Þýskalandi og 2-0 tapið gegn Armeníu fer Ísland niður um átta sæti á styrkleikalista FIFA. Ísland er sem stendur í 54. sæti og þar með næstneðst af Norðurlandaþjóðum en Færeyjar eru neðar. Ísland er í 30. sæti af Evrópuþjóðum og í 54. sæti heimslistans, miðað við nýjustu úrslit. Ísland tapar 25,4 stigum og fer niður um átta sæti eftir töpin gegn Þýskalandi og Armeníufootball-ranking.com Ísland mætir Liechtenstein á miðvikudag í síðasta leik sínum áður en nýr heimslisti verður birtur en mun lítið geta lagað stöðu sína. Liechtenstein er þriðja neðsta Evrópuþjóðin á heimslistanum og sigur myndi því aðeins færa Íslandi örfá stig á listanum. Jafntefli gegn svo slöku liði myndi þýða fleiri mínusstig en tapið á móti Þýskalandi hafði í för með sér, og tap myndi skila Íslandi niður í 58. sæti heimslistans eða þar um bil.
HM 2022 í Katar Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira