Höfum öll ofboðslega gott af því að finna hvað heldur okkur gangandi Kristján Már Unnarsson skrifar 28. mars 2021 23:00 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, daginn sem Kap VE, skipið fyrir aftan, landaði fyrstu loðnu íslensks fiskiskips í þrjú ár. Egill Aðalsteinsson „Það er bara gaman að vinna á vertíð. Það eru vaktir. Það er fjör. Þú finnur það að þú ert að bjarga verðmætum og að þetta skiptir máli. Ég held að við höfum öll bara ofboðslega gott af því að vera svona með puttann á púlsinum á því hvað heldur okkur gangandi,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um eigin reynslu af því að vinna á loðnuvertíð. „Stemmningin er til staðar. Og þú þarft ekki að vinna í loðnunni til að finna hana. Hún smitar út í allt,“ segir Norðfirðingurinn Smári Geirsson um stemmninguna sem fylgir loðnuvertíð á Austfjörðum. Smári Geirsson, söguritari Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, er fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.Einar Árnason Íris og Smári eru meðal viðmælenda þáttarins Um land allt á Stöð 2 en þar kynnumst við lífinu á loðnuvertíð. Farið er á loðnuveiðar með skipverjum á Beiti frá Neskaupstað. „Það er bara fundin torfa og kastað,“ segir skipstjórinn Sturla Þórðarson. Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti NK.Sigurjón Ólason Fylgst er með vinnslu í landi, bæði í Vestmannaeyjum og á Norðfirði. Fjallað er um áhrif loðnunnar í Vestmannaeyjum, stærsta loðnubænum, og á Austfjörðum, þeim landshluta sem mest á undir loðnu. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, betur þekktur sem Binni í Vinnslustöðinni.Egill Aðalsteinsson „Þetta er ævintýri,“ segir Binni í Vinnslustöðinni, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson í Eyjum. „Ég hef oft sagt að loðna er svona meira fyrir spennufíkla en margt annað,“ segir Gunnþór Ingvason í Síldarvinnslunni í Neskaupstað. Loðnan dælist í lestar Beitis á loðnumiðum undan Snæfellsjökli. Fjær sést grænlenska skipið Polar Amaroq.Sigurjón Ólason „Það kemur ekkert í staðinn fyrir loðnuna. Það brosa allir mjög breitt í dag,“ segir Íris daginn sem fyrstu loðnunni er landað í Eyjum í þrjú ár. Beitir NK, flaggskip Síldarvinnslunnar, siglir inn Norðfjörð.Einar Árnason „Í Fjarðabyggð brosir fólk bara alltaf breitt allan ársins hring,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, þegar velheppnaðri vertíð er að ljúka. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:10 í kvöld, mánudagskvöld. Hér má sjá sýnishorn: Um land allt Sjávarútvegur Fjarðabyggð Vestmannaeyjar Vopnafjörður Hornafjörður Langanesbyggð Akranes Efnahagsmál Tengdar fréttir Segir loðnuvertíðina stóran lottóvinning fyrir þjóðarbúið Núna er áætlað að loðnuvertíðin skili yfir tuttugu milljarða króna útflutningsverðmætum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þangað var Börkur NK í kvöld á leið með síðasta loðnufarm Austfjarða á þessari vertíð, 1.900 tonna farm. Þá virðist einungis Ísfélag Vestmannaeyja eiga eftir um þúsund tonn óveidd af sínum kvóta. 10. mars 2021 22:29 Loðnuvertíðin á lokametrunum: „Ævintýralegt fiskerí“ „Þetta er eiginlega búið að vera ævintýralegt fiskerí,“ sagði fréttamaðurinn Kristján Már Unnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann var staddur um borð í Beiti NK-123. Veiðin hefur gengið vel og er Beitir kominn með næstum 1.500 tonn. 6. mars 2021 21:00 Finnst gott að finna loðnulyktina og að fólkið fái meira útborgað Hrognafylling loðnunnar sem komin er á land í Vestmannaeyjum er orðin nægilega mikil fyrir Japansmarkað, sem stóreykur verðmæti hennar. Í Eyjum er slegist um að komast á loðnuvertíðina. 18. febrúar 2021 21:55 Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
„Stemmningin er til staðar. Og þú þarft ekki að vinna í loðnunni til að finna hana. Hún smitar út í allt,“ segir Norðfirðingurinn Smári Geirsson um stemmninguna sem fylgir loðnuvertíð á Austfjörðum. Smári Geirsson, söguritari Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, er fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.Einar Árnason Íris og Smári eru meðal viðmælenda þáttarins Um land allt á Stöð 2 en þar kynnumst við lífinu á loðnuvertíð. Farið er á loðnuveiðar með skipverjum á Beiti frá Neskaupstað. „Það er bara fundin torfa og kastað,“ segir skipstjórinn Sturla Þórðarson. Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti NK.Sigurjón Ólason Fylgst er með vinnslu í landi, bæði í Vestmannaeyjum og á Norðfirði. Fjallað er um áhrif loðnunnar í Vestmannaeyjum, stærsta loðnubænum, og á Austfjörðum, þeim landshluta sem mest á undir loðnu. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, betur þekktur sem Binni í Vinnslustöðinni.Egill Aðalsteinsson „Þetta er ævintýri,“ segir Binni í Vinnslustöðinni, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson í Eyjum. „Ég hef oft sagt að loðna er svona meira fyrir spennufíkla en margt annað,“ segir Gunnþór Ingvason í Síldarvinnslunni í Neskaupstað. Loðnan dælist í lestar Beitis á loðnumiðum undan Snæfellsjökli. Fjær sést grænlenska skipið Polar Amaroq.Sigurjón Ólason „Það kemur ekkert í staðinn fyrir loðnuna. Það brosa allir mjög breitt í dag,“ segir Íris daginn sem fyrstu loðnunni er landað í Eyjum í þrjú ár. Beitir NK, flaggskip Síldarvinnslunnar, siglir inn Norðfjörð.Einar Árnason „Í Fjarðabyggð brosir fólk bara alltaf breitt allan ársins hring,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, þegar velheppnaðri vertíð er að ljúka. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:10 í kvöld, mánudagskvöld. Hér má sjá sýnishorn:
Um land allt Sjávarútvegur Fjarðabyggð Vestmannaeyjar Vopnafjörður Hornafjörður Langanesbyggð Akranes Efnahagsmál Tengdar fréttir Segir loðnuvertíðina stóran lottóvinning fyrir þjóðarbúið Núna er áætlað að loðnuvertíðin skili yfir tuttugu milljarða króna útflutningsverðmætum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þangað var Börkur NK í kvöld á leið með síðasta loðnufarm Austfjarða á þessari vertíð, 1.900 tonna farm. Þá virðist einungis Ísfélag Vestmannaeyja eiga eftir um þúsund tonn óveidd af sínum kvóta. 10. mars 2021 22:29 Loðnuvertíðin á lokametrunum: „Ævintýralegt fiskerí“ „Þetta er eiginlega búið að vera ævintýralegt fiskerí,“ sagði fréttamaðurinn Kristján Már Unnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann var staddur um borð í Beiti NK-123. Veiðin hefur gengið vel og er Beitir kominn með næstum 1.500 tonn. 6. mars 2021 21:00 Finnst gott að finna loðnulyktina og að fólkið fái meira útborgað Hrognafylling loðnunnar sem komin er á land í Vestmannaeyjum er orðin nægilega mikil fyrir Japansmarkað, sem stóreykur verðmæti hennar. Í Eyjum er slegist um að komast á loðnuvertíðina. 18. febrúar 2021 21:55 Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Segir loðnuvertíðina stóran lottóvinning fyrir þjóðarbúið Núna er áætlað að loðnuvertíðin skili yfir tuttugu milljarða króna útflutningsverðmætum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þangað var Börkur NK í kvöld á leið með síðasta loðnufarm Austfjarða á þessari vertíð, 1.900 tonna farm. Þá virðist einungis Ísfélag Vestmannaeyja eiga eftir um þúsund tonn óveidd af sínum kvóta. 10. mars 2021 22:29
Loðnuvertíðin á lokametrunum: „Ævintýralegt fiskerí“ „Þetta er eiginlega búið að vera ævintýralegt fiskerí,“ sagði fréttamaðurinn Kristján Már Unnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann var staddur um borð í Beiti NK-123. Veiðin hefur gengið vel og er Beitir kominn með næstum 1.500 tonn. 6. mars 2021 21:00
Finnst gott að finna loðnulyktina og að fólkið fái meira útborgað Hrognafylling loðnunnar sem komin er á land í Vestmannaeyjum er orðin nægilega mikil fyrir Japansmarkað, sem stóreykur verðmæti hennar. Í Eyjum er slegist um að komast á loðnuvertíðina. 18. febrúar 2021 21:55
Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent