Einkunnir Íslands á móti Armeníu: Margir féllu á prófinu í kvöld Íþróttadeild skrifar 28. mars 2021 18:29 Jón Daði Böðvarsson reynir skalla í átta að marki Armena. Jón Daði fékk bestu færi íslenska liðsins í leiknum og mark í þeim færum hefði breytt miklu í kvöld. EPA-EFE/VAHRAM BAGHDASARYAN Íslensku strákarnir eru stigalausir eftir tvo leiki og frammistaða liðsins í Armeníu var alls ekki nógu góð. Það er ekki oft sem íslenska liðið tapar leik á baráttu og vilja. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er stigalaust eftir tvo fyrstu leiki sína í undankeppni HM 2022 eftir 2-0 tap á móti Armeníu í Jerevan í kvöld. Armenar eru með fullt hús og búnir að taka góða forystu á Ísland í baráttunni um sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins. Íslenska liðið náði ekki að nýta sér góða byrjun og tak á leiknum framan af en það fóru líka góð færi forgörðum áður en Armenar fengu mark á silfurfati. Seinna markið kom síðan úr skyndisókn eftir að íslenska liðið tapaði boltanum í lofandi sókn. Það var kannski mest sláandi var að íslensku strákarnir litu út fyrir að tapa slagnum þegar kom að baráttugleði og grimmd þar sem íslenska liðið er vanalega á heimavelli í leikjum sínum. Heimamenn fengu aukakraft eftir því sem leið á leikinn og lönduðu stigunum þar sem þeir litu út fyrir að langa meira í sigurinn. Einkunnagjöf Íslands fyrir Armenía - Ísland Byrjunarliðið: Hannes Þór Halldórsson, markvörður 4 Átti að gera miklu betur í fyrra markinu. Vissulega óvænt skot en ekki fast og lengst utan úr teig. Fékk ekki mörg krefjandi skot á sig fyrir utan mörkin tvö. Gat mun minna gert í seinna markinu. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 4 Gerði fá mistök í fyrri hálfleiknum, stóð vaktina þá vel og reyndi að hjálpa til í uppbyggingu sóknarleiksins. Sofnaði á verðinum í seinna markinu og náði ekki að fylgja eftir ágætum fyrri hálfleik. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 4 Náði ekki alveg að fylgja eftir góðri frammistöðu á móti Þjóðverjum. Var ljónheppinn að gefa ekki mark á 51. mínútu en Kári kom honum þá til bjargar. Kári Árnason, miðvörður 5 Var lengstum traustur í vörninni og gerði nokkrum sinnum vel í að stoppa upphlaup Armena. Bæði mörkin komu í gegnum pressuleysi frá bakvörðunum og þegar Kári var ekki í hjálpinni. Kári var besti varnarmaður íslenska liðsins í leiknum. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 4 Fékk gult spjald snemma sem var ekki að auðvelda fyrir honum hlutina. Átti fyrsta alvöru skotið í leiknum sem varnarmaður Armena kom framhjá samskeytunum. Leit ágætlega út þegar íslenska liðið var með góð tök í upphafi leiks en datt niður eins og svo margir. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri vængmaður 6 Mjög ógnandi þegar liðið var að spila best á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Sýndi þá vissulega gæðin sín en því miður kom ekki mark út úr því. Náði ekki alveg að halda út þegar leið á leikinn og var orðinn mjög þreyttur í seinni hálfleiknum. Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 4 Komst betur í takt við leikinn til að byrja með heldur en á móti Þýskalandi og fékk mikið boltann í uppspilinu. Seinni hálfleikurinn var aftur á móti alls ekki góður og hann bauð upp á annað markið á silfurfati með því að fljúga á hausinn fyrir framan vítateig Armena og bæði missa boltann sem og vera hvergi nærri til að verjast skyndisókninni. Birkir Bjarnason, miðjumaður 4 Var kominn inn á miðjuna þar sem hann endaði Þýskalandsleikinn. Var hins vegar aldrei almennilega með í spili íslenska liðsins. Þarf að komast miklu meira í boltann inn á miðjunni og hjálpa liðinu mun meira. Gerir engin stór mistök varnarlega en þarf að taka meiri ábyrgð í sóknarleiknum. Arnór Sigurðsson, miðjumaður 4 Fékk slæmt höfuðhögg um miðjan fyrri hálfleik en hélt áfram. Var mjög nálægt því að búa til frábært færi fyrir Jón Daða í lok fyrri hálfleiks. Heilt yfir þá gekk ekki nógu vel hjá honum hvort sem var að vinna boltann eða halda boltanum.' Albert Guðmundsson, vinstri vængmaður 4 Albert var að reyna að búa til eitthvað í sókninni en varnarlega var hann afleitur. Það verst af öllu var að Albert fékk gult spjald fyrir leikaraskap og er því í banni á móti Liechtenstein á miðvikudaginn í leik þar sem var tækifæri fyrir hann að blómstra. Jón Daði Böðvarsson, framherji 5 Vinnusamur eins og vanalega. Var líka mun nær því að skora en í síðasta leik og þá sérstaklega á 58. mínútu þegar hann gerði mjög vel að koma sér í flott færi. Gat gefið boltann á Kolbein eða Birki en skaut sjálfur og lét verja frá sér. Jón Daði fékk líka fínt færi stuttu síðar en skaut þá framhjá. Varamenn: Kolbeinn Sigþórsson kom inn á fyrir Arnór á 55. Mínútu 4 Var fljótur að komast í boltana í teignum eftir að hann kom inn á völlinn en því miður nýtti hann skallafærin sín ekki vel. Eftir ágætar upphafsmínútur komst hann lítið í fyrirgjafirnar eftir það. Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á fyrir Jón Daða á 77. mínútu Lék of lítiðArnór Ingvi Traustason kom inn á fyrir Jóhann Berg á 77. mínútu Lék of lítiðGuðlaugur Victor Pálsson kom inn á fyrir Birkir Bjarnason á 84. mínútu Lék of lítið HM 2022 í Katar Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er stigalaust eftir tvo fyrstu leiki sína í undankeppni HM 2022 eftir 2-0 tap á móti Armeníu í Jerevan í kvöld. Armenar eru með fullt hús og búnir að taka góða forystu á Ísland í baráttunni um sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins. Íslenska liðið náði ekki að nýta sér góða byrjun og tak á leiknum framan af en það fóru líka góð færi forgörðum áður en Armenar fengu mark á silfurfati. Seinna markið kom síðan úr skyndisókn eftir að íslenska liðið tapaði boltanum í lofandi sókn. Það var kannski mest sláandi var að íslensku strákarnir litu út fyrir að tapa slagnum þegar kom að baráttugleði og grimmd þar sem íslenska liðið er vanalega á heimavelli í leikjum sínum. Heimamenn fengu aukakraft eftir því sem leið á leikinn og lönduðu stigunum þar sem þeir litu út fyrir að langa meira í sigurinn. Einkunnagjöf Íslands fyrir Armenía - Ísland Byrjunarliðið: Hannes Þór Halldórsson, markvörður 4 Átti að gera miklu betur í fyrra markinu. Vissulega óvænt skot en ekki fast og lengst utan úr teig. Fékk ekki mörg krefjandi skot á sig fyrir utan mörkin tvö. Gat mun minna gert í seinna markinu. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 4 Gerði fá mistök í fyrri hálfleiknum, stóð vaktina þá vel og reyndi að hjálpa til í uppbyggingu sóknarleiksins. Sofnaði á verðinum í seinna markinu og náði ekki að fylgja eftir ágætum fyrri hálfleik. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 4 Náði ekki alveg að fylgja eftir góðri frammistöðu á móti Þjóðverjum. Var ljónheppinn að gefa ekki mark á 51. mínútu en Kári kom honum þá til bjargar. Kári Árnason, miðvörður 5 Var lengstum traustur í vörninni og gerði nokkrum sinnum vel í að stoppa upphlaup Armena. Bæði mörkin komu í gegnum pressuleysi frá bakvörðunum og þegar Kári var ekki í hjálpinni. Kári var besti varnarmaður íslenska liðsins í leiknum. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 4 Fékk gult spjald snemma sem var ekki að auðvelda fyrir honum hlutina. Átti fyrsta alvöru skotið í leiknum sem varnarmaður Armena kom framhjá samskeytunum. Leit ágætlega út þegar íslenska liðið var með góð tök í upphafi leiks en datt niður eins og svo margir. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri vængmaður 6 Mjög ógnandi þegar liðið var að spila best á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Sýndi þá vissulega gæðin sín en því miður kom ekki mark út úr því. Náði ekki alveg að halda út þegar leið á leikinn og var orðinn mjög þreyttur í seinni hálfleiknum. Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 4 Komst betur í takt við leikinn til að byrja með heldur en á móti Þýskalandi og fékk mikið boltann í uppspilinu. Seinni hálfleikurinn var aftur á móti alls ekki góður og hann bauð upp á annað markið á silfurfati með því að fljúga á hausinn fyrir framan vítateig Armena og bæði missa boltann sem og vera hvergi nærri til að verjast skyndisókninni. Birkir Bjarnason, miðjumaður 4 Var kominn inn á miðjuna þar sem hann endaði Þýskalandsleikinn. Var hins vegar aldrei almennilega með í spili íslenska liðsins. Þarf að komast miklu meira í boltann inn á miðjunni og hjálpa liðinu mun meira. Gerir engin stór mistök varnarlega en þarf að taka meiri ábyrgð í sóknarleiknum. Arnór Sigurðsson, miðjumaður 4 Fékk slæmt höfuðhögg um miðjan fyrri hálfleik en hélt áfram. Var mjög nálægt því að búa til frábært færi fyrir Jón Daða í lok fyrri hálfleiks. Heilt yfir þá gekk ekki nógu vel hjá honum hvort sem var að vinna boltann eða halda boltanum.' Albert Guðmundsson, vinstri vængmaður 4 Albert var að reyna að búa til eitthvað í sókninni en varnarlega var hann afleitur. Það verst af öllu var að Albert fékk gult spjald fyrir leikaraskap og er því í banni á móti Liechtenstein á miðvikudaginn í leik þar sem var tækifæri fyrir hann að blómstra. Jón Daði Böðvarsson, framherji 5 Vinnusamur eins og vanalega. Var líka mun nær því að skora en í síðasta leik og þá sérstaklega á 58. mínútu þegar hann gerði mjög vel að koma sér í flott færi. Gat gefið boltann á Kolbein eða Birki en skaut sjálfur og lét verja frá sér. Jón Daði fékk líka fínt færi stuttu síðar en skaut þá framhjá. Varamenn: Kolbeinn Sigþórsson kom inn á fyrir Arnór á 55. Mínútu 4 Var fljótur að komast í boltana í teignum eftir að hann kom inn á völlinn en því miður nýtti hann skallafærin sín ekki vel. Eftir ágætar upphafsmínútur komst hann lítið í fyrirgjafirnar eftir það. Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á fyrir Jón Daða á 77. mínútu Lék of lítiðArnór Ingvi Traustason kom inn á fyrir Jóhann Berg á 77. mínútu Lék of lítiðGuðlaugur Victor Pálsson kom inn á fyrir Birkir Bjarnason á 84. mínútu Lék of lítið
HM 2022 í Katar Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira