„Eigum alveg rétt á að vera á þessu móti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. mars 2021 15:45 Úr leiknum í Györ í dag. getty/Chris Ricco Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðsins, kvaðst nokkuð sáttur með frammistöðu Íslands gegn Danmörku á EM í dag. Danir unnu leikinn, 2-0, og tryggðu sér þar með sæti í átta liða úrslitum keppninnar. „Ég er mjög stoltur af mínu liði. Við áttum að skora og galopna leikinn. Byrjunin var erfið en við unnum okkur vel í leikinn. Ég er fyrst og fremst stoltur af strákunum. Við skildum allt eftir á vellinum,“ sagði Davíð á blaðamannafundi eftir leikinn. Danir skoruðu tvö mörk á fyrstu nítján mínútum leiksins og létu þar við sitja. Fyrra markið kom eftir gott spil hjá danska liðinu og það síðara eftir hornspyrnu. „Þetta eru augnablik sem geta breytt leikjum. En þetta eru bara tvö góð lið að spila. Þeir gerðu þetta vel í fyrsta markinu og svo fast leikatriði sem við komum ekki í veg fyrir,“ sagði Davíð. Hann var ánægður hvernig íslenska liðið svaraði mótlætinu sem það lenti í upphafi leiksins. „Við höldum alltaf áfram og erum með góð liðsheild og góða leikmenn. Við eigum alveg rétt á að vera á þessu móti,“ sagði Davíð. Ísak Óli Ólafsson fór meiddur af velli þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Að sögn Davíðs fékk Keflvíkingurinn krampa. Sveinn Aron Guðjohnsen lét mikið til sín taka í leiknum og Davíð fannst hann ekki fá mikið frá dómaranum. „Hann stóð sig prýðilega. Þeir áttu í stökustu vandræðum með hann. Ég hefði viljað fá fleiri aukaspyrnur en þetta voru sterkir strákar að berjast,“ sagði Davíð. EM U21 í fótbolta 2021 Tengdar fréttir Davíð Snorri: Stoltur af liðinu Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs karla, kvaðst stoltur af liði sínu eftir 0-2 tap gegn Danmörku í lokakeppni EM sem fram fer í Ungverjalandi þessa dagana. 28. mars 2021 15:16 Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-2 | Danir refsuðu á meðan Íslendingar nýttu ekki færin Ísland mætir Danmörku í Ungverjalandi í dag, í öðrum leik sínum á EM U21-landsliða. Danir eru með sjálfstraust eftir 1-0 sigur gegn Frökkum en Ísland tapaði 4-1 gegn Rússum. 28. mars 2021 14:50 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
„Ég er mjög stoltur af mínu liði. Við áttum að skora og galopna leikinn. Byrjunin var erfið en við unnum okkur vel í leikinn. Ég er fyrst og fremst stoltur af strákunum. Við skildum allt eftir á vellinum,“ sagði Davíð á blaðamannafundi eftir leikinn. Danir skoruðu tvö mörk á fyrstu nítján mínútum leiksins og létu þar við sitja. Fyrra markið kom eftir gott spil hjá danska liðinu og það síðara eftir hornspyrnu. „Þetta eru augnablik sem geta breytt leikjum. En þetta eru bara tvö góð lið að spila. Þeir gerðu þetta vel í fyrsta markinu og svo fast leikatriði sem við komum ekki í veg fyrir,“ sagði Davíð. Hann var ánægður hvernig íslenska liðið svaraði mótlætinu sem það lenti í upphafi leiksins. „Við höldum alltaf áfram og erum með góð liðsheild og góða leikmenn. Við eigum alveg rétt á að vera á þessu móti,“ sagði Davíð. Ísak Óli Ólafsson fór meiddur af velli þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Að sögn Davíðs fékk Keflvíkingurinn krampa. Sveinn Aron Guðjohnsen lét mikið til sín taka í leiknum og Davíð fannst hann ekki fá mikið frá dómaranum. „Hann stóð sig prýðilega. Þeir áttu í stökustu vandræðum með hann. Ég hefði viljað fá fleiri aukaspyrnur en þetta voru sterkir strákar að berjast,“ sagði Davíð.
EM U21 í fótbolta 2021 Tengdar fréttir Davíð Snorri: Stoltur af liðinu Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs karla, kvaðst stoltur af liði sínu eftir 0-2 tap gegn Danmörku í lokakeppni EM sem fram fer í Ungverjalandi þessa dagana. 28. mars 2021 15:16 Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-2 | Danir refsuðu á meðan Íslendingar nýttu ekki færin Ísland mætir Danmörku í Ungverjalandi í dag, í öðrum leik sínum á EM U21-landsliða. Danir eru með sjálfstraust eftir 1-0 sigur gegn Frökkum en Ísland tapaði 4-1 gegn Rússum. 28. mars 2021 14:50 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Davíð Snorri: Stoltur af liðinu Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs karla, kvaðst stoltur af liði sínu eftir 0-2 tap gegn Danmörku í lokakeppni EM sem fram fer í Ungverjalandi þessa dagana. 28. mars 2021 15:16
Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-2 | Danir refsuðu á meðan Íslendingar nýttu ekki færin Ísland mætir Danmörku í Ungverjalandi í dag, í öðrum leik sínum á EM U21-landsliða. Danir eru með sjálfstraust eftir 1-0 sigur gegn Frökkum en Ísland tapaði 4-1 gegn Rússum. 28. mars 2021 14:50