Áætlun stjórnvalda „á milli þess að vera fáránleg, hlægileg og glæpsamleg“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2021 12:26 Kári segist ekki trúa því að af litakóðakerfi stjórnvalda á landamærunum verði. Fyrirhugað er að það taki gildi 1. maí. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að stökkbreytingar á kórónuveirunni geti leitt til þess að hún verði skaðminni þegar fram líða stundir. Hann telur fyrirhugað litakóðakerfi stjórnvalda við landamærin ekki góða hugmynd. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var til viðtals á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann meðal annars breska afbrigði kórónuveirunnar, sem nú er ríkjandi hér á landi og víðar um heim. Hann segir veiruna stökkbreytast í fjórða hvert skipti sem hún flyst á milli manna. „Þessi veira er búin að dreifa sér svo mikið að hún hefur haft tækifæri til að stökkbreytast alveg gífurlega mikið. Það er eðli svona veiru að stökkbreytast þannig að hún geti flust á milli fólks, auðveldar. Það endar þannig að sú stökkbreyting sem leiðir til veiru sem flyst auðveldast á milli, hún blífur. Hún fer að ríkja í þeim sem sýkjast,“ sagði Kári í viðtalinu. Hann telur þá að framtíðarstökkbreytingar veirunnar geti leitt til þess að hún verði meira smitandi, en leiði til minni veikinda. „Ef þú veltir fyrir þér hagsmunum, innan gæsalappa, veirunnar. Ef það eru hagsmunir veirunnar að vera sem víðast og koma sem víðast, þá þjónar það hagsmunum veirunnar að vera eins skaðlítil og mögulegt er. Þannig að ef maður horfir til mjög langs tíma, þá er líklegt að veiran verði skaðminni og skaðminni, en flytjist hraðar á milli.“ „Gjörsamlega út í hött“ Kári kvaðst þá telja ólíklegt að af fyrirætlunum stjórnvalda yrði, um að styðjast við svokallað litakóðunarkerfi þegar fólki er hleypt inn í landið, frá og með 1. maí. Þá yrði nóg fyrir ferðamenn með bólusetningar- eða mótefnavottorð að framvísa þeim við komuna til landsins og þyrftu þeir því ekki að sæta sóttkví. Eins yrði nóg fyrir ferðamenn frá löndum sem skilgreind eru sem græn að framvísa neikvæðu PCR-prófi frá brottfararstað og undirgangast einfalda skimun á landamærum án sóttkvíar. „Sú tillaga er einhvers staðar á milli þess að vera fáránleg, hlægileg og glæpsamleg. Það er alveg gjörsamlega út í hött.“ Hann telji ríkisstjórnina þó almennt hafa staðið sig vel, þar sem hún hafi farið að ráðum sóttvarnayfirvalda og ekki tranað sér fram í faraldrinum. Það sé lofsvert. Svona verður fyrirkomulagið. „En þessi tillaga, ég veit ekki hvaðan hún kom. Hún kom ekki frá sóttvarnayfirvöldum. Ég held að hún hafi byggst bara á óskhyggju, og ég er handviss um að það verður aldrei regla sem við förum eftir. Ég hef enga trú á að menn haldi í þetta, þetta er svo heimskulegt,“ sagði Kári. Hægt er að hlusta á viðtalið við Kára í Sprengisandi í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var til viðtals á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann meðal annars breska afbrigði kórónuveirunnar, sem nú er ríkjandi hér á landi og víðar um heim. Hann segir veiruna stökkbreytast í fjórða hvert skipti sem hún flyst á milli manna. „Þessi veira er búin að dreifa sér svo mikið að hún hefur haft tækifæri til að stökkbreytast alveg gífurlega mikið. Það er eðli svona veiru að stökkbreytast þannig að hún geti flust á milli fólks, auðveldar. Það endar þannig að sú stökkbreyting sem leiðir til veiru sem flyst auðveldast á milli, hún blífur. Hún fer að ríkja í þeim sem sýkjast,“ sagði Kári í viðtalinu. Hann telur þá að framtíðarstökkbreytingar veirunnar geti leitt til þess að hún verði meira smitandi, en leiði til minni veikinda. „Ef þú veltir fyrir þér hagsmunum, innan gæsalappa, veirunnar. Ef það eru hagsmunir veirunnar að vera sem víðast og koma sem víðast, þá þjónar það hagsmunum veirunnar að vera eins skaðlítil og mögulegt er. Þannig að ef maður horfir til mjög langs tíma, þá er líklegt að veiran verði skaðminni og skaðminni, en flytjist hraðar á milli.“ „Gjörsamlega út í hött“ Kári kvaðst þá telja ólíklegt að af fyrirætlunum stjórnvalda yrði, um að styðjast við svokallað litakóðunarkerfi þegar fólki er hleypt inn í landið, frá og með 1. maí. Þá yrði nóg fyrir ferðamenn með bólusetningar- eða mótefnavottorð að framvísa þeim við komuna til landsins og þyrftu þeir því ekki að sæta sóttkví. Eins yrði nóg fyrir ferðamenn frá löndum sem skilgreind eru sem græn að framvísa neikvæðu PCR-prófi frá brottfararstað og undirgangast einfalda skimun á landamærum án sóttkvíar. „Sú tillaga er einhvers staðar á milli þess að vera fáránleg, hlægileg og glæpsamleg. Það er alveg gjörsamlega út í hött.“ Hann telji ríkisstjórnina þó almennt hafa staðið sig vel, þar sem hún hafi farið að ráðum sóttvarnayfirvalda og ekki tranað sér fram í faraldrinum. Það sé lofsvert. Svona verður fyrirkomulagið. „En þessi tillaga, ég veit ekki hvaðan hún kom. Hún kom ekki frá sóttvarnayfirvöldum. Ég held að hún hafi byggst bara á óskhyggju, og ég er handviss um að það verður aldrei regla sem við förum eftir. Ég hef enga trú á að menn haldi í þetta, þetta er svo heimskulegt,“ sagði Kári. Hægt er að hlusta á viðtalið við Kára í Sprengisandi í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira