Innlent

Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar

Sylvía Hall skrifar
BE3A7171 (1)
Vísir/Vilhelm

Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og var þar einn utan sóttkvíar. Þá greindist einn í landamæraskimun. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 

Smitrakningarteymið vinnur nú að því að rekja þetta smit og heldur rakning áfram í dag. Rakningu er lokið hjá öðrum sem greindust að því er fram kemur í tilkynningunni.

Um það bil 1.500 eru í sóttkví sem stendur og er viðbúið að fleiri bætist í þann hóp í ljósi þess að smit greindist utan sóttkvíar. Ekki er víst hversu margir þurfa í sóttkví vegna þessa.

Hér að neðan má sjá tölfræðilegar upplýsingar um stöðu faraldursins, en tölurnar eru þó ekki uppfærðar um helgar. Fleiri eru því með virkt smit og í sóttkví en fram kemur í yfirlitinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×