Innlent

Appel­sínu­gular við­varanir og vegum lokað

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ekkert ferðaveður er á Suðurlandi og hefur vegum víða verið lokað.
Ekkert ferðaveður er á Suðurlandi og hefur vegum víða verið lokað. Vegagerðin

Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Suðurlandi, Suðausturlandi, Vestfjörðum, Faxaflóa og Breiðafirði. Þá er gul veðurviðvörun í gildi á Höfuðborgarsvæðinu, Ströndum og norðurlandi vestra, Austfjörðum og miðhálendinu.

Ekkert ferðaveður er en Suðurlandsvegi hefur nú verið lokað milli Hvolsvallar og Víkur. Ekki liggur ljós fyrir hve lengi vegurinn muni vera lokaður og er þeim sem hyggja á ferðalag bent á af lögreglunni á Suðurlandi að fylgjast með upplýsingum um færð og veður á heimasíðu Vegagerðarinnar.

Þá er Nesjavallaleið lokuð og vegir víða á hálendinu sömuleiðis. Þá hefur Suðurlandsvegi milli Kvískers og Freysness sömuleiðis verið lokað.

Suðurlandsvegur er nú lokaður milli Hvolsvallar og Víkur. Ekkert ferðaveður er á þessum slóðum. Það liggur ekki ljóst...

Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Saturday, March 27, 2021

Vindar á svæðum þar sem viðvaranir eru í gildi gætu náð upp í allt að 28 metra á sekúndu og búast má við snörpum vindhviðum við fjöll. Þá má búast við snjókomu og skafrenningi með lélegu skyggni og varasömum akstursskilyrðum samkvæmt Veðurstofu Íslands.

Ekkert ferðaveður er við Breiðafjörð eins og á Suðurlandi. Þá er fólk varað við því að stunda útivist á meðan veðrið er svona



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×