Þjálfari Dana spenntur fyrir undrabarninu Faghir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. mars 2021 07:01 Wahid Faghir [t.v.] fagnar marki sínu fyrir Vejle gegn SønderjyskE í febrúar á þessu ári. Lars Ronbog/Getty Images Kasper Hjulmand. þjálfari danska A-landsliðsins í knattspyrnu, er mjög spenntur að sjá hinn 17 ára Wahid Faghir í treyju danska landsliðsins og vonast til að þessi ungi leikmaður ákveði að spila fyrir Dani um ókomna tíð. Faghir – sem er yngsti leikmaðurinn á EM U-21 árs landsliða sem nú fer fram – skráði sig í sögubækurnar er Danir gerðu sér lítið fyrir og unnu Frakka 1-0 í fyrsta leik liðanna á mótinu. Faghir byrjaði leikinn og varð þar með yngsti leikmaður til að byrja leik á EM U-21 árs landsliða frá upphafi. Faghir var á sama lista og Ísak Bergmann Jóhannesson hjá The Athletic. Íþróttavefurinn nefndi þar tíu áhugaverða leikmenn sem vert væri að fylgjast með á mótinu. Hjulmand vonar að Faghir velji danska landsliðið en leikmaðurinn á rætur að rekja til Afganistan en foreldrar hans flúðu harðstjórn Talíbana skömmu eftir aldamót og enduðu í Danmörku þar sem Faghir er fæddur. Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins, er spenntur að sjá hvað hinn ungi og efnilegi Faghir gerir á næstu árum.EPA-EFE/Liselotte Sabroe „Auðvitað vonast ég til þess að Faghir velji danska landsliðið. Ég hef fylgst með uppgangi hans í yngri landsliðunum þar sem ég hef einnig starfað svo ég hef séð mikið af Wahid,“ sagði Hjulmand í viðtali sem birtist á Bold.dk. „Ég tel hann vera frábæran framherja sem getur gert smá af öllu. Það verður mjög spennandi að fylgjast með honum. Auðvitað trúi ég sem og vona að hann haldi áfram þróun sinni og að hann haldi áfram að bæta sig innan okkar kerfis. Það er enn langur vegur frá því stigi sem hann er á nú og upp í næsta [frá U-21 upp í A-landsliðið] en hann er svo sannarlega spennandi leikmaður.“ Þá hrósaði Hjulmand einnig U-21 árs landsliði Dana fyrir sigurinn á Frökkum og þá sérstaklega fyrir sigurmark leiksins en það var einnig eina mark leiksins. Danir léku boltanum vel sín á milli frá aftasta manni sem endaði með einkar laglegu marki. França favorita no sub-21? A Dinamarca não acha! Deu duro: Dreyer fez o gol da vitória pic.twitter.com/Mk4B2H5Ylo— Leonardo Bertozzi (@lbertozzi) March 25, 2021 Danmörk og Ísland mætast á EM U-21 árs landsliða á morgun, sunnudag, klukkan 13.00. Danmörk vann Frakkland 1-0 í fyrstu umferð riðlakeppninnar á meðan Ísland steinlá 4-1 gegn Rússlandi. Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Faghir – sem er yngsti leikmaðurinn á EM U-21 árs landsliða sem nú fer fram – skráði sig í sögubækurnar er Danir gerðu sér lítið fyrir og unnu Frakka 1-0 í fyrsta leik liðanna á mótinu. Faghir byrjaði leikinn og varð þar með yngsti leikmaður til að byrja leik á EM U-21 árs landsliða frá upphafi. Faghir var á sama lista og Ísak Bergmann Jóhannesson hjá The Athletic. Íþróttavefurinn nefndi þar tíu áhugaverða leikmenn sem vert væri að fylgjast með á mótinu. Hjulmand vonar að Faghir velji danska landsliðið en leikmaðurinn á rætur að rekja til Afganistan en foreldrar hans flúðu harðstjórn Talíbana skömmu eftir aldamót og enduðu í Danmörku þar sem Faghir er fæddur. Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins, er spenntur að sjá hvað hinn ungi og efnilegi Faghir gerir á næstu árum.EPA-EFE/Liselotte Sabroe „Auðvitað vonast ég til þess að Faghir velji danska landsliðið. Ég hef fylgst með uppgangi hans í yngri landsliðunum þar sem ég hef einnig starfað svo ég hef séð mikið af Wahid,“ sagði Hjulmand í viðtali sem birtist á Bold.dk. „Ég tel hann vera frábæran framherja sem getur gert smá af öllu. Það verður mjög spennandi að fylgjast með honum. Auðvitað trúi ég sem og vona að hann haldi áfram þróun sinni og að hann haldi áfram að bæta sig innan okkar kerfis. Það er enn langur vegur frá því stigi sem hann er á nú og upp í næsta [frá U-21 upp í A-landsliðið] en hann er svo sannarlega spennandi leikmaður.“ Þá hrósaði Hjulmand einnig U-21 árs landsliði Dana fyrir sigurinn á Frökkum og þá sérstaklega fyrir sigurmark leiksins en það var einnig eina mark leiksins. Danir léku boltanum vel sín á milli frá aftasta manni sem endaði með einkar laglegu marki. França favorita no sub-21? A Dinamarca não acha! Deu duro: Dreyer fez o gol da vitória pic.twitter.com/Mk4B2H5Ylo— Leonardo Bertozzi (@lbertozzi) March 25, 2021 Danmörk og Ísland mætast á EM U-21 árs landsliða á morgun, sunnudag, klukkan 13.00. Danmörk vann Frakkland 1-0 í fyrstu umferð riðlakeppninnar á meðan Ísland steinlá 4-1 gegn Rússlandi.
Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira