Fótbolti

Segir að tilfinningin hafi verið svipuð og í stórtapinu fyrir Svíum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði sitt sjöunda mark fyrir U-21 árs landsliðið gegn Rússum í gær.
Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði sitt sjöunda mark fyrir U-21 árs landsliðið gegn Rússum í gær. vísir/vilhelm

Sveinn Aron Guðjohnsen, framherji íslenska U-21 árs landsliðsins, segir að tilfinningin í leiknum gegn Rússlandi á EM gær hafi verið svipuð í stórtapinu fyrir Svíþjóð í undankeppninni.

Ísland tapaði, 4-1, fyrir Rússlandi í fyrsta leik sínum á EM í gær. Sveinn Aron skoraði mark Íslendinga sem áttu erfitt uppdráttar gegn sterku liði Rússa.

Íslendingar héldu Rússum í skefjum framan af leik en rússneska liðið skoraði þrjú mörk á síðasta stundarfjórðungi fyrri hálfleik. Rússar bættu svo einu marki við í upphafi seinni hálfleiks áður en Sveinn Aron minnkaði muninn.

„Mér fannst við vera með stjórn á varn­ar­leikn­um fram að fyrsta mark­inu sem þeir skoruðu. Þeir voru mikið með bolt­ann en við erum van­ir því. Ég var ekk­ert stressaður,“ sagði Sveinn Aron.

Eftir að Íslendingar lentu undir sagði hann að tilfinningin hefði verið svipuð og í leiknum gegn Svíum í undankeppninni. Svíþjóð vann þann leik með fimm mörkum gegn engu.

„Ég fékk svipaða til­finn­ingu og í leikn­um á móti Svíþjóð. Við urðum óþol­in­móðir, það kom stress í menn og þá fór allt í vesen á síðustu mín­út­un­um í fyrri hálfleik,“ sagði Sveinn Aron.

Ísland mætir Danmörku í öðrum leik sínum á EM á sunnudaginn. Leikurinn hefst klukkan 13:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×