Líkleg til að verða einn besti markvörður Íslands á næstu árum Sindri Sverrisson skrifar 26. mars 2021 13:57 Telma Ívarsdóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir hafa báðar æft undir stjórn Þorsteins Halldórssonar hjá Breiðabliki. Telma lék þó með FH í fyrra, að láni frá Blikum. @fotbolti og vísir/bára Hin 18 ára gamla Hafrún Rakel Halldórsdóttir og hin tæplega 22 ára gamla Telma Ívarsdóttir voru í dag valdar í A-landsliðið í fótbolta í fyrsta sinn. Þær gætu því spilað sinn fyrsta landsleik í næsta mánuði. Ísland mætir Ítalíu í vináttulandsleik 13. apríl og öðru liði, sem skýrist eftir helgi hvert er, á mánudaginn. Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir undankeppni HM sem hefst í haust og jafnframt fyrstu leikir Íslands undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. Þorsteinn þekkir þær Telmu og Hafrúnu vel eftir að hafa þjálfað þær báðar á tíma sínum í Breiðabliki. Telma er ein af þremur markvörðum landsliðshópsins nú: „Telma er efnilegur markmaður. Ég tel hana vera á þeim stað að hún sé í góðri framför og líkleg til að vera einn af bestu markvörðum á Íslandi á næstu árum,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag. „Ég vildi því gefa henni séns. Hún stóð sig vel á landsliðsæfingum um daginn. Við munum örugglega gefa fleiri markvörðum tækifæri en ég mat þetta svona eftir æfingarnar í febrúar, en ég er auðvitað búinn að þjálfa hana í mörg ár,“ sagði Þorsteinn. Telma hefur lengi verið leikmaður Breiðabliks en farið að láni til Grindavíkur, Hauka og síðast FH þar sem hún spilaði 13 leiki í efstu deild í fyrra. Hafrún, sem er úr Mosfellsbæ, var ekki í fyrsta æfingahópi landsliðsins sem Þorsteinn valdi, sem skipaður var leikmönnum sem spila hér á landi og æfði saman í febrúar. Það var vegna þess að hún er einnig leikmaður U19-landsliðsins en nú er hún mætt í A-landsliðið. „Ég þekki Hafrúnu líka vel og hún er framtíðarleikmaður fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Þorsteinn en Hafrún lék alla 15 deildarleiki Íslandsmeistaraliðs hans í Breiðabliki í fyrra. Breiðablik Tengdar fréttir Tveir nýliðar í fyrsta landsliðshópi Þorsteins Tveir nýliðar eru í íslenska kvennalandsliðinu sem mætir Ítalíu í vináttulandsleik 13. apríl. Þetta er fyrsti hópurinn sem Þorsteinn Halldórsson velur eftir að hann var ráðinn landsliðsþjálfari. 26. mars 2021 13:13 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Fleiri fréttir City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjá meira
Ísland mætir Ítalíu í vináttulandsleik 13. apríl og öðru liði, sem skýrist eftir helgi hvert er, á mánudaginn. Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir undankeppni HM sem hefst í haust og jafnframt fyrstu leikir Íslands undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. Þorsteinn þekkir þær Telmu og Hafrúnu vel eftir að hafa þjálfað þær báðar á tíma sínum í Breiðabliki. Telma er ein af þremur markvörðum landsliðshópsins nú: „Telma er efnilegur markmaður. Ég tel hana vera á þeim stað að hún sé í góðri framför og líkleg til að vera einn af bestu markvörðum á Íslandi á næstu árum,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag. „Ég vildi því gefa henni séns. Hún stóð sig vel á landsliðsæfingum um daginn. Við munum örugglega gefa fleiri markvörðum tækifæri en ég mat þetta svona eftir æfingarnar í febrúar, en ég er auðvitað búinn að þjálfa hana í mörg ár,“ sagði Þorsteinn. Telma hefur lengi verið leikmaður Breiðabliks en farið að láni til Grindavíkur, Hauka og síðast FH þar sem hún spilaði 13 leiki í efstu deild í fyrra. Hafrún, sem er úr Mosfellsbæ, var ekki í fyrsta æfingahópi landsliðsins sem Þorsteinn valdi, sem skipaður var leikmönnum sem spila hér á landi og æfði saman í febrúar. Það var vegna þess að hún er einnig leikmaður U19-landsliðsins en nú er hún mætt í A-landsliðið. „Ég þekki Hafrúnu líka vel og hún er framtíðarleikmaður fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Þorsteinn en Hafrún lék alla 15 deildarleiki Íslandsmeistaraliðs hans í Breiðabliki í fyrra.
Breiðablik Tengdar fréttir Tveir nýliðar í fyrsta landsliðshópi Þorsteins Tveir nýliðar eru í íslenska kvennalandsliðinu sem mætir Ítalíu í vináttulandsleik 13. apríl. Þetta er fyrsti hópurinn sem Þorsteinn Halldórsson velur eftir að hann var ráðinn landsliðsþjálfari. 26. mars 2021 13:13 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Fleiri fréttir City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjá meira
Tveir nýliðar í fyrsta landsliðshópi Þorsteins Tveir nýliðar eru í íslenska kvennalandsliðinu sem mætir Ítalíu í vináttulandsleik 13. apríl. Þetta er fyrsti hópurinn sem Þorsteinn Halldórsson velur eftir að hann var ráðinn landsliðsþjálfari. 26. mars 2021 13:13