Armenar án síns langbesta manns en eru ósigraðir í sex leikjum í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. mars 2021 11:01 Armenar fagna eftir að Noah Frommelt, leikmaður Liechtenstein, setti boltann í eigið mark í leik liðanna í undankeppni HM í fyrradag. getty/DeFodi Images Líkt og Ísland er Armenía án síns besta manns en úrslitin í síðustu leikjum armenska liðsins sýna að það þarf að taka það alvarlega. Íslendingar geta náð í sín fyrstu stig í undankeppni HM 2022 þegar þeir sækja Armena heim í Jerevan klukkan 16:00 á morgun. Á meðan Ísland tapaði 3-0 fyrir Þýskalandi í fyrsta leik sínum í undankeppninni í fyrradag vann Armenía Liechtenstein, 0-1. Sigurinn var þó langt frá því að vera sannfærandi en eina mark leiksins var sjálfsmark sem kom sjö mínútum fyrir leikslok. Klippa: Markið úr leik Liechtenstein og Armeníu Íslendingar verða án Gylfa Þórs Sigurðssonar í þessari landsleikjahrinu og Armenar eru líka án síns besta leikmanns, Henrikhs Mkhitaryan. Það er engu logið að Mkhitaryan sé langstærsta stjarna armenska liðsins, bæði fyrr og síðar. Hann gerði góða hluti í Úkraínu og Þýskalandi og hefur spilað vel með Roma á Ítalíu eftir erfið ár á Englandi þar sem hann lék með Manchester United og Arsenal. Armenar verða að spjara sig án Henrikhs Mkhitaryan.GETTY/Matteo Ciambelli Mkhitaryan er fyrirliði armenska landsliðsins og markahæsti leikmaður þess frá upphafi með þrjátíu mörk. Keppnin um knattspyrnumann ársins í Armeníu er ekki spennandi en Mkhitaryan hefur hlotið þá viðurkenningu tíu sinnum á síðustu tólf árum. Öfugt við Gylfa hefur Mkhitaryan aldrei leikið á stórmóti og í sannleika sagt ekkert verið neitt sérstaklega nálægt því. Armenía hefur aldrei lent ofar en í 3. sæti síns riðils í undankeppni stórmóts. Það var í undankeppni EM 2012 en Armenar voru þá nálægt því að komast í umspil um sæti á lokamótinu. Armenía átti þó góðu gengi að fagna á síðasta ári, vann sinn riðil í C-deild Þjóðadeildarinnar og vann sér sæti í B-deildinni. Joaquín Caparrós tók við armenska landsliðinu í mars á síðasta ári. Armenar töpuðu fyrsta leiknum undir stjórn Caparrós, fyrir Norður-Makedóníumönnum 5. september, en hafa ekki tapað síðan, í sex leikjum í röð. Armenía hefur unnið fjóra af þessum leikjum og gert tvö jafntefli. Andstæðingarnir hafa vissulega ekki verið þeir sterkustu en Caparrós virðist vera á réttri leið með armenska liðið. Joaquín Caparrós hóf þjálfaraferilinn 1981. Þá var Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, þriggja ára.getty/DeFodi Images Caparrós er 65 ára Spánverji sem býr yfir gríðarlega mikilli reynslu. Hann stýrði meðal annars Sevilla um fimm ára skeið (2000-05) og gaf leikmönnum á borð Sergio Ramos og José Antonio Reyes sitt fyrsta tækifæri í aðalliði Sevilla. Caparrós hefur einnig stýrt félögum á borð við Deportivo La Coruna, Athletic Bilbao og Mallorca. Leikmannahópur Armeníu er ekki skipaður þekktustu nöfnunum enda leika flestir í honum í heimalandinu. Fjórir leika í Kasakstan, tveir í Grikklandi, einn í Rússlandi, á Kýpur, í Slóvakíu, Argentínu og Þýskalandi. Það er framherjinn Sargis Adamyan sem leikur með Hoffenheim. Hann hefur leikið 27 leiki fyrir þýska liðið og skorað sjö mörk. Varazdat Haroyan er fyrirliði armenska liðsins í fjarveru Mkhitaryans.getty/DeFodi Images Reynslan í armenska hópnum er ekkert sérstaklega mikil og miklu minni en í þeim í íslenska. Aðeins þrír í armenska liðinu hafa leikið yfir fimmtíu landsleiki: varnarmaðurinn Varazdat Haroyan og miðjumennirnir Kamo Hovhannisyan og Gevorg Ghazaryan. Sá síðastnefndi er bæði leikja- og markahæstur í armenska hópnum með 73 landsleiki og fjórtán mörk. Ísland og Armenía hafa þrisvar sinnum áður mæst. Þau voru saman í riðli í undankeppni EM 2000. Fyrri leikurinn í Jerevan endaði með markalausu jafntefli en það var fyrsti leikur Íslendinga eftir jafnteflið við heimsmeistara Frakka. Ísland vann svo seinni leikinn á Laugardalsvelli, 2-0. Ríkharður Daðason og Rúnar Kristinsson skoruðu mörkin. Ragnar Sigurðsson lék gegn Armeníu fyrir þrettán árum.vísir/vilhelm Íslendingar og Armenar mættust svo á æfingamóti á Möltu í febrúar 2008. Ísland vann 2-0 sigur með mörkum Tryggva Guðmundssonar og Gunnars Heiðars Þorvaldssonar. Tveir leikmenn sem eru í íslenska hópnum í dag spiluðu þann leik, þeir Birkir Már Sævarsson og Ragnar Sigurðsson. Alls munar 53 sætum á Íslandi og Armenía á styrkleikalista FIFA. Armenar eru í 99. sæti en Íslendingar í 46. sæti. Armenía hefur hæðst komist í 30. sæti styrkleikalistans í febrúar 2014. Leikur Armeníu og Íslands hefst klukkan 16:00 á morgun og verður í beinni textalýsingu á Vísi. HM 2022 í Katar Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Klitschko gerir lítið úr Haye og Chisora fyrir stóru stundina Sport Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Íslenski boltinn Umfjöllun: Ísland - Sviss 83-82 | Hetjuskot Martins björguðu Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Íslendingar geta náð í sín fyrstu stig í undankeppni HM 2022 þegar þeir sækja Armena heim í Jerevan klukkan 16:00 á morgun. Á meðan Ísland tapaði 3-0 fyrir Þýskalandi í fyrsta leik sínum í undankeppninni í fyrradag vann Armenía Liechtenstein, 0-1. Sigurinn var þó langt frá því að vera sannfærandi en eina mark leiksins var sjálfsmark sem kom sjö mínútum fyrir leikslok. Klippa: Markið úr leik Liechtenstein og Armeníu Íslendingar verða án Gylfa Þórs Sigurðssonar í þessari landsleikjahrinu og Armenar eru líka án síns besta leikmanns, Henrikhs Mkhitaryan. Það er engu logið að Mkhitaryan sé langstærsta stjarna armenska liðsins, bæði fyrr og síðar. Hann gerði góða hluti í Úkraínu og Þýskalandi og hefur spilað vel með Roma á Ítalíu eftir erfið ár á Englandi þar sem hann lék með Manchester United og Arsenal. Armenar verða að spjara sig án Henrikhs Mkhitaryan.GETTY/Matteo Ciambelli Mkhitaryan er fyrirliði armenska landsliðsins og markahæsti leikmaður þess frá upphafi með þrjátíu mörk. Keppnin um knattspyrnumann ársins í Armeníu er ekki spennandi en Mkhitaryan hefur hlotið þá viðurkenningu tíu sinnum á síðustu tólf árum. Öfugt við Gylfa hefur Mkhitaryan aldrei leikið á stórmóti og í sannleika sagt ekkert verið neitt sérstaklega nálægt því. Armenía hefur aldrei lent ofar en í 3. sæti síns riðils í undankeppni stórmóts. Það var í undankeppni EM 2012 en Armenar voru þá nálægt því að komast í umspil um sæti á lokamótinu. Armenía átti þó góðu gengi að fagna á síðasta ári, vann sinn riðil í C-deild Þjóðadeildarinnar og vann sér sæti í B-deildinni. Joaquín Caparrós tók við armenska landsliðinu í mars á síðasta ári. Armenar töpuðu fyrsta leiknum undir stjórn Caparrós, fyrir Norður-Makedóníumönnum 5. september, en hafa ekki tapað síðan, í sex leikjum í röð. Armenía hefur unnið fjóra af þessum leikjum og gert tvö jafntefli. Andstæðingarnir hafa vissulega ekki verið þeir sterkustu en Caparrós virðist vera á réttri leið með armenska liðið. Joaquín Caparrós hóf þjálfaraferilinn 1981. Þá var Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, þriggja ára.getty/DeFodi Images Caparrós er 65 ára Spánverji sem býr yfir gríðarlega mikilli reynslu. Hann stýrði meðal annars Sevilla um fimm ára skeið (2000-05) og gaf leikmönnum á borð Sergio Ramos og José Antonio Reyes sitt fyrsta tækifæri í aðalliði Sevilla. Caparrós hefur einnig stýrt félögum á borð við Deportivo La Coruna, Athletic Bilbao og Mallorca. Leikmannahópur Armeníu er ekki skipaður þekktustu nöfnunum enda leika flestir í honum í heimalandinu. Fjórir leika í Kasakstan, tveir í Grikklandi, einn í Rússlandi, á Kýpur, í Slóvakíu, Argentínu og Þýskalandi. Það er framherjinn Sargis Adamyan sem leikur með Hoffenheim. Hann hefur leikið 27 leiki fyrir þýska liðið og skorað sjö mörk. Varazdat Haroyan er fyrirliði armenska liðsins í fjarveru Mkhitaryans.getty/DeFodi Images Reynslan í armenska hópnum er ekkert sérstaklega mikil og miklu minni en í þeim í íslenska. Aðeins þrír í armenska liðinu hafa leikið yfir fimmtíu landsleiki: varnarmaðurinn Varazdat Haroyan og miðjumennirnir Kamo Hovhannisyan og Gevorg Ghazaryan. Sá síðastnefndi er bæði leikja- og markahæstur í armenska hópnum með 73 landsleiki og fjórtán mörk. Ísland og Armenía hafa þrisvar sinnum áður mæst. Þau voru saman í riðli í undankeppni EM 2000. Fyrri leikurinn í Jerevan endaði með markalausu jafntefli en það var fyrsti leikur Íslendinga eftir jafnteflið við heimsmeistara Frakka. Ísland vann svo seinni leikinn á Laugardalsvelli, 2-0. Ríkharður Daðason og Rúnar Kristinsson skoruðu mörkin. Ragnar Sigurðsson lék gegn Armeníu fyrir þrettán árum.vísir/vilhelm Íslendingar og Armenar mættust svo á æfingamóti á Möltu í febrúar 2008. Ísland vann 2-0 sigur með mörkum Tryggva Guðmundssonar og Gunnars Heiðars Þorvaldssonar. Tveir leikmenn sem eru í íslenska hópnum í dag spiluðu þann leik, þeir Birkir Már Sævarsson og Ragnar Sigurðsson. Alls munar 53 sætum á Íslandi og Armenía á styrkleikalista FIFA. Armenar eru í 99. sæti en Íslendingar í 46. sæti. Armenía hefur hæðst komist í 30. sæti styrkleikalistans í febrúar 2014. Leikur Armeníu og Íslands hefst klukkan 16:00 á morgun og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
HM 2022 í Katar Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Klitschko gerir lítið úr Haye og Chisora fyrir stóru stundina Sport Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Íslenski boltinn Umfjöllun: Ísland - Sviss 83-82 | Hetjuskot Martins björguðu Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira