Innlent

Boða til blaða­manna­fundar vegna morðsins í Rauða­gerði

Atli Ísleifsson skrifar
Morð í Rauðagerði Lögreglan á vettvangi
Morð í Rauðagerði Lögreglan á vettvangi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur boðað til blaðamannafundar í dag klukkan 14:03 vegna morðsins sem framið var í Rauðagerði í Reykjavík í síðasta mánuði. Til umfjöllunar verður rannsókn embættisins á málinu.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að vegna nýrra sóttvarnarreglna verði um fjarfund að ræða, en fyrirkomulag fundarins verður með sama hætti og upplýsingafundir almannavarnadeilar ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis.

Fulltrúar embættisins á fundinum verða þau Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri, Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn og Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs.

Vísir mun sýna beint frá fundinum.


Tengdar fréttir

Tveir úrskurðaðir í tíu vikna farbann

Tveir voru úrskurðaðir í tíu vikna farbann í Héraðsdómi Reykjavíkur að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna manndrápsins við Rauðagerði í síðasta mánuði.

Morðvopnið í Rauðagerðismálinu fundið

Lögregla hefur lagt hald á byssu sem talið er að hafi verið notuð til að bana albönskum karlmanni í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi.

Níu skotáverkar á líkama hins látna

Í bráðabirgðaskýrslu réttarmeinafræðings vegna réttarkrufningar á Armando Beqirai, mannsins sem skotinn var til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar, kemur fram að hann hafi hlotið níu skotáverka, meðal annars í höfuð, bol og lífsnauðsynleg líffæri. Þá fundust níu skothylki á vettvangi glæpsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×