Skoraði í síðasta fótboltaleiknum sínum og fékk bónorð í leikslok Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2021 09:30 Matt Stonham bað Rhali Dobson strax eftir síðasta leikinn hennar eins og sjá má á þessari mynd. Getty/Darrian Traynor Ástralska knattspyrnukonan Rhali Dobson er að leggja skóna á hilluna aðeins 28 ára gömul svo hún geti hjálpað kærasta sínum í baráttunni við heilaæxli. Hann beið hennar við hliðarlínuna með trúlofunarhring eftir síðasta leikinn. Rhali Dobson er framherji ástralska liðsins Melbourne City og var að spila sinn síðasta leik á ferlinum. Dobson kvaddi með því að skora eitt marka Melbourne City í 2-1 sigri á Perth Glory. Það var þó ekki markið hennar sem stal fyrirsögnum í fjölmiðlum heimsins heldur það sem gerðist strax eftir leikinn. Australia international Rhali Dobson announced she would be retiring from football at age 28 to support her boyfriend, who is undergoing radiotherapy and chemotherapy for brain cancer, before Melbourne City played Perth Glory on Thursday.She scored.They won.He proposed pic.twitter.com/55Eg2jloQK— B/R Football (@brfootball) March 25, 2021 Matt, kærasti Rhali, greindist aftur með heilaæxli á dögunum og framundan er bæði erfið geislameðferð og lyjameðferð. Hún ætlar að vera til staðar fyrir hann á þessum erfiða og krefjandi tíma og ákvað því að hætta að spila fótbolta. Eftir leikinn þá fór Rhali til Matt mjög sátt með markið sitt og sigurinn. Kvöldið átti þó eftir að verða enn betra. Matt fór nefnilega út á grasið og niður á hné. Hann tók síðan upp hring og bað hennar. Rhali sagði já við mikinn fögnið viðstaddra ekki síst liðsfélaga hennar sem hópuðust í kringum hana og glöddust með henni. Rhali Dobson is retiring aged 28 to help her partner battle brain cancer. He proposed to her immediately after her final game, on the pitch. pic.twitter.com/896HiVYMcz— SPORTbible (@sportbible) March 25, 2021 Matt hafði látið fjarlægja æxli í heila fyrir sex árum eftir að hafa fengið flog á fótboltavellinum. Nú tók krabbameinið sig aftur upp og framundan er geislameðferð til maí og svo tólf mánaða lyfjameðferð. „Við uppgötvuðum þetta nokkuð snemma og þetta lítur betur út af því hann er svo ungur. Hann var með engin einkenni og þetta var bara venjubundin læknisskoðun,“ sagði Rhali Dobson og það var aldrei vafi hjá henni að kveðja fótboltann. „Hann er stærri en sportið. Hann er heimurinn minn,“ sagði Dobson. Hér fyrir ofan má sjá þessa skemmtilegu stund þegar Matt bað hennar eftir leikinn. Fótbolti Ástralía Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Sjá meira
Rhali Dobson er framherji ástralska liðsins Melbourne City og var að spila sinn síðasta leik á ferlinum. Dobson kvaddi með því að skora eitt marka Melbourne City í 2-1 sigri á Perth Glory. Það var þó ekki markið hennar sem stal fyrirsögnum í fjölmiðlum heimsins heldur það sem gerðist strax eftir leikinn. Australia international Rhali Dobson announced she would be retiring from football at age 28 to support her boyfriend, who is undergoing radiotherapy and chemotherapy for brain cancer, before Melbourne City played Perth Glory on Thursday.She scored.They won.He proposed pic.twitter.com/55Eg2jloQK— B/R Football (@brfootball) March 25, 2021 Matt, kærasti Rhali, greindist aftur með heilaæxli á dögunum og framundan er bæði erfið geislameðferð og lyjameðferð. Hún ætlar að vera til staðar fyrir hann á þessum erfiða og krefjandi tíma og ákvað því að hætta að spila fótbolta. Eftir leikinn þá fór Rhali til Matt mjög sátt með markið sitt og sigurinn. Kvöldið átti þó eftir að verða enn betra. Matt fór nefnilega út á grasið og niður á hné. Hann tók síðan upp hring og bað hennar. Rhali sagði já við mikinn fögnið viðstaddra ekki síst liðsfélaga hennar sem hópuðust í kringum hana og glöddust með henni. Rhali Dobson is retiring aged 28 to help her partner battle brain cancer. He proposed to her immediately after her final game, on the pitch. pic.twitter.com/896HiVYMcz— SPORTbible (@sportbible) March 25, 2021 Matt hafði látið fjarlægja æxli í heila fyrir sex árum eftir að hafa fengið flog á fótboltavellinum. Nú tók krabbameinið sig aftur upp og framundan er geislameðferð til maí og svo tólf mánaða lyfjameðferð. „Við uppgötvuðum þetta nokkuð snemma og þetta lítur betur út af því hann er svo ungur. Hann var með engin einkenni og þetta var bara venjubundin læknisskoðun,“ sagði Rhali Dobson og það var aldrei vafi hjá henni að kveðja fótboltann. „Hann er stærri en sportið. Hann er heimurinn minn,“ sagði Dobson. Hér fyrir ofan má sjá þessa skemmtilegu stund þegar Matt bað hennar eftir leikinn.
Fótbolti Ástralía Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Sjá meira