Fótbolti

Ensku ungstirnin töpuðu fyrsta leik

Sindri Sverrisson skrifar
Svisslendingar fagna markinu mikilvæga í dag en Englendingar eru hnípnir.
Svisslendingar fagna markinu mikilvæga í dag en Englendingar eru hnípnir. Getty/Jurij Kodrun

Englendingar urðu að sætta sig við 1-0 tap gegn Sviss í fyrstu umferð á EM U21-landsliða, í Slóveníu í dag.

Svisslendingar höfðu verið líklegri til að skora þegar eina mark leiksins kom, á 78. mínútu.

Dan Ndoye, leikmaður Nice í Frakklandi, skoraði markið eftir laglega sendingu Kastriot Imeri út að vítateigsboganum. Ndoye rann reyndar til í skotinu en boltinn fór í fallegum boga yfir Aaron Ramsdale í marki Englands.

England var með Callum Hudson-Odoi úr Chelsea, þá Emile Smith Rowe og Eddie Nketiah úr Arsenal, og Dwight McNeil úr Burnley, fremsta á vellinum. Það skilaði liðinu hins vegar aðeins einu skoti á markið, og engu marki.

Sviss og England leika í D-riðli ásamt Portúgal og Króatíu sem mætast í kvöld. Ísland leikur í C-riðli og hefur keppni í dag með leik við Rússland kl. 17.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×