Svisslendingar höfðu verið líklegri til að skora þegar eina mark leiksins kom, á 78. mínútu.
Dan Ndoye, leikmaður Nice í Frakklandi, skoraði markið eftir laglega sendingu Kastriot Imeri út að vítateigsboganum. Ndoye rann reyndar til í skotinu en boltinn fór í fallegum boga yfir Aaron Ramsdale í marki Englands.
England var með Callum Hudson-Odoi úr Chelsea, þá Emile Smith Rowe og Eddie Nketiah úr Arsenal, og Dwight McNeil úr Burnley, fremsta á vellinum. Það skilaði liðinu hins vegar aðeins einu skoti á markið, og engu marki.
Sviss og England leika í D-riðli ásamt Portúgal og Króatíu sem mætast í kvöld. Ísland leikur í C-riðli og hefur keppni í dag með leik við Rússland kl. 17.